Það er meiriháttar mál að lenda upp á kant við þá Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar 31. maí 2021 07:00 Óhætt er að segja að nýleg ummæli Seðlabankastjóra hafi vakið sterk viðbrögð í samfélaginu. Ekki vegna þess að þar væru sett fram sérstök ný sannindi heldur frekar vegna þess þunga sem því fylgir að Seðlabankastjóri staðfesti skilning og upplifun almennings. Seðlabankastjóri lýsti því í viðtali að hann teldi að Íslandi væri að miklu leyti stjórnað af hagsmunahópum og bætti við að: „það er meiri háttar mál að lenda uppi á kant við þá“. Og í þeirri umræðu sem nú á sér stað um aðgerðir Samherja og ítök stórútgerðarinnar koma þessi orð óneitanlega upp í huga, svo sem í umfjöllun um að hagsmunahópur sjái fyrir sér að reyna að hafa áhrif á formannskjör í Blaðamannafélaginu. Staða fjölmiðla er spegill á stöðu lýðræðis í hverju samfélagi og hugmyndir stórfyrirtækis um að hafa áhrif á formannskjör í Blaðamannafélaginu er þess vegna aðför að sjálfstæði fjölmiðla. Sú nálgun á ekkert skylt við tjáningarfrelsi heldur sýnir þess í stað hvernig hagsmunahópur vildi beita völdum sínum til að reyna að hafa óeðlileg áhrif í samfélaginu bakvið tjöldin. Að svipta þessar aðgerðir samhengi er hættulegt. Að gera lítið úr því sem þarna bjó að baki er varasamt. Samherji hefur nú réttilega beðist afsökunar, sem þörf var á. Harkan undirstrikar hins vegar skýrt hversu miklir hagsmunir eru í húfi. Þeir hagsmunir varða auðvitað nýtinguna á sjávarauðlindinni. Allir skilja að um það snýst málið. Meðal annars þess vegna er svo mikilvægt að setja grundvallarreglur um auðlindir í stjórnarskrá og um nýtingu á þeim. Með því er hægt að verja sameiginlega hagsmuni þjóðarinnar til frambúðar. Nú liggur fyrir frumvarp Katrínar Jakobsdóttur um auðlindaákvæði í stjórnarskrá. Tillaga forsætisráðherra fer hins vegar gegn því markmiði að verja auðlindina með þeim hætti sem þjóðin hefur kallað eftir. Í frumvarpi forsætisráðherra er talað um þjóðareign en án þess að gefa því orði raunverulegt inntak. Til að gefa orðinu þjóðareign raunverulega þýðingu þarf að tryggja í ákvæðinu að nýting á sameiginlegri auðlind sé gerð með tímabundnum samningum og að fram komi að greiða skuli eðlilegt gjald fyrir þessa nýtingu. Með því verjum við sjávarauðlindina þannig að ekki skiptir máli hverjir eru við völd í landinu, því löggjafinn verður bundinn af þessari meginreglu. Almannahagsmunir væru varðir á þann hátt að ekki myndi skipta máli hvaða stjórnmálaflokkar væru við völd, löggjafinn hefði ekki heimild til að fara gegn skýru stjórnarskrárákvæði um að réttur til að nýta sameiginlega auðlind væri alltaf tímabundinn. Þetta er þess vegna það atriði sem öllu máli skiptir í hinu pólitíska samhengi. Samþykki Alþingi tillögu forsætisráðherra mun það leiða til þess að áfram verður staðan óbreytt ástand fyrir almenning og um leið óbreytt ástand fyrir stórútgerðina. Í þessu samhengi verður að skoða það auðlindaákvæði sem Katrín Jakobsdóttir leggur til. Hin aðkallandi pólitíska spurning er þess vegna hvers vegna tækifærið til að verja almannahagsmunina er ekki betur nýtt í tillögu forsætisráðherra. Önnur grundvallarspurning er um leið: Í þágu hverra er þetta auðlindaákvæði? Höfundur er alþingismaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Of sein til að ættleiða Silja Dögg Gunnarsdóttir Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Sjá meira
Óhætt er að segja að nýleg ummæli Seðlabankastjóra hafi vakið sterk viðbrögð í samfélaginu. Ekki vegna þess að þar væru sett fram sérstök ný sannindi heldur frekar vegna þess þunga sem því fylgir að Seðlabankastjóri staðfesti skilning og upplifun almennings. Seðlabankastjóri lýsti því í viðtali að hann teldi að Íslandi væri að miklu leyti stjórnað af hagsmunahópum og bætti við að: „það er meiri háttar mál að lenda uppi á kant við þá“. Og í þeirri umræðu sem nú á sér stað um aðgerðir Samherja og ítök stórútgerðarinnar koma þessi orð óneitanlega upp í huga, svo sem í umfjöllun um að hagsmunahópur sjái fyrir sér að reyna að hafa áhrif á formannskjör í Blaðamannafélaginu. Staða fjölmiðla er spegill á stöðu lýðræðis í hverju samfélagi og hugmyndir stórfyrirtækis um að hafa áhrif á formannskjör í Blaðamannafélaginu er þess vegna aðför að sjálfstæði fjölmiðla. Sú nálgun á ekkert skylt við tjáningarfrelsi heldur sýnir þess í stað hvernig hagsmunahópur vildi beita völdum sínum til að reyna að hafa óeðlileg áhrif í samfélaginu bakvið tjöldin. Að svipta þessar aðgerðir samhengi er hættulegt. Að gera lítið úr því sem þarna bjó að baki er varasamt. Samherji hefur nú réttilega beðist afsökunar, sem þörf var á. Harkan undirstrikar hins vegar skýrt hversu miklir hagsmunir eru í húfi. Þeir hagsmunir varða auðvitað nýtinguna á sjávarauðlindinni. Allir skilja að um það snýst málið. Meðal annars þess vegna er svo mikilvægt að setja grundvallarreglur um auðlindir í stjórnarskrá og um nýtingu á þeim. Með því er hægt að verja sameiginlega hagsmuni þjóðarinnar til frambúðar. Nú liggur fyrir frumvarp Katrínar Jakobsdóttur um auðlindaákvæði í stjórnarskrá. Tillaga forsætisráðherra fer hins vegar gegn því markmiði að verja auðlindina með þeim hætti sem þjóðin hefur kallað eftir. Í frumvarpi forsætisráðherra er talað um þjóðareign en án þess að gefa því orði raunverulegt inntak. Til að gefa orðinu þjóðareign raunverulega þýðingu þarf að tryggja í ákvæðinu að nýting á sameiginlegri auðlind sé gerð með tímabundnum samningum og að fram komi að greiða skuli eðlilegt gjald fyrir þessa nýtingu. Með því verjum við sjávarauðlindina þannig að ekki skiptir máli hverjir eru við völd í landinu, því löggjafinn verður bundinn af þessari meginreglu. Almannahagsmunir væru varðir á þann hátt að ekki myndi skipta máli hvaða stjórnmálaflokkar væru við völd, löggjafinn hefði ekki heimild til að fara gegn skýru stjórnarskrárákvæði um að réttur til að nýta sameiginlega auðlind væri alltaf tímabundinn. Þetta er þess vegna það atriði sem öllu máli skiptir í hinu pólitíska samhengi. Samþykki Alþingi tillögu forsætisráðherra mun það leiða til þess að áfram verður staðan óbreytt ástand fyrir almenning og um leið óbreytt ástand fyrir stórútgerðina. Í þessu samhengi verður að skoða það auðlindaákvæði sem Katrín Jakobsdóttir leggur til. Hin aðkallandi pólitíska spurning er þess vegna hvers vegna tækifærið til að verja almannahagsmunina er ekki betur nýtt í tillögu forsætisráðherra. Önnur grundvallarspurning er um leið: Í þágu hverra er þetta auðlindaákvæði? Höfundur er alþingismaður Viðreisnar.
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun