Erpur segist tilbúinn fyrir föðurhlutverkið Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 9. júní 2021 14:00 Erpur Eyvindarson var gestur í nýjasta þættinum af Á rúntinum. Erpur Eyvindarson, betur þekktur sem Blaz Roca, segist tilbúinn fyrir föðurhlutverkið. Erpur hefur oft verið kallaður pabbi rappsins á Íslandi og hefur átt farsælan feril einn og með Rottweiler. Erpur var gestur Bjarna Freys Péturssonar í nýjasta þættinum af Á rúntinum, sem birtist hér á Vísi. Í þættinum ræðir rapparinn meðal annars um æskuslóðirnar í Kópavogi, upphaf Rottweiler, sjálfsfróun, markmiðin sín, Covid og fleira. „Hann hefur alið ýmsa menn upp eins og Herra Hnetusmjör og þessa ungu stráka. Spurning hvernig það hefur tekist, misvel sennilega en hann hefur örugglega stappað stálinu í suma af þeim,“ segir Bjarni í kynningu þáttarins. Erpur ætlaði sér alltaf að eignast fullt af börnum og segist nú á réttum stað fyrir í þennan kafla í lífinu. „Það er fyrst núna sem ég er í alvörunni klár. Það er allt klárt,“ segir Erpur þegar hann er spurður út í barneignir. „Ég er ekkert að fara að segja að ég sé að fara að eignast barn á morgun.“ Hann segir að það sé allt of mikið af börnum sem eigi pabba sem sinni engu og krakkinn alinn upp af Netflix drasli og fái ekki ást og umhyggju. Hann ætli ekki að vera sá faðir. „Ef ég eignast krakka, þá mun hann þurfa að segja, pabbi núna nenni ég ekki meira Lego, því ég elska Lego.“ Erpur viðurkennir að hann hafi ætlað sér að eignast tíu börn. Hann hefur tekið lífið og markmiðin sín í skorpum, hvort sem það er í námi eða markmið tengd ferlinum eins og að fá alla til að rappa á Íslensku eða ná að gera vel heppnaða sólóplötu. Síðustu þrjú ár hafa svo farið í að gera allt til að eignast heimili. „Núna hef ég enga afsökun til að eignast ekki börn.“ Viðtalið í heild sinni má finna í þættinum hér fyrir neðan. Þættirnir Á rúntinum hófu göngu sína á Vísi nú í maí en það þeir Bjarni Freyr Pétursson og Arnfinnur Rúnar Sigmundsson sem halda utan um þættina. Börn og uppeldi Á rúntinum Mest lesið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Sögulegt parhús í Hlíðunum Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Sjá meira
Erpur var gestur Bjarna Freys Péturssonar í nýjasta þættinum af Á rúntinum, sem birtist hér á Vísi. Í þættinum ræðir rapparinn meðal annars um æskuslóðirnar í Kópavogi, upphaf Rottweiler, sjálfsfróun, markmiðin sín, Covid og fleira. „Hann hefur alið ýmsa menn upp eins og Herra Hnetusmjör og þessa ungu stráka. Spurning hvernig það hefur tekist, misvel sennilega en hann hefur örugglega stappað stálinu í suma af þeim,“ segir Bjarni í kynningu þáttarins. Erpur ætlaði sér alltaf að eignast fullt af börnum og segist nú á réttum stað fyrir í þennan kafla í lífinu. „Það er fyrst núna sem ég er í alvörunni klár. Það er allt klárt,“ segir Erpur þegar hann er spurður út í barneignir. „Ég er ekkert að fara að segja að ég sé að fara að eignast barn á morgun.“ Hann segir að það sé allt of mikið af börnum sem eigi pabba sem sinni engu og krakkinn alinn upp af Netflix drasli og fái ekki ást og umhyggju. Hann ætli ekki að vera sá faðir. „Ef ég eignast krakka, þá mun hann þurfa að segja, pabbi núna nenni ég ekki meira Lego, því ég elska Lego.“ Erpur viðurkennir að hann hafi ætlað sér að eignast tíu börn. Hann hefur tekið lífið og markmiðin sín í skorpum, hvort sem það er í námi eða markmið tengd ferlinum eins og að fá alla til að rappa á Íslensku eða ná að gera vel heppnaða sólóplötu. Síðustu þrjú ár hafa svo farið í að gera allt til að eignast heimili. „Núna hef ég enga afsökun til að eignast ekki börn.“ Viðtalið í heild sinni má finna í þættinum hér fyrir neðan. Þættirnir Á rúntinum hófu göngu sína á Vísi nú í maí en það þeir Bjarni Freyr Pétursson og Arnfinnur Rúnar Sigmundsson sem halda utan um þættina.
Börn og uppeldi Á rúntinum Mest lesið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Sögulegt parhús í Hlíðunum Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Sjá meira