Eftirköst Covid-19 og vinnuveitendur Veiga Dís Hansdóttir skrifar 26. maí 2021 20:44 Þann 6. október greindist ég ásamt móður minni með Covid-19 en ekki var hægt að rekja smitin. Ég var í einangrun í rúmlega tvær vikur og helstu einkenni mín voru höfuðverkur, þreyta, vöðvaverkir, orkuleysi, svimi og mæði. Vel var haldið utan um mig á meðan einangrun stóð og fór ég rólega af stað til vinnu eftir það þar sem að einkenni mín hættu ekki og svefnleysi og fleira bættist við. Eftir að hafa klesst á nokkra ósýnilega veggi var ég sett í fullt veikindaleyfi í janúar frá starfi mínu sem leiðbeinandi í Varmárskóla í Mosfellsbæ þar sem ég kenni hönnun og smíði en ég er lærður húsasmiður. Núna 7 mánuðum seinna er ég enn óstarfhæf og vil taka fram að áður en ég smitaðist af Covid-19 æfði ég kraftlyftingar og aflraunir af kappi, hef unnið til margra verðlauna og stunda heilbrigt líferni, ég drekk ekki né reyki. Í samráði við minn lækni var ákveðið að koma mér aftur á lappir, hægt og rólega og óska eftir því að klára þennan skólavetur í 20% starfi, hefja störf í haust í 50% starfi með það markmiði að vera komin aftur í 100% starf eftir áramótin. Meðfram skertu starfshlutfalli þá er ég að vinna eftir endurhæfingaráætlun frá sérfræðingum, en fyrst og fremst þarf að koma mínum svefni í rétt horf, en svefnleysi er eitt afeinkennum Covid-19 og án svefns verður engin bati. Sveitarfélagið Mosfellsbær, með einkunnarorðin ,,virðing, jákvæðni, framsækni og umhyggja“ neitar mér að koma aftur til vinnu í 20% starf. Ég hef starfað fyrir Mosfellsbæ í tæp 2 ár og á þeim tíma aldrei orðið veik og lagt mig alla fram. Ég er 23 ára gömul og stödd í stormi með það eitt að markmiði að komast úr honum og vinnustaðurinn minn, sem er opinber stofnun, hefur engan áhuga á að koma til móts við mig. Þau vilja frekar greiða mér 100% laun í veikindaleyfi frekar en að nýta sér mína þekkingu og starfskrafta í skertu hlutfalli næstu mánuði og aðstoða mig þannig að komast aftur út á vinnumarkaðinn. Ég er að segja hér mína sögu því ég er ekki viss um að atvinnurekendur, hvort sem það er hjá hinu opinbera eða í einkaeigu, geri sér grein fyrir því hvað mörg okkar sem urðum svo óheppin að smitast af Covid-19 erum að ganga í gegnum. Í dag hafa 6560 staðfest smit átt sér stað og nýleg rannsókn Íslenskrar erfðagreiningar á langtímaáhrifum Covid-19 hjá þeim sem smituðust í fyrstu bylgjunni segir að yfir 57% þeirra sem smituðust þurftu að minnka við sig reglubundin störf og 16% hafa þurft að minnka mikið við sig. Sama rannsókn sýnir að 18% eru að takast á við skert lífsgæði a.m.k 6 mánuðum eftir smit. Í dag gerir það þá um 1181 einstaklinga. Þessir 1181 einstaklingar verða að fá stuðning og skilning frá sínum vinnuveitanda því enginn skilur þessi einkenni eða vanlíðan nema þeir sem hafa tekist á við langtímaáhrif Covid -19. Sjálf hef ég fengið pláss á Reykjalundi og er þakklát fyrir að heilbrigðisyfirvöld átti sig á þessari stöðu okkar og hafi vilja og áhuga á að koma okkur aftur útí lífið en það þarf meira til að svo geti orðið. Vinnuveitendur þurfa að slást með okkur í lið, annars er hætta á að missa okkur algerlega útaf, með tilheyrandi kostnaði samfélagsins, og það vill enginn. Höfundur er húsasmiður og leiðbeinandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Mest lesið Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitafélaga Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitafélaga Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Ekki stimpla mig! Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Karlar gegn kynbundnu ofbeldi Þorgerður J. Einarsdóttir,Ingólfur Á. Jóhannesson skrifar Skoðun 3.860 börn í Reykjavík nýttu ekki frístundastyrkinn Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aldrei gefast upp Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Að búa til eitthvað úr engu Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Sakborningurinn og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Vinnum hratt og vinnum saman Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Stafrænt kynferðisofbeldi – jafn alvarlegt og í raunheimum en viðbrögðin minni Drífa Snædal skrifar Skoðun Hröð húsnæðisuppbygging er forgangsatriði nýs meirihluta í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Fregnir af dauða gervigreindarinnar eru stórlega ýktar Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hyggst skipta sér af þjóðaratkvæðinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í hættu - aðgerða er þörf Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun „Ertu heimsk, svínka?“ Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Ég trúi á orkuskiptin! Hverju trúir þú? Tinna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar Skoðun Vissir þú þetta? Rakel Linda Kristjánsdóttir,Sigurlaug Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar Sjá meira
Þann 6. október greindist ég ásamt móður minni með Covid-19 en ekki var hægt að rekja smitin. Ég var í einangrun í rúmlega tvær vikur og helstu einkenni mín voru höfuðverkur, þreyta, vöðvaverkir, orkuleysi, svimi og mæði. Vel var haldið utan um mig á meðan einangrun stóð og fór ég rólega af stað til vinnu eftir það þar sem að einkenni mín hættu ekki og svefnleysi og fleira bættist við. Eftir að hafa klesst á nokkra ósýnilega veggi var ég sett í fullt veikindaleyfi í janúar frá starfi mínu sem leiðbeinandi í Varmárskóla í Mosfellsbæ þar sem ég kenni hönnun og smíði en ég er lærður húsasmiður. Núna 7 mánuðum seinna er ég enn óstarfhæf og vil taka fram að áður en ég smitaðist af Covid-19 æfði ég kraftlyftingar og aflraunir af kappi, hef unnið til margra verðlauna og stunda heilbrigt líferni, ég drekk ekki né reyki. Í samráði við minn lækni var ákveðið að koma mér aftur á lappir, hægt og rólega og óska eftir því að klára þennan skólavetur í 20% starfi, hefja störf í haust í 50% starfi með það markmiði að vera komin aftur í 100% starf eftir áramótin. Meðfram skertu starfshlutfalli þá er ég að vinna eftir endurhæfingaráætlun frá sérfræðingum, en fyrst og fremst þarf að koma mínum svefni í rétt horf, en svefnleysi er eitt afeinkennum Covid-19 og án svefns verður engin bati. Sveitarfélagið Mosfellsbær, með einkunnarorðin ,,virðing, jákvæðni, framsækni og umhyggja“ neitar mér að koma aftur til vinnu í 20% starf. Ég hef starfað fyrir Mosfellsbæ í tæp 2 ár og á þeim tíma aldrei orðið veik og lagt mig alla fram. Ég er 23 ára gömul og stödd í stormi með það eitt að markmiði að komast úr honum og vinnustaðurinn minn, sem er opinber stofnun, hefur engan áhuga á að koma til móts við mig. Þau vilja frekar greiða mér 100% laun í veikindaleyfi frekar en að nýta sér mína þekkingu og starfskrafta í skertu hlutfalli næstu mánuði og aðstoða mig þannig að komast aftur út á vinnumarkaðinn. Ég er að segja hér mína sögu því ég er ekki viss um að atvinnurekendur, hvort sem það er hjá hinu opinbera eða í einkaeigu, geri sér grein fyrir því hvað mörg okkar sem urðum svo óheppin að smitast af Covid-19 erum að ganga í gegnum. Í dag hafa 6560 staðfest smit átt sér stað og nýleg rannsókn Íslenskrar erfðagreiningar á langtímaáhrifum Covid-19 hjá þeim sem smituðust í fyrstu bylgjunni segir að yfir 57% þeirra sem smituðust þurftu að minnka við sig reglubundin störf og 16% hafa þurft að minnka mikið við sig. Sama rannsókn sýnir að 18% eru að takast á við skert lífsgæði a.m.k 6 mánuðum eftir smit. Í dag gerir það þá um 1181 einstaklinga. Þessir 1181 einstaklingar verða að fá stuðning og skilning frá sínum vinnuveitanda því enginn skilur þessi einkenni eða vanlíðan nema þeir sem hafa tekist á við langtímaáhrif Covid -19. Sjálf hef ég fengið pláss á Reykjalundi og er þakklát fyrir að heilbrigðisyfirvöld átti sig á þessari stöðu okkar og hafi vilja og áhuga á að koma okkur aftur útí lífið en það þarf meira til að svo geti orðið. Vinnuveitendur þurfa að slást með okkur í lið, annars er hætta á að missa okkur algerlega útaf, með tilheyrandi kostnaði samfélagsins, og það vill enginn. Höfundur er húsasmiður og leiðbeinandi.
Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar
Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Stafrænt kynferðisofbeldi – jafn alvarlegt og í raunheimum en viðbrögðin minni Drífa Snædal skrifar
Skoðun Hröð húsnæðisuppbygging er forgangsatriði nýs meirihluta í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar
Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar