Stjórn ÍFF stígur fram að kröfu Play Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 25. maí 2021 12:50 Stjórn stéttarfélagsins hefur harmað það að nöfn stjórnarmanna verði að koma fram. vísir/vilhelm „Ég skal vera fyrstur til að viðurkenna það að þetta er afar óheppilegt,“ sagði Birgir Jónsson, forstjóri Play í samtali við Vísi í dag um það að Íslenska flugstéttafélagið (ÍFF) hafi ekki viljað gefa upp hverjir skrifuðu undir kjarasamninga við Play fyrir félagið. Í tilkynningu frá ÍFF segir að ekki hafi allir sem skrifuðu undir samninginn verið í vinnu hjá Play. Vantaði síðu með undirskriftum ÍFF sendi þannig inn kjarasamning á ríkissáttasemjara í síðustu viku en í afriti þeirra vantaði síðustu síðuna, þar sem undirskriftir samningsaðilanna eru. Í kjölfarið óskaði ríkissáttasemjari eftir undirrituðum samningum, sem ÍFF sendi loks í dag. „Þeir vildu fá þarna tíma með lögfræðingum sínum til að fara yfir þetta. Þeir voru að hugsa um einhver persónuverndarsjónarmið og voru að velta fyrir sér hvort það væri réttlætanlegt að draga nöfn manna inn í þessa umræðu, sem hefur farið úr böndunum síðustu daga,“ segir Birgir. Þegar Vísir náði tali af honum hafði ÍFF enn ekki skilað inn undirrituðum samningum til ríkissáttasemjara og sagðist Birgir hafa ítrekað við félagið að það yrði að senda þá inn í dag. „Ég sagði þeim að annars myndi ég þurfa að gera það. Því þetta lítur bara illa út og kemur illa út fyrir okkur – eins og við hjá Play höfum eitthvað að fela, sem við höfum alls ekki.“ Stjórn stéttarfélags vill ekki vera „dregin inn í umræðuna" Vignir Örn Garðarsson flugmaður er formaður ÍFF. Hann vildi ekkert gefa upp um það hverjir sætu í stjórn félagsins eða hefðu komið að samningaborðinu við gerð kjarasamninganna við Play, þegar Vísir innti hann eftir svörum í dag. „Við erum ekki að ræða okkar mál opinberlega,“ sagði hann einfaldlega. Stjórn ÍFF sendi svo frá sér yfirlýsingu rétt í þessu þar sem meðlimir hennar harma „um að nöfn okkar skulu vera dregin inn í umræðuna um lögmæti kjarasamninga félagsins við flugfélagið PLAY." Samningarnir hafi verið gerðir í góðri trú af löglega kosinni stjórn. Undir hana kvitta stjórnarmennirnir; Vignir Örn Guðnason formaður, Friðrik Már Ottesen varaformaður og Margeir Stefánsson meðstjórnandi. Þá er tekið fram að ekki hafi allir þeir sem skrifuðu undir samningana verið í vinnu hjá Play. Alþýðusambandið hefur sagt að ÍFF beri öll merki þess að vera svokallað „gult stéttarfélag“ sem gangi erinda atvinnurekenda gegn hagsmunum og lágmarkskjörum launafólks. Þessu hafnar ÍFF og Birgir neitar einnig fyrir þetta. Tilkynning ÍFF í heild sinni: Við, stjórn Íslenska flugstéttafélagins, hörmum að nöfn okkar skulu vera dregin inn í umræðuna um lögmæti kjarasamninga félagsins við flugfélagið PLAY. Samningarnir voru gerðir í góðri trú af löglega kosinni stjórn og fulltrúum þeirra, á þeim tíma er fá störf voru við okkar fög á Íslandi. Ríkissáttasemjara hefur verið afhent skjöl þar sem nöfn þeirra sem skrifuðu undir samningana koma fram. Ekki eru allir þeir sem skrifuðu undir samningana í vinnu hjá PLAY. Virðingarfyllst, Stjórn Íslenska flugstéttafélagsins Vignir Örn Guðnason, formaður Friðrik Már Ottesen, varaformaður Margeir Stefánsson, meðstjórnandi Play Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Viðskipti innlent Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Viðskipti erlent Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Viðskipti innlent Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent „Í fréttum lítur þetta allt saman nokkuð vel út, en...“ Atvinnulíf Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Viðskipti innlent Selur hjörð en ekki jörð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Sjá meira
