Erpur segist tilbúinn fyrir föðurhlutverkið Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 9. júní 2021 14:00 Erpur Eyvindarson var gestur í nýjasta þættinum af Á rúntinum. Erpur Eyvindarson, betur þekktur sem Blaz Roca, segist tilbúinn fyrir föðurhlutverkið. Erpur hefur oft verið kallaður pabbi rappsins á Íslandi og hefur átt farsælan feril einn og með Rottweiler. Erpur var gestur Bjarna Freys Péturssonar í nýjasta þættinum af Á rúntinum, sem birtist hér á Vísi. Í þættinum ræðir rapparinn meðal annars um æskuslóðirnar í Kópavogi, upphaf Rottweiler, sjálfsfróun, markmiðin sín, Covid og fleira. „Hann hefur alið ýmsa menn upp eins og Herra Hnetusmjör og þessa ungu stráka. Spurning hvernig það hefur tekist, misvel sennilega en hann hefur örugglega stappað stálinu í suma af þeim,“ segir Bjarni í kynningu þáttarins. Erpur ætlaði sér alltaf að eignast fullt af börnum og segist nú á réttum stað fyrir í þennan kafla í lífinu. „Það er fyrst núna sem ég er í alvörunni klár. Það er allt klárt,“ segir Erpur þegar hann er spurður út í barneignir. „Ég er ekkert að fara að segja að ég sé að fara að eignast barn á morgun.“ Hann segir að það sé allt of mikið af börnum sem eigi pabba sem sinni engu og krakkinn alinn upp af Netflix drasli og fái ekki ást og umhyggju. Hann ætli ekki að vera sá faðir. „Ef ég eignast krakka, þá mun hann þurfa að segja, pabbi núna nenni ég ekki meira Lego, því ég elska Lego.“ Erpur viðurkennir að hann hafi ætlað sér að eignast tíu börn. Hann hefur tekið lífið og markmiðin sín í skorpum, hvort sem það er í námi eða markmið tengd ferlinum eins og að fá alla til að rappa á Íslensku eða ná að gera vel heppnaða sólóplötu. Síðustu þrjú ár hafa svo farið í að gera allt til að eignast heimili. „Núna hef ég enga afsökun til að eignast ekki börn.“ Viðtalið í heild sinni má finna í þættinum hér fyrir neðan. Þættirnir Á rúntinum hófu göngu sína á Vísi nú í maí en það þeir Bjarni Freyr Pétursson og Arnfinnur Rúnar Sigmundsson sem halda utan um þættina. Börn og uppeldi Á rúntinum Mest lesið Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Lífið Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð Lífið „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Lífið Fleiri fréttir Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Sjá meira
Erpur var gestur Bjarna Freys Péturssonar í nýjasta þættinum af Á rúntinum, sem birtist hér á Vísi. Í þættinum ræðir rapparinn meðal annars um æskuslóðirnar í Kópavogi, upphaf Rottweiler, sjálfsfróun, markmiðin sín, Covid og fleira. „Hann hefur alið ýmsa menn upp eins og Herra Hnetusmjör og þessa ungu stráka. Spurning hvernig það hefur tekist, misvel sennilega en hann hefur örugglega stappað stálinu í suma af þeim,“ segir Bjarni í kynningu þáttarins. Erpur ætlaði sér alltaf að eignast fullt af börnum og segist nú á réttum stað fyrir í þennan kafla í lífinu. „Það er fyrst núna sem ég er í alvörunni klár. Það er allt klárt,“ segir Erpur þegar hann er spurður út í barneignir. „Ég er ekkert að fara að segja að ég sé að fara að eignast barn á morgun.“ Hann segir að það sé allt of mikið af börnum sem eigi pabba sem sinni engu og krakkinn alinn upp af Netflix drasli og fái ekki ást og umhyggju. Hann ætli ekki að vera sá faðir. „Ef ég eignast krakka, þá mun hann þurfa að segja, pabbi núna nenni ég ekki meira Lego, því ég elska Lego.“ Erpur viðurkennir að hann hafi ætlað sér að eignast tíu börn. Hann hefur tekið lífið og markmiðin sín í skorpum, hvort sem það er í námi eða markmið tengd ferlinum eins og að fá alla til að rappa á Íslensku eða ná að gera vel heppnaða sólóplötu. Síðustu þrjú ár hafa svo farið í að gera allt til að eignast heimili. „Núna hef ég enga afsökun til að eignast ekki börn.“ Viðtalið í heild sinni má finna í þættinum hér fyrir neðan. Þættirnir Á rúntinum hófu göngu sína á Vísi nú í maí en það þeir Bjarni Freyr Pétursson og Arnfinnur Rúnar Sigmundsson sem halda utan um þættina.
Börn og uppeldi Á rúntinum Mest lesið Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Lífið Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð Lífið „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Lífið Fleiri fréttir Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Sjá meira
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“