„Það að þeir hafi viljað losa okkur út kemur svo sem ekkert á óvart“ Eiður Þór Árnason skrifar 2. júní 2021 22:30 Mikil óvissa ríkir um rekstur Humarhússins eftir að eigendur staðarins misstu húsnæðið í miðbæ Reykjavíkur. Humarhúsið Tæplega þrjátíu ára sögu Humarhússins við Amtmannsstíg lauk í dag þegar starfsfólk kláraði að tæma húsnæðið og skellti í lás. Eigendum veitingastaðarins var tilkynnt á fimmtudag að þeir þyrftu að yfirgefa húsið innan fjögurra daga. Að sögn Ívars Þórðarsonar, annars eiganda Humarhússins, hefur veitingahúsið glímt við mikla rekstrarerfiðleika og ekki náð að borga leigu í rúmt ár vegna áhrifa faraldursins. Þrátt fyrir það hafi ákvörðun FÍ fasteignafélags komið á óvart þar sem fyrir lá að nýir fjárfestar hefðu áhuga á að koma með aukið fé inn í reksturinn. Þá hafi leigusalinn nýlega boðist til að lækka leiguna ef viðskiptin gengu í gegn. Morgunblaðið greindi fyrst frá lokuninni. Ívar segir að FÍ fasteignafélag hafi fram að því ekki viljað veita afslátt af leigunni í ljósi rekstraraðstæðna. Þó hafi leigusalinn á vissan hátt komið til móts við Humarhúsið með því að leyfa staðnum að vera áfram í húsnæðinu eftir að leigugreiðslur stöðvuðust. Húsið við Amtmannsstíg 1 er eilítið tómlegra í dag. Humarhúsið Skoða nú framhaldið Óvissa ríkir nú um framtíð þessa rótgróna veitingastaðar en til skoðunar er hvort reksturinn verði fluttur í nýtt húsnæði með aðkomu fjárfestanna. Ívar segist sýna því skilning að þeim hafi verið gert að yfirgefa húsnæðið eftir að eigendur Humarhússins tóku einhliða ákvörðun um að stöðva leigugreiðslur. Sú staða myndi þó breytast með tilkomu nýrra fjárfesta. „Þeir hættu að senda okkur reikninga vitandi að við gætum ekki borgað. Við vorum ekki að fela okkar stöðu og við náðum að þrauka miklu lengur en við gerðum ráð fyrir.“ Ívar segir umrædd fjárfesting hafi nánast verið í höfn þegar bréfið afdrifaríka barst frá leigusalanum síðasta fimmtudag. „Það að þeir hafi viljað losa okkur út kemur svo sem ekkert á óvart en þetta er svolítið undarleg tímasetning þar sem leigusalinn vissi að fjárfestar voru að koma inn og fleiri á leiðinni. Hann var ekki búinn að heyra í okkur eða fjárfestunum í einhverjar þrjár vikur þegar hann sendir bréfið,“ segir Ívar. Mikið var lagt upp úr fáguðum humarréttum á rótgróna veitingastaðnum.Humarhúsið Ýmis tækifæri þarna úti Ívar tók yfir rekstur Humarhússins um áramótin 2016 ásamt meðeigandanum Johnny Turtiainen. Hafa þeir þurft að mæta ýmsum áskorunum á síðustu árum líkt og fleiri aðilar í veitingarekstri og ferðaþjónustu. „Við greiðum fyrir þessi kaup á þremur árum og í sama mánuði og við greiðum síðustu greiðsluna þá fer WOW air á hausinn og það setur strik í reikninginn. Þar kom smá hökt og svo kemur Covid-19. Fram að því höfðum við alltaf staðið við allt okkar gagnvart leigusalanum.“ Ívar segist enn vera að jafna sig eftir raunir síðustu daga en hann sé þó ágætlega bjartsýnn á framhaldið. „Við erum bara enn að lenda og átta okkur á þessu. Hvað framtíðin ber í skauti sér kemur bara í ljós. Það eru ekkert nema tækifæri þarna úti,“ segir Ívar Þórðarson, annar eigandi Humarhússins. Veitingastaðir Reykjavík Mest lesið „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Viðskipti innlent Þórdís til dómsmálaráðuneytisins Viðskipti innlent Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Viðskipti innlent Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Viðskipti innlent Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Viðskipti innlent „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Sjá meira
Að sögn Ívars Þórðarsonar, annars eiganda Humarhússins, hefur veitingahúsið glímt við mikla rekstrarerfiðleika og ekki náð að borga leigu í rúmt ár vegna áhrifa faraldursins. Þrátt fyrir það hafi ákvörðun FÍ fasteignafélags komið á óvart þar sem fyrir lá að nýir fjárfestar hefðu áhuga á að koma með aukið fé inn í reksturinn. Þá hafi leigusalinn nýlega boðist til að lækka leiguna ef viðskiptin gengu í gegn. Morgunblaðið greindi fyrst frá lokuninni. Ívar segir að FÍ fasteignafélag hafi fram að því ekki viljað veita afslátt af leigunni í ljósi rekstraraðstæðna. Þó hafi leigusalinn á vissan hátt komið til móts við Humarhúsið með því að leyfa staðnum að vera áfram í húsnæðinu eftir að leigugreiðslur stöðvuðust. Húsið við Amtmannsstíg 1 er eilítið tómlegra í dag. Humarhúsið Skoða nú framhaldið Óvissa ríkir nú um framtíð þessa rótgróna veitingastaðar en til skoðunar er hvort reksturinn verði fluttur í nýtt húsnæði með aðkomu fjárfestanna. Ívar segist sýna því skilning að þeim hafi verið gert að yfirgefa húsnæðið eftir að eigendur Humarhússins tóku einhliða ákvörðun um að stöðva leigugreiðslur. Sú staða myndi þó breytast með tilkomu nýrra fjárfesta. „Þeir hættu að senda okkur reikninga vitandi að við gætum ekki borgað. Við vorum ekki að fela okkar stöðu og við náðum að þrauka miklu lengur en við gerðum ráð fyrir.“ Ívar segir umrædd fjárfesting hafi nánast verið í höfn þegar bréfið afdrifaríka barst frá leigusalanum síðasta fimmtudag. „Það að þeir hafi viljað losa okkur út kemur svo sem ekkert á óvart en þetta er svolítið undarleg tímasetning þar sem leigusalinn vissi að fjárfestar voru að koma inn og fleiri á leiðinni. Hann var ekki búinn að heyra í okkur eða fjárfestunum í einhverjar þrjár vikur þegar hann sendir bréfið,“ segir Ívar. Mikið var lagt upp úr fáguðum humarréttum á rótgróna veitingastaðnum.Humarhúsið Ýmis tækifæri þarna úti Ívar tók yfir rekstur Humarhússins um áramótin 2016 ásamt meðeigandanum Johnny Turtiainen. Hafa þeir þurft að mæta ýmsum áskorunum á síðustu árum líkt og fleiri aðilar í veitingarekstri og ferðaþjónustu. „Við greiðum fyrir þessi kaup á þremur árum og í sama mánuði og við greiðum síðustu greiðsluna þá fer WOW air á hausinn og það setur strik í reikninginn. Þar kom smá hökt og svo kemur Covid-19. Fram að því höfðum við alltaf staðið við allt okkar gagnvart leigusalanum.“ Ívar segist enn vera að jafna sig eftir raunir síðustu daga en hann sé þó ágætlega bjartsýnn á framhaldið. „Við erum bara enn að lenda og átta okkur á þessu. Hvað framtíðin ber í skauti sér kemur bara í ljós. Það eru ekkert nema tækifæri þarna úti,“ segir Ívar Þórðarson, annar eigandi Humarhússins.
Veitingastaðir Reykjavík Mest lesið „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Viðskipti innlent Þórdís til dómsmálaráðuneytisins Viðskipti innlent Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Viðskipti innlent Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Viðskipti innlent Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Viðskipti innlent „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Sjá meira
Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent
Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent