Róbert Wessman kaupir íbúð fyrir 2,4 milljarða á Flórída Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 2. júní 2021 16:19 Róbert Wessman er langstærsti hluthafi Aztiq, sem festi kaup á um 2,4 milljarða króna lúxusíbúð fyrr á árinu. alvogen/Ritz-Carlton Aztiq, fjárfestingafélag Róberts Wessman, hefur fest kaup á 2,4 milljarða króna lúxusíbúð á Flórída. Íbúðin er í glæsiturni lúxushótelkeðjunnar Ritz-Carlton í borginni Sunny Isle Beach á Flórída. Turninum er lýst sem afgirtu lúxussamfélagi hjá erlendum miðlum og er ljóst að það er ekki á færi hins hefðbundna launamanns að leigja íbúð þar í nokkra daga, hvað þá að eignast slíka. Rúmir þúsund fermetrar í heildina Lára Ómarsdóttir, samskiptastjóri Aztiq, staðfestir kaupin við Vísi. Í erlendum miðlum er greint frá því að kaupverð hennar hafi verið tæpar 20 milljónir Bandaríkjadala, eða tæpir 2,4 milljarðar íslenskra króna. Business Journal fullyrðir þá að lán hafi verið tekið fyrir kaupunum upp á 13 milljónir Bandaríkjadala, eða rúman einn og hálfan milljarð. Íbúðin er vægast sagt glæsileg. Hún er 714 fermetrar, með sjö baðherbergjum, en við þetta bætast svo 365 fermetra svalir með einkasundlaug, garði og útieldhúsi. Hér má nálgast myndasyrpu af íbúðinni. Að sögn Láru var hún keypt fyrr nokkru síðan en hún var afhent nú í síðasta mánuði. Íbúðin er hugsuð til útleigu og síðar sölu á hagstæðara markaðsverði. Hún segir að eignin hafi verið keypt á afar hagstæðu verði og síðan kaupin hafi gengið í gegn hafi hún hækkað í verði um 20 til 30 prósent. Sjá einnig: Dýrasta íbúð sem Íslendingur hefur átt. Alvogen óvænt blandað inn í kaupin Einhvers misskilnings virðist þó gæta í umfjöllun Business Journal um kaupin. Þar er því slegið fram að höfuðstöðvar Alvogen á Íslandi hafi verið skráðar sem heimilisfang kaupandans í lánssamningnum. Í samtali við Vísi sagði Elísabet Hjaltadóttir, tengiliður Alvogen við fjölmiðla, að fyrirtækið kannaðist ekkert við kaupin og að búið væri að senda beiðni á Business Journal um leiðréttingu á fréttinni. Miðillinn hefur ekki orðið við því enn. Alvogen hóf starfsemi sína á Íslandi á árinu 2010 og eru höfuðstöðvar þess í Vatnsmýri.Alvogen Þar gæti tenging félaganna við Róbert Wessman skýrt rugling miðilsins. Róbert er bæði forstjóri og einn eigenda lyfjafyrirtækisins Alvogen. Hann á þá langstærstan hlut í fjárfestingafélaginu Aztiq, eða um þrjá fjórðu hluta þess. Ef höfuðstöðvar Aztiq á Smáratorgi 3 hafa verið skráðar sem heimilisfang kaupandans á lánssamningnum má ætla að Business Journal hafi ekki unnið alveg nægilega góða heimavinnu. Misskilningur hans er þó skiljanlegur því þó höfuðstöðvar Alvogen séu við Sæmundargötu í Vatnsmýrinni þá á fyrirtækið einnig skrifstofur á Smáratorgi 3 í sama húsi og Aztiq. Ef Róbert og heimilisfangið eru slegin inn saman á Google koma þá nokkrir tenglar sem vísa í Alvogen en enginn sem vísar í Aztiq. Fréttin hefur verið uppfærð: Í upprunalegri útgáfu kom fram að samkvæmt upplýsingum frá samskiptastjóra Aztiq hefði íbúðin verið keypt fyrr á árinu. Það var rangt. Íbúðin var afhent í maí á þessu ári en nokkru lengra er síðan gengið var frá kaupunum. Bandaríkin Íslendingar erlendis Mest lesið Þorbirna og Ævar til Pálsson Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Ólafur Adolfsson eignast apótekið aftur Viðskipti innlent „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Í stórfellda útrás með tækni til rækjuvinnslu Viðskipti innlent Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent S8 selst tvöfalt hraðar en forverarnir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Sjá meira
Íbúðin er í glæsiturni lúxushótelkeðjunnar Ritz-Carlton í borginni Sunny Isle Beach á Flórída. Turninum er lýst sem afgirtu lúxussamfélagi hjá erlendum miðlum og er ljóst að það er ekki á færi hins hefðbundna launamanns að leigja íbúð þar í nokkra daga, hvað þá að eignast slíka. Rúmir þúsund fermetrar í heildina Lára Ómarsdóttir, samskiptastjóri Aztiq, staðfestir kaupin við Vísi. Í erlendum miðlum er greint frá því að kaupverð hennar hafi verið tæpar 20 milljónir Bandaríkjadala, eða tæpir 2,4 milljarðar íslenskra króna. Business Journal fullyrðir þá að lán hafi verið tekið fyrir kaupunum upp á 13 milljónir Bandaríkjadala, eða rúman einn og hálfan milljarð. Íbúðin er vægast sagt glæsileg. Hún er 714 fermetrar, með sjö baðherbergjum, en við þetta bætast svo 365 fermetra svalir með einkasundlaug, garði og útieldhúsi. Hér má nálgast myndasyrpu af íbúðinni. Að sögn Láru var hún keypt fyrr nokkru síðan en hún var afhent nú í síðasta mánuði. Íbúðin er hugsuð til útleigu og síðar sölu á hagstæðara markaðsverði. Hún segir að eignin hafi verið keypt á afar hagstæðu verði og síðan kaupin hafi gengið í gegn hafi hún hækkað í verði um 20 til 30 prósent. Sjá einnig: Dýrasta íbúð sem Íslendingur hefur átt. Alvogen óvænt blandað inn í kaupin Einhvers misskilnings virðist þó gæta í umfjöllun Business Journal um kaupin. Þar er því slegið fram að höfuðstöðvar Alvogen á Íslandi hafi verið skráðar sem heimilisfang kaupandans í lánssamningnum. Í samtali við Vísi sagði Elísabet Hjaltadóttir, tengiliður Alvogen við fjölmiðla, að fyrirtækið kannaðist ekkert við kaupin og að búið væri að senda beiðni á Business Journal um leiðréttingu á fréttinni. Miðillinn hefur ekki orðið við því enn. Alvogen hóf starfsemi sína á Íslandi á árinu 2010 og eru höfuðstöðvar þess í Vatnsmýri.Alvogen Þar gæti tenging félaganna við Róbert Wessman skýrt rugling miðilsins. Róbert er bæði forstjóri og einn eigenda lyfjafyrirtækisins Alvogen. Hann á þá langstærstan hlut í fjárfestingafélaginu Aztiq, eða um þrjá fjórðu hluta þess. Ef höfuðstöðvar Aztiq á Smáratorgi 3 hafa verið skráðar sem heimilisfang kaupandans á lánssamningnum má ætla að Business Journal hafi ekki unnið alveg nægilega góða heimavinnu. Misskilningur hans er þó skiljanlegur því þó höfuðstöðvar Alvogen séu við Sæmundargötu í Vatnsmýrinni þá á fyrirtækið einnig skrifstofur á Smáratorgi 3 í sama húsi og Aztiq. Ef Róbert og heimilisfangið eru slegin inn saman á Google koma þá nokkrir tenglar sem vísa í Alvogen en enginn sem vísar í Aztiq. Fréttin hefur verið uppfærð: Í upprunalegri útgáfu kom fram að samkvæmt upplýsingum frá samskiptastjóra Aztiq hefði íbúðin verið keypt fyrr á árinu. Það var rangt. Íbúðin var afhent í maí á þessu ári en nokkru lengra er síðan gengið var frá kaupunum.
Bandaríkin Íslendingar erlendis Mest lesið Þorbirna og Ævar til Pálsson Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Ólafur Adolfsson eignast apótekið aftur Viðskipti innlent „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Í stórfellda útrás með tækni til rækjuvinnslu Viðskipti innlent Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent S8 selst tvöfalt hraðar en forverarnir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Sjá meira