Ekki hægt að setja verðmiða á umfjöllun 60 mínútna Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 28. maí 2021 20:31 Sigríður Dögg Guðmundsdóttir segir að þjóðir heims keppist nú um athygli ferðamanna. Unnið sé að því að gera Ísland að fyrsta áfangastað fólks. Vísir/Einar Árnason Umfjöllun erlendra fjölmiðla um eldgosið í Geldingadölum hefur reynst Íslendingum ómetanleg, að mati Íslandsstofu. Bjart sé yfir ferðaþjónustunni á næstu misserum en mikilvægt að halda rétt á spilunum. Eldgosið í Geldingadölum hefur vakið heimsathygli. Erlendir fjölmiðlar flykkjast til landsins, ekki síst nú þegar bólusetningum vindur fram. Þannig hefur til dæmis fréttaskýringaþátturinn 60 minutes, eða 60 mínútur, gert sér ferð til landsins. „Þessi umfjöllun hefur gríðarlega mikla þýðingu fyrir Ísland. Og við erum alltaf í keppni við aðra áfangastaði. Við erum ekki að fara að keppa við þau til dæmis til í fjármagni þegar kemur að auglýsingum og birtingum. Almannatengsl er það sem skiptir miklu máli fyrir okkur og að fá svona umfjallanir eins og í 60 minutes, elsta og virtasta fréttaskýringaþætti heims er bara ómetanlegt,” segir Sigríður Dögg Guðmundsdóttir, fagstjóri ferðaþjónustu hjá Íslandsstofu. Eldgosið í Geldingadölum er magnað sjónarspil og hefur því réttilega vakið heimsathygli.Vísir/Vilhelm Hún segir ekki hægt að setja verðmiða á umfjallanir af þessum toga. „Það eru leiðir til þess að reikna út fjölmiðlavirði en það eru kannski ekki hárnákvæm vísindi og erfitt að setja einhverja nákvæma tolu á hverju þetta er að skila en það er alveg víst að þetta skilar mjög miklu fyrir ímynd Íslands á erlendum vettvangi.” Fréttamaðurinn Bill Whitaker kom til landsins fyrr í þessum mánuði og fékk til liðs við sig helstu vísindamenn landsins. Ríflega sjö milljónir manna horfa á hvern þátt, en þátturinn fer í loftið á sunnudag. Sigríður segir að Íslandsstofa haldi utan um allar þær þúsundir frétta sem hafi verið skrifaðar um Ísland á undanförnum vikum. Hún segir bjart yfir ferðaþjónustunni, Bandaríkjamarkaður sé farinn að springa út, en það er stærsti ferðamannahópurinn hér á landi. „Sá þáttur sem hefur valdið því að fólk vill ekki ferðast er mest óttinn við Covid. En við búum að því að Ísland hefur skapað sér mjög jákvæða ímynd út frá því hversu vel hefur gengið að takast á við heimsfaraldurinn, sem eru ótvíræðir sameiginlegir hagsmunir okkar allra.” Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Viðskipti innlent Eldrauður dagur í Kauphöllinni Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Sjá meira
Eldgosið í Geldingadölum hefur vakið heimsathygli. Erlendir fjölmiðlar flykkjast til landsins, ekki síst nú þegar bólusetningum vindur fram. Þannig hefur til dæmis fréttaskýringaþátturinn 60 minutes, eða 60 mínútur, gert sér ferð til landsins. „Þessi umfjöllun hefur gríðarlega mikla þýðingu fyrir Ísland. Og við erum alltaf í keppni við aðra áfangastaði. Við erum ekki að fara að keppa við þau til dæmis til í fjármagni þegar kemur að auglýsingum og birtingum. Almannatengsl er það sem skiptir miklu máli fyrir okkur og að fá svona umfjallanir eins og í 60 minutes, elsta og virtasta fréttaskýringaþætti heims er bara ómetanlegt,” segir Sigríður Dögg Guðmundsdóttir, fagstjóri ferðaþjónustu hjá Íslandsstofu. Eldgosið í Geldingadölum er magnað sjónarspil og hefur því réttilega vakið heimsathygli.Vísir/Vilhelm Hún segir ekki hægt að setja verðmiða á umfjallanir af þessum toga. „Það eru leiðir til þess að reikna út fjölmiðlavirði en það eru kannski ekki hárnákvæm vísindi og erfitt að setja einhverja nákvæma tolu á hverju þetta er að skila en það er alveg víst að þetta skilar mjög miklu fyrir ímynd Íslands á erlendum vettvangi.” Fréttamaðurinn Bill Whitaker kom til landsins fyrr í þessum mánuði og fékk til liðs við sig helstu vísindamenn landsins. Ríflega sjö milljónir manna horfa á hvern þátt, en þátturinn fer í loftið á sunnudag. Sigríður segir að Íslandsstofa haldi utan um allar þær þúsundir frétta sem hafi verið skrifaðar um Ísland á undanförnum vikum. Hún segir bjart yfir ferðaþjónustunni, Bandaríkjamarkaður sé farinn að springa út, en það er stærsti ferðamannahópurinn hér á landi. „Sá þáttur sem hefur valdið því að fólk vill ekki ferðast er mest óttinn við Covid. En við búum að því að Ísland hefur skapað sér mjög jákvæða ímynd út frá því hversu vel hefur gengið að takast á við heimsfaraldurinn, sem eru ótvíræðir sameiginlegir hagsmunir okkar allra.”
Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Viðskipti innlent Eldrauður dagur í Kauphöllinni Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Sjá meira