Beina nú sjónum að reykjandi krabbameinssjúklingum Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 31. maí 2021 20:31 Í dag er tóbaksvarnardagurinn og þar sem reykingar ungmenna hafa nær þurrkast út á síðustu áratugum beinir Krabbameinsfélagið nú sjónum sínum að eldra fólki, þar á meðal krabbameinssjúklingum, sem eiga erfitt með að hætta að reykja. Ásgeir Rúnar Helgason, dósent í sálfræði og lýðheilsuvísindum, hóf störf hjá Krabbameinsfélaginu 1984 með fræðslu fyrir grunnskólanema og þá reyktu langflestir í kringum hann, þar á meðal hann sjálfur. „Þannig að ég hætti að reykja daginn sem ég byrjaði hjá Krabbameinsfélaginu,“ segir hann og að nú séu breyttir tímar. Á töflu frá 1978 má sjá að reykingar eru mælanlegar allt niður í tíu ára aldur. Einnig að nærri helmingur sextán ára barna reyki og þar af þriðja hvert daglega. Fyrir ríflega fjörutíu árum reykti þriðji hver sextán ára unglingur daglega. Í dag reykja í mesta lagi 2-3% unglinga á sama aldri. Ásgeir segir öfluga fræðslu síðustu áratugi hafa skilað sér í góðum árangri. „Þetta hefur gengið það vel að í dag reykja kannski 2-3% krakka sem eru að klára tíunda bekk, í mesta lagi. Það hefur orðið algjör bylting.“ Áhyggjur voru af veipinu á tímabili en Ásgeir segir það ekki hafa náð fótfestu. Í staðinn hafi komið nikótínpúðar. „En ég hef enga trú á því að það festist. Það er meira verið að nota þá - og á að nota þá - til að hætta að reykja.“ Enn er þó verk að vinna. Nú leggur Krabbameinsfélagið mikla áherslu á að hjálpa krabbameinssjúklingum að hætta að reykja. „Það er mjög erfitt fyrir krabbameinssjúklinga að hætta að reykja því það fylgir því svo mikið stress að vera með krabbamein. Þannig að við höfum verið að þróa sérhæfar aðferðir til að styðja fólk í svona erfiðri aðstöðu og það er allt öðruvísi prógram en við vorum með áður, meira styðjandi og við höfum oftar samband við fólkið.“ Áfengi og tóbak Börn og uppeldi Heilbrigðismál Fíkn Nikótínpúðar Mest lesið Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Fleiri fréttir Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Sjá meira
Ásgeir Rúnar Helgason, dósent í sálfræði og lýðheilsuvísindum, hóf störf hjá Krabbameinsfélaginu 1984 með fræðslu fyrir grunnskólanema og þá reyktu langflestir í kringum hann, þar á meðal hann sjálfur. „Þannig að ég hætti að reykja daginn sem ég byrjaði hjá Krabbameinsfélaginu,“ segir hann og að nú séu breyttir tímar. Á töflu frá 1978 má sjá að reykingar eru mælanlegar allt niður í tíu ára aldur. Einnig að nærri helmingur sextán ára barna reyki og þar af þriðja hvert daglega. Fyrir ríflega fjörutíu árum reykti þriðji hver sextán ára unglingur daglega. Í dag reykja í mesta lagi 2-3% unglinga á sama aldri. Ásgeir segir öfluga fræðslu síðustu áratugi hafa skilað sér í góðum árangri. „Þetta hefur gengið það vel að í dag reykja kannski 2-3% krakka sem eru að klára tíunda bekk, í mesta lagi. Það hefur orðið algjör bylting.“ Áhyggjur voru af veipinu á tímabili en Ásgeir segir það ekki hafa náð fótfestu. Í staðinn hafi komið nikótínpúðar. „En ég hef enga trú á því að það festist. Það er meira verið að nota þá - og á að nota þá - til að hætta að reykja.“ Enn er þó verk að vinna. Nú leggur Krabbameinsfélagið mikla áherslu á að hjálpa krabbameinssjúklingum að hætta að reykja. „Það er mjög erfitt fyrir krabbameinssjúklinga að hætta að reykja því það fylgir því svo mikið stress að vera með krabbamein. Þannig að við höfum verið að þróa sérhæfar aðferðir til að styðja fólk í svona erfiðri aðstöðu og það er allt öðruvísi prógram en við vorum með áður, meira styðjandi og við höfum oftar samband við fólkið.“
Áfengi og tóbak Börn og uppeldi Heilbrigðismál Fíkn Nikótínpúðar Mest lesið Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Fleiri fréttir Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Sjá meira