Sjálfstæðið krefst sjálfstrausts Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 4. júní 2021 08:01 Í dag og á morgun fer fram prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Ég gef kost á mér og óska eftir stuðningi í 3. sæti. Ég hef metnað til þess að vera málsvari þeirra verðmætu gilda og sjónarmiða sjálfstæðisstefnunnar sem reynst hafa íslensku þjóðinni heilladrýgst í gegnum tíðina. Í mínum huga felst ákveðinn kjarni hennar í nafni flokksins, sem hefur skírskotun til sjálfstæðis landsins en getur líka mjög hæglega átt við sjálfstæði okkar allra sem frjálsra einstaklinga. Sjálfstætt land Rétt eins og önnur ríki treystir Ísland ákaflega mikið á gott og sanngjarnt samstarf á alþjóðlegum vettvangi. Sem aðstoðarmaður utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra hef ég tekið þátt í því mikilvæga verkefni að standa vörð um hagsmuni Íslands, ásamt því að láta gott leiða af þátttöku okkar í margvíslegu samstarfi á alþjóðlegum vettvangi. Sjálfstæði Íslands, sem er meðal annars undirstrikað með því að hafa ekki aðild að Evrópusambandinu, gefur okkur umtalsvert meiri slagkraft en íbúafjöldi okkar segir til um. Við getum komið fram af sjálfstrausti og haft bæði hagsmuni okkar og mikilvægar hugsjónir í hávegum. Ég gef kost á mér til þess að standa vörð um þetta sjálfstæði. Sjálfstæðir einstaklingar Öll þau verðmæti sem til verða í samfélaginu eiga upptök sín í framtakssemi einstaklinga. Þess vegna er gríðarlega mikilvægt að stjórnmálmenn séu mjög meðvitaðir um að allar ákvarðanir þeirra geta haft þau áhrif að ýmist styðja við eða draga úr athafnaþreki og frumkvæði í samfélaginu. Að mínum dómi er um þessar mundir sérstaklega mikilvægt að stjórnmálamenn standi vörð um rétt einstaklinga til þess að skapa verðmæti fyrir sjálfa sig og samfélagið. Of frekleg skattheimta, þunglamalegt regluverk og íþyngjandi afskipti af jafnvel smæstu fyrirtækjum geta smám saman dregið þróttinn úr framtakssömu fólki í atvinnurekstri. Sjálfstæðir einstaklingar sem hafa frelsi til athafna og sjálfstraust til að láta reyna á nýjar hugmyndir eru grundvöllur verðmætasköpunar í samfélaginu. Sjálfstæðisflokkurinn hefur í gegnum tíðina staðið með stolti vörð um möguleika einstaklinga til þess að ná árangri á eigin verðleikum, ekki síst vegna þess að á þeim grundvelli getum við áfram boðið upp á hið góða og mannvænlega velferðarsamfélag sem breið pólitísk sátt ríkir um hér á landi. Frelsið þarfnast málsvara Ég óska eftir stuðningi í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins því ég tel að mín kynslóð þurfi að axla ábyrgð á því að standa vörð um þau gildi sem sjálfstæðisstefnan byggist á. Ég vil að börnin mín njóti ekki síðri lífsgæða og tækifæra heldur en ég hef gert, og ég veit að til þess að kynslóð foreldra minna fái notið verðskuldaðs öryggis og góðrar þjónustu í framtíðinni þarf að standa vörð um sjálfstæði bæði þjóðarinnar og frelsi einstaklingsins. Ég vonast eftir tækifæri til að leggja mitt af mörkunum í þeirri baráttu. Höfundur er hæstaréttarlögmaður, aðstoðarmaður utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra og frambjóðandi til 3. sætis í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Sjálfstæðisflokkurinn Skoðun: Kosningar 2021 Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Mest lesið Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Sjá meira
Í dag og á morgun fer fram prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Ég gef kost á mér og óska eftir stuðningi í 3. sæti. Ég hef metnað til þess að vera málsvari þeirra verðmætu gilda og sjónarmiða sjálfstæðisstefnunnar sem reynst hafa íslensku þjóðinni heilladrýgst í gegnum tíðina. Í mínum huga felst ákveðinn kjarni hennar í nafni flokksins, sem hefur skírskotun til sjálfstæðis landsins en getur líka mjög hæglega átt við sjálfstæði okkar allra sem frjálsra einstaklinga. Sjálfstætt land Rétt eins og önnur ríki treystir Ísland ákaflega mikið á gott og sanngjarnt samstarf á alþjóðlegum vettvangi. Sem aðstoðarmaður utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra hef ég tekið þátt í því mikilvæga verkefni að standa vörð um hagsmuni Íslands, ásamt því að láta gott leiða af þátttöku okkar í margvíslegu samstarfi á alþjóðlegum vettvangi. Sjálfstæði Íslands, sem er meðal annars undirstrikað með því að hafa ekki aðild að Evrópusambandinu, gefur okkur umtalsvert meiri slagkraft en íbúafjöldi okkar segir til um. Við getum komið fram af sjálfstrausti og haft bæði hagsmuni okkar og mikilvægar hugsjónir í hávegum. Ég gef kost á mér til þess að standa vörð um þetta sjálfstæði. Sjálfstæðir einstaklingar Öll þau verðmæti sem til verða í samfélaginu eiga upptök sín í framtakssemi einstaklinga. Þess vegna er gríðarlega mikilvægt að stjórnmálmenn séu mjög meðvitaðir um að allar ákvarðanir þeirra geta haft þau áhrif að ýmist styðja við eða draga úr athafnaþreki og frumkvæði í samfélaginu. Að mínum dómi er um þessar mundir sérstaklega mikilvægt að stjórnmálamenn standi vörð um rétt einstaklinga til þess að skapa verðmæti fyrir sjálfa sig og samfélagið. Of frekleg skattheimta, þunglamalegt regluverk og íþyngjandi afskipti af jafnvel smæstu fyrirtækjum geta smám saman dregið þróttinn úr framtakssömu fólki í atvinnurekstri. Sjálfstæðir einstaklingar sem hafa frelsi til athafna og sjálfstraust til að láta reyna á nýjar hugmyndir eru grundvöllur verðmætasköpunar í samfélaginu. Sjálfstæðisflokkurinn hefur í gegnum tíðina staðið með stolti vörð um möguleika einstaklinga til þess að ná árangri á eigin verðleikum, ekki síst vegna þess að á þeim grundvelli getum við áfram boðið upp á hið góða og mannvænlega velferðarsamfélag sem breið pólitísk sátt ríkir um hér á landi. Frelsið þarfnast málsvara Ég óska eftir stuðningi í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins því ég tel að mín kynslóð þurfi að axla ábyrgð á því að standa vörð um þau gildi sem sjálfstæðisstefnan byggist á. Ég vil að börnin mín njóti ekki síðri lífsgæða og tækifæra heldur en ég hef gert, og ég veit að til þess að kynslóð foreldra minna fái notið verðskuldaðs öryggis og góðrar þjónustu í framtíðinni þarf að standa vörð um sjálfstæði bæði þjóðarinnar og frelsi einstaklingsins. Ég vonast eftir tækifæri til að leggja mitt af mörkunum í þeirri baráttu. Höfundur er hæstaréttarlögmaður, aðstoðarmaður utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra og frambjóðandi til 3. sætis í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar