Sjálfstæðið krefst sjálfstrausts Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 4. júní 2021 08:01 Í dag og á morgun fer fram prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Ég gef kost á mér og óska eftir stuðningi í 3. sæti. Ég hef metnað til þess að vera málsvari þeirra verðmætu gilda og sjónarmiða sjálfstæðisstefnunnar sem reynst hafa íslensku þjóðinni heilladrýgst í gegnum tíðina. Í mínum huga felst ákveðinn kjarni hennar í nafni flokksins, sem hefur skírskotun til sjálfstæðis landsins en getur líka mjög hæglega átt við sjálfstæði okkar allra sem frjálsra einstaklinga. Sjálfstætt land Rétt eins og önnur ríki treystir Ísland ákaflega mikið á gott og sanngjarnt samstarf á alþjóðlegum vettvangi. Sem aðstoðarmaður utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra hef ég tekið þátt í því mikilvæga verkefni að standa vörð um hagsmuni Íslands, ásamt því að láta gott leiða af þátttöku okkar í margvíslegu samstarfi á alþjóðlegum vettvangi. Sjálfstæði Íslands, sem er meðal annars undirstrikað með því að hafa ekki aðild að Evrópusambandinu, gefur okkur umtalsvert meiri slagkraft en íbúafjöldi okkar segir til um. Við getum komið fram af sjálfstrausti og haft bæði hagsmuni okkar og mikilvægar hugsjónir í hávegum. Ég gef kost á mér til þess að standa vörð um þetta sjálfstæði. Sjálfstæðir einstaklingar Öll þau verðmæti sem til verða í samfélaginu eiga upptök sín í framtakssemi einstaklinga. Þess vegna er gríðarlega mikilvægt að stjórnmálmenn séu mjög meðvitaðir um að allar ákvarðanir þeirra geta haft þau áhrif að ýmist styðja við eða draga úr athafnaþreki og frumkvæði í samfélaginu. Að mínum dómi er um þessar mundir sérstaklega mikilvægt að stjórnmálamenn standi vörð um rétt einstaklinga til þess að skapa verðmæti fyrir sjálfa sig og samfélagið. Of frekleg skattheimta, þunglamalegt regluverk og íþyngjandi afskipti af jafnvel smæstu fyrirtækjum geta smám saman dregið þróttinn úr framtakssömu fólki í atvinnurekstri. Sjálfstæðir einstaklingar sem hafa frelsi til athafna og sjálfstraust til að láta reyna á nýjar hugmyndir eru grundvöllur verðmætasköpunar í samfélaginu. Sjálfstæðisflokkurinn hefur í gegnum tíðina staðið með stolti vörð um möguleika einstaklinga til þess að ná árangri á eigin verðleikum, ekki síst vegna þess að á þeim grundvelli getum við áfram boðið upp á hið góða og mannvænlega velferðarsamfélag sem breið pólitísk sátt ríkir um hér á landi. Frelsið þarfnast málsvara Ég óska eftir stuðningi í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins því ég tel að mín kynslóð þurfi að axla ábyrgð á því að standa vörð um þau gildi sem sjálfstæðisstefnan byggist á. Ég vil að börnin mín njóti ekki síðri lífsgæða og tækifæra heldur en ég hef gert, og ég veit að til þess að kynslóð foreldra minna fái notið verðskuldaðs öryggis og góðrar þjónustu í framtíðinni þarf að standa vörð um sjálfstæði bæði þjóðarinnar og frelsi einstaklingsins. Ég vonast eftir tækifæri til að leggja mitt af mörkunum í þeirri baráttu. Höfundur er hæstaréttarlögmaður, aðstoðarmaður utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra og frambjóðandi til 3. sætis í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Sjálfstæðisflokkurinn Skoðun: Kosningar 2021 Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Sjá meira
Í dag og á morgun fer fram prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Ég gef kost á mér og óska eftir stuðningi í 3. sæti. Ég hef metnað til þess að vera málsvari þeirra verðmætu gilda og sjónarmiða sjálfstæðisstefnunnar sem reynst hafa íslensku þjóðinni heilladrýgst í gegnum tíðina. Í mínum huga felst ákveðinn kjarni hennar í nafni flokksins, sem hefur skírskotun til sjálfstæðis landsins en getur líka mjög hæglega átt við sjálfstæði okkar allra sem frjálsra einstaklinga. Sjálfstætt land Rétt eins og önnur ríki treystir Ísland ákaflega mikið á gott og sanngjarnt samstarf á alþjóðlegum vettvangi. Sem aðstoðarmaður utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra hef ég tekið þátt í því mikilvæga verkefni að standa vörð um hagsmuni Íslands, ásamt því að láta gott leiða af þátttöku okkar í margvíslegu samstarfi á alþjóðlegum vettvangi. Sjálfstæði Íslands, sem er meðal annars undirstrikað með því að hafa ekki aðild að Evrópusambandinu, gefur okkur umtalsvert meiri slagkraft en íbúafjöldi okkar segir til um. Við getum komið fram af sjálfstrausti og haft bæði hagsmuni okkar og mikilvægar hugsjónir í hávegum. Ég gef kost á mér til þess að standa vörð um þetta sjálfstæði. Sjálfstæðir einstaklingar Öll þau verðmæti sem til verða í samfélaginu eiga upptök sín í framtakssemi einstaklinga. Þess vegna er gríðarlega mikilvægt að stjórnmálmenn séu mjög meðvitaðir um að allar ákvarðanir þeirra geta haft þau áhrif að ýmist styðja við eða draga úr athafnaþreki og frumkvæði í samfélaginu. Að mínum dómi er um þessar mundir sérstaklega mikilvægt að stjórnmálamenn standi vörð um rétt einstaklinga til þess að skapa verðmæti fyrir sjálfa sig og samfélagið. Of frekleg skattheimta, þunglamalegt regluverk og íþyngjandi afskipti af jafnvel smæstu fyrirtækjum geta smám saman dregið þróttinn úr framtakssömu fólki í atvinnurekstri. Sjálfstæðir einstaklingar sem hafa frelsi til athafna og sjálfstraust til að láta reyna á nýjar hugmyndir eru grundvöllur verðmætasköpunar í samfélaginu. Sjálfstæðisflokkurinn hefur í gegnum tíðina staðið með stolti vörð um möguleika einstaklinga til þess að ná árangri á eigin verðleikum, ekki síst vegna þess að á þeim grundvelli getum við áfram boðið upp á hið góða og mannvænlega velferðarsamfélag sem breið pólitísk sátt ríkir um hér á landi. Frelsið þarfnast málsvara Ég óska eftir stuðningi í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins því ég tel að mín kynslóð þurfi að axla ábyrgð á því að standa vörð um þau gildi sem sjálfstæðisstefnan byggist á. Ég vil að börnin mín njóti ekki síðri lífsgæða og tækifæra heldur en ég hef gert, og ég veit að til þess að kynslóð foreldra minna fái notið verðskuldaðs öryggis og góðrar þjónustu í framtíðinni þarf að standa vörð um sjálfstæði bæði þjóðarinnar og frelsi einstaklingsins. Ég vonast eftir tækifæri til að leggja mitt af mörkunum í þeirri baráttu. Höfundur er hæstaréttarlögmaður, aðstoðarmaður utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra og frambjóðandi til 3. sætis í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar