Karlarnir sjá bara um þetta Berglind Ósk Guðmundsdóttir skrifar 26. maí 2021 07:30 Ég vil búa í opnu og frjálslyndu samfélagi sem leggur áherslu á frelsi og jafnrétti. Ein af hinum eilífðar áskorunum unga fólksins er hvernig skal fara með eigið fé. Þetta er ekki vandamál né umræða sem er ný af nálinni. En hvers vegna nær hún aldrei lengra? Þróun menntakerfisins verður að vera í takt við samfélagið og áskoranir þess. Fjármálin flækjast fyrir mörgum. Það er ekki öllum einfalt að reka eigið fyrirtæki á Íslandi, þrátt fyrir að vera harðduglegt fólk með mikinn metnað. Kerfið á það nefnilega til að flækjast líka fyrir. En einstaklingum er líka ekki kennt að fara með eigið fé. Við þurfum að byrja á því að kenna grunnatriði í fjármálum á miðstigi í grunnskólum og aðstoða svo einstaklinga í því að byggja ofan á þá þekkingu. Fjármálalæsi eykur jöfn tækifæri Ef allir einstaklingar fá tækifæri til að sitja við sama borð og fá sömu menntun og þjálfun hlýtur það að vera undir þeim komið hvernig útkoman verður. Uppbygging og tryggð aðgengi að menntakerfinu er besta leiðin til að tryggja öllum jöfn tækifæri án þess að loforð um jafna útkomu fylgir. Með öðrum orðum þá eigum við að hlúa vel að unga fólkinu okkar til að það eigi meiri möguleika á betri framtíð. Við getum notað kennslustundirnar í skólakerfinu á svo markvissari máta og náð betur til einstaklinga. Einstaklingar eru jafn fjölbreyttir og þeir eru margir, en skólakerfið er ennþá mjög svo kassalaga. Fjármálalæsi eykur jafnrétti kynjanna Samkvæmt hinum ýmsu greiningum og rannsóknum þá fara konur ekki ennþá með jafn mikinn hluta fés og karlar. Konur eru í minnihluta í framkvæmdastjórastöðum og í verulegum minnihluta í kauphöllinni. Ef stelpur fá markvissa þjálfun í að fara með eigið fé eykst jafnrétti. Ef við stuðlum að viðhorfsbreytingu gagnvart kynjaðri umræðu um verðbréfamarkaðinn, sem virðist einskorðast við stráka, getum við aukið möguleika þeirra kvenna sem leggja fjármálageirann fyrir sig. Stelpur eru í meirihluta nemenda í háskóla, samt taka þær ennþá frekar lengra fæðingarorlof og sitja í minnihluta í stjórnum fyrirtækja. Einhversstaðar er þröskuldurinn og við þurfum að leita leiða til að jafna hann við jörðu. Kveikjum áhuga stúlkna á fjármálum snemma og kyndum undir stjórnunarhæfileika þeirra í skólakerfinu! Ungt fólk vill læra um peninga Þetta er borðleggjandi mál. Við heyrum unga fólkið okkar berjast hvað mest fyrir aukinni fræðslu og forvarnir innan skólakerfisins. Hlustum á unga fólkið og gefum þeim tækifæri til að hafa áhrif. Það á að taka því fagnandi þegar ný kynslóð gefur kost á sér í stjórnmálum til að hafa áhrif. Það er merki um að ungt fólk hafi trú á því að á það sé hlustað og að það geti komið í gegn breytingum á samfélaginu. Það er ekki útlit stjórnmálamanna sem skiptir máli en eina leiðin til að breyta stjórnmálunum og færa þau til nútímans er að nýtt fólk með nýjar hugmyndir og ný vinnubrögð gefi kost á sér. Ég vil auka frelsi og jafnrétti í samfélaginu með því að koma fjármálalæsi markvisst inn í skólakerfið og endurskoða aðalnámskrá grunnskólanna með áskoranir samfélagsins í huga! Höfundur er frambjóðandi í 2. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Berglind Ósk Guðmundsdóttir Skoðun: Kosningar 2021 Fjármál heimilisins Mest lesið Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 11.10.2025 Halldór Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Ég vil búa í opnu og frjálslyndu samfélagi sem leggur áherslu á frelsi og jafnrétti. Ein af hinum eilífðar áskorunum unga fólksins er hvernig skal fara með eigið fé. Þetta er ekki vandamál né umræða sem er ný af nálinni. En hvers vegna nær hún aldrei lengra? Þróun menntakerfisins verður að vera í takt við samfélagið og áskoranir þess. Fjármálin flækjast fyrir mörgum. Það er ekki öllum einfalt að reka eigið fyrirtæki á Íslandi, þrátt fyrir að vera harðduglegt fólk með mikinn metnað. Kerfið á það nefnilega til að flækjast líka fyrir. En einstaklingum er líka ekki kennt að fara með eigið fé. Við þurfum að byrja á því að kenna grunnatriði í fjármálum á miðstigi í grunnskólum og aðstoða svo einstaklinga í því að byggja ofan á þá þekkingu. Fjármálalæsi eykur jöfn tækifæri Ef allir einstaklingar fá tækifæri til að sitja við sama borð og fá sömu menntun og þjálfun hlýtur það að vera undir þeim komið hvernig útkoman verður. Uppbygging og tryggð aðgengi að menntakerfinu er besta leiðin til að tryggja öllum jöfn tækifæri án þess að loforð um jafna útkomu fylgir. Með öðrum orðum þá eigum við að hlúa vel að unga fólkinu okkar til að það eigi meiri möguleika á betri framtíð. Við getum notað kennslustundirnar í skólakerfinu á svo markvissari máta og náð betur til einstaklinga. Einstaklingar eru jafn fjölbreyttir og þeir eru margir, en skólakerfið er ennþá mjög svo kassalaga. Fjármálalæsi eykur jafnrétti kynjanna Samkvæmt hinum ýmsu greiningum og rannsóknum þá fara konur ekki ennþá með jafn mikinn hluta fés og karlar. Konur eru í minnihluta í framkvæmdastjórastöðum og í verulegum minnihluta í kauphöllinni. Ef stelpur fá markvissa þjálfun í að fara með eigið fé eykst jafnrétti. Ef við stuðlum að viðhorfsbreytingu gagnvart kynjaðri umræðu um verðbréfamarkaðinn, sem virðist einskorðast við stráka, getum við aukið möguleika þeirra kvenna sem leggja fjármálageirann fyrir sig. Stelpur eru í meirihluta nemenda í háskóla, samt taka þær ennþá frekar lengra fæðingarorlof og sitja í minnihluta í stjórnum fyrirtækja. Einhversstaðar er þröskuldurinn og við þurfum að leita leiða til að jafna hann við jörðu. Kveikjum áhuga stúlkna á fjármálum snemma og kyndum undir stjórnunarhæfileika þeirra í skólakerfinu! Ungt fólk vill læra um peninga Þetta er borðleggjandi mál. Við heyrum unga fólkið okkar berjast hvað mest fyrir aukinni fræðslu og forvarnir innan skólakerfisins. Hlustum á unga fólkið og gefum þeim tækifæri til að hafa áhrif. Það á að taka því fagnandi þegar ný kynslóð gefur kost á sér í stjórnmálum til að hafa áhrif. Það er merki um að ungt fólk hafi trú á því að á það sé hlustað og að það geti komið í gegn breytingum á samfélaginu. Það er ekki útlit stjórnmálamanna sem skiptir máli en eina leiðin til að breyta stjórnmálunum og færa þau til nútímans er að nýtt fólk með nýjar hugmyndir og ný vinnubrögð gefi kost á sér. Ég vil auka frelsi og jafnrétti í samfélaginu með því að koma fjármálalæsi markvisst inn í skólakerfið og endurskoða aðalnámskrá grunnskólanna með áskoranir samfélagsins í huga! Höfundur er frambjóðandi í 2. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi.
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun