Næsta kjörtímabil ákveðið? Oddný G. Harðardóttir skrifar 31. maí 2021 12:22 Síðar í dag, mánudaginn 31. maí 2021, munu stjórnarflokkarnir væntanlega samþykkja fjármálaáætlun, til að framkvæma stefnu þeirra til næstu fimm ára. Það er stórfrétt! Þá er stefna ríkisstjórnarinnar komin fyrir næsta kjörtímabil og enginn ætti þá að velkjast í vafa um hver hún verður ef sama ríkisstjórn verður við völd eftir kosningarnar í september. Þingflokkur Samfylkingarinnar telur áætlanir ríkisstjórnarinnar í grundvallaratriðum marka ranga leið upp úr efnahagslægðinni. Í áætluninni er ekkert brugðist við vaxandi ójöfnuði eða stutt við hópana sem samkvæmt nýlegri könnun BSRB og ASÍ líða efnalegan skort. Í áætluninni er ekki gert ráð fyrir að bætur almannatrygginga eða atvinnuleysistrygginga, vaxtabætur, húsnæðisbætur, barnabætur eða fæðingarorlofsgreiðslur, hækki til samræmis við laun. Það er lítill metnaður lagður í að bæta heilbrigðiskerfið eða mæta íbúum á þeirra landssvæða sem hafa orðið verst úti í heimsfaraldrinum. Með stefnu sinni er ríkisstjórnin að taka pólitíska ákvörðun um að auka ójöfnuð í landinu. Ríkisstjórnin leggur ofuráherslu á að miða við ákveðið skuldahlutfall með tilheyrandi niðurskurði á ríkisútgjöldum strax eftir eitt og hálft ár þegar atvinnuleysi er spáð 6-7% og efnahagsþrengingar ekki yfirstaðnar. Ekkert ríki sem við viljum bera okkur saman við fer gömlu niðurskurðarleiðina líkt og íslenska ríkisstjórnin ætlar að fara fái hún til þess brautargengi. Breytinga er þörf Þingflokkur Samfylkingarinnar leggur til breytingar á fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2022-2026. Tillögurnar miða allar að því að fjölga störfum, auka græna verðmætasköpun, bæta heilsu og öryggi fólksins í landinu og bæta kjör barnafólks og þeirra hópa sem verst eru settir í samfélaginu með réttlátari tekjuöflun og jöfnuð að leiðarljósi Breytingatillögurnar eru þessar helstar: Fjölskyldustuðningur. Barnabætur skerðist ekki fyrr en við 600.000 kr. mánaðarlaun. Nú hefjast skerðingar við 351.000 kr. á mánuði og fólk með meðallaun fær engar barnabætur. Óskertar barnabætur yrðu þá um 31.000 kr. á mánuði með einu barni undir 7 ára hjá sambúðarfólki en 44.000 kr. til einstæðra foreldra. Ef börnin eru tvö og annað undir 7 ára yrði greiðslan 55.000 kr. á mánuði hjá sambúðarfólki en 78.000 kr. hjá einstæðum foreldrum. Sanngjarnari lífeyrir. Elli- og örorkulífeyrir hækki til samræmis við hækkun lægstu launa og að frítekjumark vegna greiðslna frá lífeyrissjóðum hækki í skrefum upp í 100.000 kr á mánuði úr 25.000 kr. Frítekjumark vegna atvinnutekna bæði öryrkja og ellilífeyrisþega verði hækkað að lágmarkstekjutryggingu hverju sinni. Átak í loftslagsmálum. 5 milljarða aukningu á ári til loftslagsmála til að flýta orkuskiptum, fjármagna grænan fjárfestingarsjóð, auka stuðning við landsbyggðarstrætó, styrkja hringrásarhagkerfið, græna matvælaframleiðslu, gera breytingar á styrkjaumhverfi landbúnaðarins til að styðja betur við grænmetisframleiðslu og stuðning við að gera íslenska stjórnsýslu græna. Biðlistana burt. Átak til að vinna á biðlistum sem hafa vaxið umtalsvert vegna COVID. Annars vegar vegna skurðaðgerða og hins vegar vegna biðlista eftir geðheilbrigðisþjónustu. Alls bíða 3.625 einstaklingar eftir skurðaðgerð og 1.095 einstaklingar bíða eftir geðheilbrigðisþjónustu hjá LSH og 131 barn bíður eftir þjónustu á BUGL. Samfylkingin leggur fram ýmsar aðrar breytingartillögur og nefndarálit við fjármálaáætlun. Þær snúa að byggingu 3000 íbúða í almenna íbúðarkerfinu, hækkun húsnæðisbóta, framlög til heilbrigðisstofnana á vaxtarsvæðum hækkuð ásamt því að brugðist verði við undirmönnun og álagi hjá lögreglunni. Einnig hækkun framlaga til nýsköpunar og þróunar og skatteftirlits og samkeppniseftirlits. Fjármögnun. Tvöfalt hlutverk skattkerfisins verði eflt til að afla tekna í ríkissjóð og jafna stöðu fólks í samfélaginu. Stærri og réttlátur hluti arðsins af auðlindum þjóðarinnar renni í ríkissjóð. Við leggjum til að fjármagnstekjuskattur verði hækkaður til samræmis við það sem gerist í hinum norrænu ríkjunum og hann verði þrepaskiptur. Við leggjum einnig til stóreignaskatt og græna skatta. Betri skattinnheimta fæst með skilvirkara eftirliti og skattrannsóknum. Störf og hagvöxtur Sjávarútvegur og ferðaþjónusta gefa útflutningstekjur sem byggja á takmörkuðum auðlindum, náttúru Íslands og gjöfulum fiskimiðum. Við hlið þeirra greina þarf að byggja undir atvinnugreinar sem skapa verðmæti með hugviti fólks. Því ættu stjórnvöld að kalla að borðinu verkalýðsfélög og samtök atvinnurekenda til að vinna saman að nauðsynlegum breytingum á íslensku atvinnulífi. Stefnumótunin sem stjórnvöld verða að ráðast í til að stuðla að fleiri góðum störfum og hagvexti lýtur að atvinnustefnu, menntastefnu og skattastefnu. Stjórnvöld verða að sýna fyrirhyggju, verja hag almennings og læra af mistökum fortíðar. Hér er slóð á breytingartillögurnar Samfylkingarinnar í heild sinni. Nefndarálit mitt fyrir fjárlaganefnd er hér. Höfundur er þingflokksformaður og fulltrúi Samfylkingarinnar í fjárlaganefnd Alþingis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Oddný G. Harðardóttir Samfylkingin Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Síðar í dag, mánudaginn 31. maí 2021, munu stjórnarflokkarnir væntanlega samþykkja fjármálaáætlun, til að framkvæma stefnu þeirra til næstu fimm ára. Það er stórfrétt! Þá er stefna ríkisstjórnarinnar komin fyrir næsta kjörtímabil og enginn ætti þá að velkjast í vafa um hver hún verður ef sama ríkisstjórn verður við völd eftir kosningarnar í september. Þingflokkur Samfylkingarinnar telur áætlanir ríkisstjórnarinnar í grundvallaratriðum marka ranga leið upp úr efnahagslægðinni. Í áætluninni er ekkert brugðist við vaxandi ójöfnuði eða stutt við hópana sem samkvæmt nýlegri könnun BSRB og ASÍ líða efnalegan skort. Í áætluninni er ekki gert ráð fyrir að bætur almannatrygginga eða atvinnuleysistrygginga, vaxtabætur, húsnæðisbætur, barnabætur eða fæðingarorlofsgreiðslur, hækki til samræmis við laun. Það er lítill metnaður lagður í að bæta heilbrigðiskerfið eða mæta íbúum á þeirra landssvæða sem hafa orðið verst úti í heimsfaraldrinum. Með stefnu sinni er ríkisstjórnin að taka pólitíska ákvörðun um að auka ójöfnuð í landinu. Ríkisstjórnin leggur ofuráherslu á að miða við ákveðið skuldahlutfall með tilheyrandi niðurskurði á ríkisútgjöldum strax eftir eitt og hálft ár þegar atvinnuleysi er spáð 6-7% og efnahagsþrengingar ekki yfirstaðnar. Ekkert ríki sem við viljum bera okkur saman við fer gömlu niðurskurðarleiðina líkt og íslenska ríkisstjórnin ætlar að fara fái hún til þess brautargengi. Breytinga er þörf Þingflokkur Samfylkingarinnar leggur til breytingar á fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2022-2026. Tillögurnar miða allar að því að fjölga störfum, auka græna verðmætasköpun, bæta heilsu og öryggi fólksins í landinu og bæta kjör barnafólks og þeirra hópa sem verst eru settir í samfélaginu með réttlátari tekjuöflun og jöfnuð að leiðarljósi Breytingatillögurnar eru þessar helstar: Fjölskyldustuðningur. Barnabætur skerðist ekki fyrr en við 600.000 kr. mánaðarlaun. Nú hefjast skerðingar við 351.000 kr. á mánuði og fólk með meðallaun fær engar barnabætur. Óskertar barnabætur yrðu þá um 31.000 kr. á mánuði með einu barni undir 7 ára hjá sambúðarfólki en 44.000 kr. til einstæðra foreldra. Ef börnin eru tvö og annað undir 7 ára yrði greiðslan 55.000 kr. á mánuði hjá sambúðarfólki en 78.000 kr. hjá einstæðum foreldrum. Sanngjarnari lífeyrir. Elli- og örorkulífeyrir hækki til samræmis við hækkun lægstu launa og að frítekjumark vegna greiðslna frá lífeyrissjóðum hækki í skrefum upp í 100.000 kr á mánuði úr 25.000 kr. Frítekjumark vegna atvinnutekna bæði öryrkja og ellilífeyrisþega verði hækkað að lágmarkstekjutryggingu hverju sinni. Átak í loftslagsmálum. 5 milljarða aukningu á ári til loftslagsmála til að flýta orkuskiptum, fjármagna grænan fjárfestingarsjóð, auka stuðning við landsbyggðarstrætó, styrkja hringrásarhagkerfið, græna matvælaframleiðslu, gera breytingar á styrkjaumhverfi landbúnaðarins til að styðja betur við grænmetisframleiðslu og stuðning við að gera íslenska stjórnsýslu græna. Biðlistana burt. Átak til að vinna á biðlistum sem hafa vaxið umtalsvert vegna COVID. Annars vegar vegna skurðaðgerða og hins vegar vegna biðlista eftir geðheilbrigðisþjónustu. Alls bíða 3.625 einstaklingar eftir skurðaðgerð og 1.095 einstaklingar bíða eftir geðheilbrigðisþjónustu hjá LSH og 131 barn bíður eftir þjónustu á BUGL. Samfylkingin leggur fram ýmsar aðrar breytingartillögur og nefndarálit við fjármálaáætlun. Þær snúa að byggingu 3000 íbúða í almenna íbúðarkerfinu, hækkun húsnæðisbóta, framlög til heilbrigðisstofnana á vaxtarsvæðum hækkuð ásamt því að brugðist verði við undirmönnun og álagi hjá lögreglunni. Einnig hækkun framlaga til nýsköpunar og þróunar og skatteftirlits og samkeppniseftirlits. Fjármögnun. Tvöfalt hlutverk skattkerfisins verði eflt til að afla tekna í ríkissjóð og jafna stöðu fólks í samfélaginu. Stærri og réttlátur hluti arðsins af auðlindum þjóðarinnar renni í ríkissjóð. Við leggjum til að fjármagnstekjuskattur verði hækkaður til samræmis við það sem gerist í hinum norrænu ríkjunum og hann verði þrepaskiptur. Við leggjum einnig til stóreignaskatt og græna skatta. Betri skattinnheimta fæst með skilvirkara eftirliti og skattrannsóknum. Störf og hagvöxtur Sjávarútvegur og ferðaþjónusta gefa útflutningstekjur sem byggja á takmörkuðum auðlindum, náttúru Íslands og gjöfulum fiskimiðum. Við hlið þeirra greina þarf að byggja undir atvinnugreinar sem skapa verðmæti með hugviti fólks. Því ættu stjórnvöld að kalla að borðinu verkalýðsfélög og samtök atvinnurekenda til að vinna saman að nauðsynlegum breytingum á íslensku atvinnulífi. Stefnumótunin sem stjórnvöld verða að ráðast í til að stuðla að fleiri góðum störfum og hagvexti lýtur að atvinnustefnu, menntastefnu og skattastefnu. Stjórnvöld verða að sýna fyrirhyggju, verja hag almennings og læra af mistökum fortíðar. Hér er slóð á breytingartillögurnar Samfylkingarinnar í heild sinni. Nefndarálit mitt fyrir fjárlaganefnd er hér. Höfundur er þingflokksformaður og fulltrúi Samfylkingarinnar í fjárlaganefnd Alþingis.
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun