Foreldrar kenni börnum sjálfsvörn og kynni þau fyrir „veikum punktum karlmannsins“ Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 8. júní 2021 22:25 Eyþór segir öll viðbrögð stúlkunnar hafa verið hárrétt; fyrst að neita að koma með manninum og síðan að öskra og sparka frá sér þegar hann reyndi að taka hana. lota/vísir/vilhelm Eyþór Víðisson, öryggis- og löggæslufræðingur hjá Lotu ráðgjöf, hvetur foreldra til að ræða við börnin sín og kenna þeim rétt viðbrögð við því ef einhver reynir að nema þau á brott. Hann segir eðlilegt að börnum sé kennd einhver sjálfsvörn og þau kynnt fyrir „veikum punktum karlmannsins“. Eyþór ræddi þessi mál í Reykjavík síðdegis í dag eftir að greint var fá því að maður hefði reynt að nema sjö ára stúlku á brott af leikvelli í Grafarvogi í gærkvöldi. Maðurinn bauð henni að koma og skoða hundinn sinn en þegar hún neitaði tók hann hana upp. Hún fór þá að öskra hástöfum og gaf honum hnéspark í punginn. Eyþór segir þetta hafa verið hárrétt viðbrögð stúlkunnar í þessum aðstæðum og að foreldrar hennar hafi greinilega kennt henni vel. Öskra og ráðast á klof eða augu Faðir stúlkunnar segist hafa kennt henni einhverja sjálfsvörn. „Það er alveg frábært í rauninni því að auðvitað má alveg kenna börnum undirstöðuatriði í því hvernig á að verja sig,“ segir Eyþór. Það þurfi þó auðvitað að brýna fyrir þeim að nota ofbeldi aðeins til að verja sig. Hann segir það einnig rétt viðbrögð stúlkunnar að gefa manninum hnéspark í punginn og telur eðlilegt að foreldrar kynni „þessa veiku punkta karlmannsins fyrir börnunum“. Þar nefnir hann til dæmis pung og augu sem dæmi. „Það er það sem maður gerir þegar einhver er stærri og sterkari en maður sjálfur, það er að fara í viðkvæmu punktana. Allt til að bjarga sér,“ segir Eyþór. Hann vill að foreldrar nýti tækifærið eftir fréttir dagsins í dag og ræði betur við börnin um hætturnar sem geta leynst úti. „Þegar þau eldast aðeins og byrja að fara frá manni, kannski á þessum aldri fimm, sex, sjö ára, einmitt út á róló eða eitthvað að þá þarf að ræða við þau viðbrögð við ókunnugu fólki og mönnum sem að lofa hundum og ís. Ég held að foreldrar megi alltaf tala meira um þetta.“ Öryggismyndavélar á leikvelli Faðir stúlkunnar kallaði eftir því að eftirlitsmyndavélum yrði komið fyrir á leikvöllum í borginni í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Eins og á bensínstöðinni Olís, þar eru örugglega átta myndavélar. Er þetta ekki það sem við viljum sjá: öruggt svæði og netmyndavél sem er þá kannski hægt að glugga í eftir á,“ sagði hann en maðurinn sem reyndi að nema dóttur hans á brott er enn ófundinn. Eyþór segist sammála föðurnum þarna. Hann nefnir sem dæmi að í London séu fjögur þúsund öryggismyndavélar í allri borginni. „Ég myndi vilja sjá öryggismyndavélar á svona leiksvæðum, bara eins og hægt er. Ég geri mér grein fyrir að það er kannski ekki alls staðar en já.“ Lögreglumál Reykjavík Barnavernd Börn og uppeldi Tengdar fréttir Maðurinn enn ófundinn og foreldrar kalla eftir eftirlitsmyndavélum Faðir sjö ára stúlku, sem brást hetjulega við þegar maður reyndi að nema hana á brott á leikvelli í Grafarvogi í gærkvöldi, vill að eftirlitsmyndavélum verði komið fyrir á leikvöllum í borginni. 8. júní 2021 19:17 Reyndi að nema barn á brott: Stúlkan stóð sig eins og „ofurhetja“ Maður gerði tilraun til að nema sjö ára stúlku á brott í gærkvöldi, á leikvelli í Funafold. Faðir stúlkunnar telur líklegt að verknaðurinn hafi verið skipulagður fyrirfram en stúlkan brást hárrétt við og tókst að hrekja manninn á brott. 8. júní 2021 11:15 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Fleiri fréttir Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Sjá meira
Eyþór ræddi þessi mál í Reykjavík síðdegis í dag eftir að greint var fá því að maður hefði reynt að nema sjö ára stúlku á brott af leikvelli í Grafarvogi í gærkvöldi. Maðurinn bauð henni að koma og skoða hundinn sinn en þegar hún neitaði tók hann hana upp. Hún fór þá að öskra hástöfum og gaf honum hnéspark í punginn. Eyþór segir þetta hafa verið hárrétt viðbrögð stúlkunnar í þessum aðstæðum og að foreldrar hennar hafi greinilega kennt henni vel. Öskra og ráðast á klof eða augu Faðir stúlkunnar segist hafa kennt henni einhverja sjálfsvörn. „Það er alveg frábært í rauninni því að auðvitað má alveg kenna börnum undirstöðuatriði í því hvernig á að verja sig,“ segir Eyþór. Það þurfi þó auðvitað að brýna fyrir þeim að nota ofbeldi aðeins til að verja sig. Hann segir það einnig rétt viðbrögð stúlkunnar að gefa manninum hnéspark í punginn og telur eðlilegt að foreldrar kynni „þessa veiku punkta karlmannsins fyrir börnunum“. Þar nefnir hann til dæmis pung og augu sem dæmi. „Það er það sem maður gerir þegar einhver er stærri og sterkari en maður sjálfur, það er að fara í viðkvæmu punktana. Allt til að bjarga sér,“ segir Eyþór. Hann vill að foreldrar nýti tækifærið eftir fréttir dagsins í dag og ræði betur við börnin um hætturnar sem geta leynst úti. „Þegar þau eldast aðeins og byrja að fara frá manni, kannski á þessum aldri fimm, sex, sjö ára, einmitt út á róló eða eitthvað að þá þarf að ræða við þau viðbrögð við ókunnugu fólki og mönnum sem að lofa hundum og ís. Ég held að foreldrar megi alltaf tala meira um þetta.“ Öryggismyndavélar á leikvelli Faðir stúlkunnar kallaði eftir því að eftirlitsmyndavélum yrði komið fyrir á leikvöllum í borginni í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Eins og á bensínstöðinni Olís, þar eru örugglega átta myndavélar. Er þetta ekki það sem við viljum sjá: öruggt svæði og netmyndavél sem er þá kannski hægt að glugga í eftir á,“ sagði hann en maðurinn sem reyndi að nema dóttur hans á brott er enn ófundinn. Eyþór segist sammála föðurnum þarna. Hann nefnir sem dæmi að í London séu fjögur þúsund öryggismyndavélar í allri borginni. „Ég myndi vilja sjá öryggismyndavélar á svona leiksvæðum, bara eins og hægt er. Ég geri mér grein fyrir að það er kannski ekki alls staðar en já.“
Lögreglumál Reykjavík Barnavernd Börn og uppeldi Tengdar fréttir Maðurinn enn ófundinn og foreldrar kalla eftir eftirlitsmyndavélum Faðir sjö ára stúlku, sem brást hetjulega við þegar maður reyndi að nema hana á brott á leikvelli í Grafarvogi í gærkvöldi, vill að eftirlitsmyndavélum verði komið fyrir á leikvöllum í borginni. 8. júní 2021 19:17 Reyndi að nema barn á brott: Stúlkan stóð sig eins og „ofurhetja“ Maður gerði tilraun til að nema sjö ára stúlku á brott í gærkvöldi, á leikvelli í Funafold. Faðir stúlkunnar telur líklegt að verknaðurinn hafi verið skipulagður fyrirfram en stúlkan brást hárrétt við og tókst að hrekja manninn á brott. 8. júní 2021 11:15 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Fleiri fréttir Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Sjá meira
Maðurinn enn ófundinn og foreldrar kalla eftir eftirlitsmyndavélum Faðir sjö ára stúlku, sem brást hetjulega við þegar maður reyndi að nema hana á brott á leikvelli í Grafarvogi í gærkvöldi, vill að eftirlitsmyndavélum verði komið fyrir á leikvöllum í borginni. 8. júní 2021 19:17
Reyndi að nema barn á brott: Stúlkan stóð sig eins og „ofurhetja“ Maður gerði tilraun til að nema sjö ára stúlku á brott í gærkvöldi, á leikvelli í Funafold. Faðir stúlkunnar telur líklegt að verknaðurinn hafi verið skipulagður fyrirfram en stúlkan brást hárrétt við og tókst að hrekja manninn á brott. 8. júní 2021 11:15