Félag atvinnurekenda og fríverslunarsamningur við Bretland Erna Bjarnadóttir skrifar 8. júní 2021 20:01 Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda (FA) fer mikinn þessa dagana vegna kynningar utanríkisráðherra á samningsdrögum að nýjum fríverslunarsamningi við Bretland. Í langri fréttatilkynningu FA um samningsdrögin eru hlutirnir málaðir sterkum litum. Enn og aftur rennur framkvæmdastjórinn til á svellinu, en það er ekki í fyrsta skipti. En svellið er nú hálla en oft áður ekki síst vegna valkvæðrar frelsisástar FA í málefnum fríverslunar. Verða einstakar fullyrðingar framkvæmdastjórans hér gerðar að umtalsefni. Hagsmunir íslensks landbúnaðar fyrir borð bornir Við gerð fríverslunarsamnings þarf að taka tillit til margra samverkandi þátta. Þannig þarf að liggja fyrir hagsmunamat um það hverjir eru undirliggjandi hagsmunir íslensks atvinnulífs. Sama hagsmunamat er unnið af hálfu breskra stjórnvalda hvað varðar breskt atvinnulíf. Á samningafundum birtast svo hinar eiginlegu samningsafstöður ríkjanna og sameiginleg niðurstaða aðila birtist að lokum í texta fríverslunarsamnings. Þegar um er að ræða einstaka vöruflokka, s.s. landbúnaðarvörur, þarf að komast að málamiðlun enda framleiða báðar þjóðirnar landbúnaðarvörur. Ljóst má vera að íslenskur markaður með landbúnaðarvörur, sem er einn sá minnsti í heimi, má sín lítils samanborið við breskan markað með landbúnaðarvörur, einn sá stærsti í Evrópu. Af þessum ástæðum er ákveðin málamiðlun nauðsynleg. Svo virðist sem að hún hafi náðst, t.d. veitir Ísland heimild til innflutnings á 30 tonnum af ost frá Bretlandi. Í ljósi stöðunnar sem fyrir er þá er þessi heimild eðli málsins samkvæmt mikil og mun valda íslenskum bændum enn meiri búsifjum. Áður hefur höfundur þessarar greinar bent á að íslensk stjórnvöld gengu á sínum tíma lengra en norsk stjórnvöld þegar koma gerð samnings milli Íslands og ESB um landbúnaðarvörur þar á meðal osta. Samningurinn nú bætir þar enn um „betur“. Í öllu falli er ljóst að fullyrðingar FA um að „…tækifæri til að útvíkka fríverslun með búvörur við Bretland hafi … glatast“ eru fjarstæðukenndar. Það er beinlínis rangt að halda því fram að það sé t.d. hagur mjólkurframleiðenda að fá aukna tollkvóta fyrir undanrennuduft gegn því að gefa eftir 120 tonn af ostamarkaði hér á landi í staðinn. Slíkt stenst enga skoðun þegar horft er til heildarhagsmuna mjólkurframleiðenda. Frekari ráðgjöf FA í þessu efni er vinsamlega afþökkuð. FA hefur beinar upplýsingar af samningafundum Athygli vekur að FA fullyrðir að Bretar hafi viljað meiri fríverslun. Í fréttatilkynningunni segir: „Það er ljóst að bresk stjórnvöld höfðu áhuga á að auka talsvert fríverslun með búvörur. Þau buðu umtalsverða aukningu á tollfrjálsum innflutningskvóta fyrir undanrennuduft sem hefði átt að vera augljóst hagsmunamál fyrir íslenskra mjólkurbænda og -framleiðenda [...] Bretar fóru á móti fram á aukna tollkvóta fyrir osta og kjötvörur, miklu minni að umfangi en þeir tollkvótar sem Íslandi stóðu til boða.“ Hér er ljóst að FA hefur fengið nákvæmar upplýsingar um hvað gerðist í samningaviðræðum Íslands og Bretlands. Hvaðan hefur FA fengið þær upplýsingar? Þessar fullyrðingar FA vekja upp margar spurningar – ekki síst í ljósi þess að FA hefur sakað hagsmunaaðila í landbúnaði að hafa skipt sér af samningaviðræðunum. Ljóst er að hagsmunaaðilar í landbúnaði eru nú að lesa það hverjar kröfur breskra stjórnvalda voru í samningaviðræðunum – og það af heimasíðu FA! Svo virðist sem að FA hafi fengið mun meiri upplýsingar um samningaviðræðurnar heldur en nokkurn tíma hagsmunaaðilar í landbúnaði. Það virðist þá hafa farist fyrir að upplýsa FA einnig um að hagsmunir íslensks landbúnaðar í formi aukinna innflutningsheimilda á mjólkurvörum væru betur tryggðir með því að veita markaðsaðgang fyrir aðrar vörur eins og smjör í stað osta. Til þessa hefur hins vegar verið lítill áhugi á því meðal viðsemjenda okkar í fríverslunarviðræðum líkt og sýndi sig nú. Um blindu Félags atvinnurekanda fyrir innflutningi Í fréttatilkynningu FA er því haldið fram að andstaða hagsmunaaðila í landbúnaði hafi blindað menn fyrir tækifærunum. Þessari fullyrðingu er fylgt eftir með furðulegri umfjöllun um markað fyrir undanrennuduft. Þessi umfjöllun er alger markleysa. Í fréttatilkynningunni er enn fremur vísað til þess að samningurinn við ESB staðfesti vaxandi andstöðu hagsmunaafla í landbúnaði við að „leyfa vindum fríverslunar og samkeppni að blása.“ Sannleikurinn er hins vegar miklu fremur sá að þeir fríverslunar- og tollasamningar sem gerðir hafa verið undanfarin ár, fyrst og fremst við ESB þar til nú við Bretland, hafa farið hér um eins og stormur. Ekki einasta nema tollfrjálsir kvótar t.d. fyrir osta um og yfir 10% af heildarmarkaði, sem er fáheyrt í samanburði við önnur lönd, heldur virðast landamærin hripleka þegar kemur að innflutningi á mörgum búvörum. Þetta hefur komið fram í endurskoðun skattyfirvalda á innflutningi t.d. á blómum, í minnisblöðum fjármála- og efnahagsráðuneytisins, í meðförum alþingis og loks ekki síst í bréfum sem Skatturinn sendir sjálfur til innflytjenda. Það er lágmarks krafa að þessu sé komið til samræmis við ákvæði þegar gerða milliríkjasamninga og tollalög áður en svo mikið sem hugmyndir um að halda lengra eru reifaðar. Þessi samningur við Bretland nú er hrein aukning á tollfrjálsum kvótum sem hafa skilað sér hingað til lands væntanlega með „vindum fríverslunar og samkeppni“. Fordæmalaus aðgangur FA að samningaviðræðum Að lokum verður ekki hjá því komist að vísa fullyrðingum FA um að Bændasamtökin hafi verið umsagnaraðili um fríverslunarsamninginn til föðurhúsanna. Eins og hér hefur verið farið yfir þá virðist FA hafa haft fordæmalausan aðgang að upplýsingum um hvað fór á milli samninganefnda Íslands og Bretlands. Þessi aðkoma sérhagsmuna, félagsmanna FA, er fordæmalaus og á kostnað almennra viðskiptahagsmuni Íslands í samningaviðræðunum. Það mál verður að rannsaka sérstaklega á næstu misserum. Höfundur er hagfræðingur og verkefnastjóri hjá Mjólkursamsölunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Erna Bjarnadóttir Landbúnaður Utanríkismál Skattar og tollar Mest lesið Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Skoðun Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda (FA) fer mikinn þessa dagana vegna kynningar utanríkisráðherra á samningsdrögum að nýjum fríverslunarsamningi við Bretland. Í langri fréttatilkynningu FA um samningsdrögin eru hlutirnir málaðir sterkum litum. Enn og aftur rennur framkvæmdastjórinn til á svellinu, en það er ekki í fyrsta skipti. En svellið er nú hálla en oft áður ekki síst vegna valkvæðrar frelsisástar FA í málefnum fríverslunar. Verða einstakar fullyrðingar framkvæmdastjórans hér gerðar að umtalsefni. Hagsmunir íslensks landbúnaðar fyrir borð bornir Við gerð fríverslunarsamnings þarf að taka tillit til margra samverkandi þátta. Þannig þarf að liggja fyrir hagsmunamat um það hverjir eru undirliggjandi hagsmunir íslensks atvinnulífs. Sama hagsmunamat er unnið af hálfu breskra stjórnvalda hvað varðar breskt atvinnulíf. Á samningafundum birtast svo hinar eiginlegu samningsafstöður ríkjanna og sameiginleg niðurstaða aðila birtist að lokum í texta fríverslunarsamnings. Þegar um er að ræða einstaka vöruflokka, s.s. landbúnaðarvörur, þarf að komast að málamiðlun enda framleiða báðar þjóðirnar landbúnaðarvörur. Ljóst má vera að íslenskur markaður með landbúnaðarvörur, sem er einn sá minnsti í heimi, má sín lítils samanborið við breskan markað með landbúnaðarvörur, einn sá stærsti í Evrópu. Af þessum ástæðum er ákveðin málamiðlun nauðsynleg. Svo virðist sem að hún hafi náðst, t.d. veitir Ísland heimild til innflutnings á 30 tonnum af ost frá Bretlandi. Í ljósi stöðunnar sem fyrir er þá er þessi heimild eðli málsins samkvæmt mikil og mun valda íslenskum bændum enn meiri búsifjum. Áður hefur höfundur þessarar greinar bent á að íslensk stjórnvöld gengu á sínum tíma lengra en norsk stjórnvöld þegar koma gerð samnings milli Íslands og ESB um landbúnaðarvörur þar á meðal osta. Samningurinn nú bætir þar enn um „betur“. Í öllu falli er ljóst að fullyrðingar FA um að „…tækifæri til að útvíkka fríverslun með búvörur við Bretland hafi … glatast“ eru fjarstæðukenndar. Það er beinlínis rangt að halda því fram að það sé t.d. hagur mjólkurframleiðenda að fá aukna tollkvóta fyrir undanrennuduft gegn því að gefa eftir 120 tonn af ostamarkaði hér á landi í staðinn. Slíkt stenst enga skoðun þegar horft er til heildarhagsmuna mjólkurframleiðenda. Frekari ráðgjöf FA í þessu efni er vinsamlega afþökkuð. FA hefur beinar upplýsingar af samningafundum Athygli vekur að FA fullyrðir að Bretar hafi viljað meiri fríverslun. Í fréttatilkynningunni segir: „Það er ljóst að bresk stjórnvöld höfðu áhuga á að auka talsvert fríverslun með búvörur. Þau buðu umtalsverða aukningu á tollfrjálsum innflutningskvóta fyrir undanrennuduft sem hefði átt að vera augljóst hagsmunamál fyrir íslenskra mjólkurbænda og -framleiðenda [...] Bretar fóru á móti fram á aukna tollkvóta fyrir osta og kjötvörur, miklu minni að umfangi en þeir tollkvótar sem Íslandi stóðu til boða.“ Hér er ljóst að FA hefur fengið nákvæmar upplýsingar um hvað gerðist í samningaviðræðum Íslands og Bretlands. Hvaðan hefur FA fengið þær upplýsingar? Þessar fullyrðingar FA vekja upp margar spurningar – ekki síst í ljósi þess að FA hefur sakað hagsmunaaðila í landbúnaði að hafa skipt sér af samningaviðræðunum. Ljóst er að hagsmunaaðilar í landbúnaði eru nú að lesa það hverjar kröfur breskra stjórnvalda voru í samningaviðræðunum – og það af heimasíðu FA! Svo virðist sem að FA hafi fengið mun meiri upplýsingar um samningaviðræðurnar heldur en nokkurn tíma hagsmunaaðilar í landbúnaði. Það virðist þá hafa farist fyrir að upplýsa FA einnig um að hagsmunir íslensks landbúnaðar í formi aukinna innflutningsheimilda á mjólkurvörum væru betur tryggðir með því að veita markaðsaðgang fyrir aðrar vörur eins og smjör í stað osta. Til þessa hefur hins vegar verið lítill áhugi á því meðal viðsemjenda okkar í fríverslunarviðræðum líkt og sýndi sig nú. Um blindu Félags atvinnurekanda fyrir innflutningi Í fréttatilkynningu FA er því haldið fram að andstaða hagsmunaaðila í landbúnaði hafi blindað menn fyrir tækifærunum. Þessari fullyrðingu er fylgt eftir með furðulegri umfjöllun um markað fyrir undanrennuduft. Þessi umfjöllun er alger markleysa. Í fréttatilkynningunni er enn fremur vísað til þess að samningurinn við ESB staðfesti vaxandi andstöðu hagsmunaafla í landbúnaði við að „leyfa vindum fríverslunar og samkeppni að blása.“ Sannleikurinn er hins vegar miklu fremur sá að þeir fríverslunar- og tollasamningar sem gerðir hafa verið undanfarin ár, fyrst og fremst við ESB þar til nú við Bretland, hafa farið hér um eins og stormur. Ekki einasta nema tollfrjálsir kvótar t.d. fyrir osta um og yfir 10% af heildarmarkaði, sem er fáheyrt í samanburði við önnur lönd, heldur virðast landamærin hripleka þegar kemur að innflutningi á mörgum búvörum. Þetta hefur komið fram í endurskoðun skattyfirvalda á innflutningi t.d. á blómum, í minnisblöðum fjármála- og efnahagsráðuneytisins, í meðförum alþingis og loks ekki síst í bréfum sem Skatturinn sendir sjálfur til innflytjenda. Það er lágmarks krafa að þessu sé komið til samræmis við ákvæði þegar gerða milliríkjasamninga og tollalög áður en svo mikið sem hugmyndir um að halda lengra eru reifaðar. Þessi samningur við Bretland nú er hrein aukning á tollfrjálsum kvótum sem hafa skilað sér hingað til lands væntanlega með „vindum fríverslunar og samkeppni“. Fordæmalaus aðgangur FA að samningaviðræðum Að lokum verður ekki hjá því komist að vísa fullyrðingum FA um að Bændasamtökin hafi verið umsagnaraðili um fríverslunarsamninginn til föðurhúsanna. Eins og hér hefur verið farið yfir þá virðist FA hafa haft fordæmalausan aðgang að upplýsingum um hvað fór á milli samninganefnda Íslands og Bretlands. Þessi aðkoma sérhagsmuna, félagsmanna FA, er fordæmalaus og á kostnað almennra viðskiptahagsmuni Íslands í samningaviðræðunum. Það mál verður að rannsaka sérstaklega á næstu misserum. Höfundur er hagfræðingur og verkefnastjóri hjá Mjólkursamsölunni.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun