Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Oddur Ævar Gunnarsson og Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifa 1. desember 2025 21:33 Dorrit Moussaieff Instagram Dorrit Moussaieff fyrrverandi forsetafrú var rænd á dögunum þar sem hún var á göngu um London. Hún slasaðist lítillega og hvetur Íslendinga til að fara varlega í borginni, ræningjarnir sluppu en hefðu að mati Dorritar aldrei sloppið á Íslandi. Það var á samfélagsmiðlinum Instagram sem Dorrit tilkynnti í gær að hún væri lemstruð eftir að ræningi gerði atlögu að henni þar sem hún var á göngu í London. Dorrit segist hafa verið nýkomin út úr húsi þegar atvikið átti sér stað.„Ég var bara að labba og tala í símann, maður kom á hjóli rétt fyrir aftan mig, tók símann minn og tók töskuna mína. Hann hjólaði svo á móti umferð svo það var ekki hægt að elta hann,“ segir Dorrit.Rænginn braut tönn í Dorrit í hamagangnum og kennir forsetafrúin til eymsla í öxlum, en er sjálfri sér lík og hvergi bangin. „Þetta er allt í lagi, slysin gerast. Ég er mjög slysagjörn því ég er venjulega sú sem veldur slysunum. Þegar ég er á skíðum eða hestbaki. En varðandi þetta þá var ég mjög stolt af því að ég hef aldrei verið rænd. Daginn áður sagði ég mömmu minni að passa sig, ég hef aldrei verið rænd og næsta dag gerist það,“ segir hún. „Ég er í lagi en ef að Samson hefði verið með mér hefði hann ekki verið í lagi. En Samson minn er á Íslandi því miður, hann er ekki með mér.“ Dorrit segist þegar í stað hafa haft samband við lögregluna sem hafi tjáð henni að þeir væru vonlitlir um að finna ræningjana, ljóst sé að staðan sé önnur á Íslandi. „Við verðum að fara mjög varlega á Íslandi. Ísland er mjög friðsælt land en við verðum að passa upp á það hverjum við hleypum til Íslands. Við verðum að skoða bakgrunna allra annars verður þetta eins og í Evrópu.“ Ólafur Ragnar Grímsson Íslendingar erlendis Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Sjá meira
Það var á samfélagsmiðlinum Instagram sem Dorrit tilkynnti í gær að hún væri lemstruð eftir að ræningi gerði atlögu að henni þar sem hún var á göngu í London. Dorrit segist hafa verið nýkomin út úr húsi þegar atvikið átti sér stað.„Ég var bara að labba og tala í símann, maður kom á hjóli rétt fyrir aftan mig, tók símann minn og tók töskuna mína. Hann hjólaði svo á móti umferð svo það var ekki hægt að elta hann,“ segir Dorrit.Rænginn braut tönn í Dorrit í hamagangnum og kennir forsetafrúin til eymsla í öxlum, en er sjálfri sér lík og hvergi bangin. „Þetta er allt í lagi, slysin gerast. Ég er mjög slysagjörn því ég er venjulega sú sem veldur slysunum. Þegar ég er á skíðum eða hestbaki. En varðandi þetta þá var ég mjög stolt af því að ég hef aldrei verið rænd. Daginn áður sagði ég mömmu minni að passa sig, ég hef aldrei verið rænd og næsta dag gerist það,“ segir hún. „Ég er í lagi en ef að Samson hefði verið með mér hefði hann ekki verið í lagi. En Samson minn er á Íslandi því miður, hann er ekki með mér.“ Dorrit segist þegar í stað hafa haft samband við lögregluna sem hafi tjáð henni að þeir væru vonlitlir um að finna ræningjana, ljóst sé að staðan sé önnur á Íslandi. „Við verðum að fara mjög varlega á Íslandi. Ísland er mjög friðsælt land en við verðum að passa upp á það hverjum við hleypum til Íslands. Við verðum að skoða bakgrunna allra annars verður þetta eins og í Evrópu.“
Ólafur Ragnar Grímsson Íslendingar erlendis Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Sjá meira