Í tilkynningu frá ÍFF segir að ekki hafi allir sem skrifuðu undir samninginn verið í vinnu hjá Play. Vantaði síðu með undirskriftum ÍFF sendi þannig inn kjarasamning á ríkissáttasemjara í síðustu viku en í afriti þeirra vantaði síðustu síðuna, þar sem undirskriftir samningsaðilanna eru. Í kjölfarið óskaði ríkissáttasemjari eftir undirrituðum samningum, sem ÍFF sendi loks í dag. „Þeir vildu fá þarna tíma með lögfræðingum sínum til að fara yfir þetta. Þeir voru að hugsa um einhver persónuverndarsjónarmið og voru að velta fyrir sér hvort það væri réttlætanlegt að draga nöfn manna inn í þessa umræðu, sem hefur farið úr böndunum síðustu daga,“ segir Birgir. Þegar Vísir náði tali af honum hafði ÍFF enn ekki skilað inn undirrituðum samningum til ríkissáttasemjara og sagðist Birgir hafa ítrekað við félagið að það yrði að senda þá inn í dag. „Ég sagði þeim að annars myndi ég þurfa að gera það. Því þetta lítur bara illa út og kemur illa út fyrir okkur – eins og við hjá Play höfum eitthvað að fela, sem við höfum alls ekki.“ Stjórn stéttarfélags vill ekki vera „dregin inn í umræðuna" Vignir Örn Garðarsson flugmaður er formaður ÍFF. Hann vildi ekkert gefa upp um það hverjir sætu í stjórn félagsins eða hefðu komið að samningaborðinu við gerð kjarasamninganna við Play, þegar Vísir innti hann eftir svörum í dag. „Við erum ekki að ræða okkar mál opinberlega,“ sagði hann einfaldlega. Stjórn ÍFF sendi svo frá sér yfirlýsingu rétt í þessu þar sem meðlimir hennar harma „um að nöfn okkar skulu vera dregin inn í umræðuna um lögmæti kjarasamninga félagsins við flugfélagið PLAY." Samningarnir hafi verið gerðir í góðri trú af löglega kosinni stjórn. Undir hana kvitta stjórnarmennirnir; Vignir Örn Guðnason formaður, Friðrik Már Ottesen varaformaður og Margeir Stefánsson meðstjórnandi. Þá er tekið fram að ekki hafi allir þeir sem skrifuðu undir samningana verið í vinnu hjá Play. Alþýðusambandið hefur sagt að ÍFF beri öll merki þess að vera svokallað „gult stéttarfélag“ sem gangi erinda atvinnurekenda gegn hagsmunum og lágmarkskjörum launafólks. Þessu hafnar ÍFF og Birgir neitar einnig fyrir þetta. Tilkynning ÍFF í heild sinni: Við, stjórn Íslenska flugstéttafélagins, hörmum að nöfn okkar skulu vera dregin inn í umræðuna um lögmæti kjarasamninga félagsins við flugfélagið PLAY. Samningarnir voru gerðir í góðri trú af löglega kosinni stjórn og fulltrúum þeirra, á þeim tíma er fá störf voru við okkar fög á Íslandi. Ríkissáttasemjara hefur verið afhent skjöl þar sem nöfn þeirra sem skrifuðu undir samningana koma fram. Ekki eru allir þeir sem skrifuðu undir samningana í vinnu hjá PLAY. Virðingarfyllst, Stjórn Íslenska flugstéttafélagsins Vignir Örn Guðnason, formaður Friðrik Már Ottesen, varaformaður Margeir Stefánsson, meðstjórnandi
Við, stjórn Íslenska flugstéttafélagins, hörmum að nöfn okkar skulu vera dregin inn í umræðuna um lögmæti kjarasamninga félagsins við flugfélagið PLAY. Samningarnir voru gerðir í góðri trú af löglega kosinni stjórn og fulltrúum þeirra, á þeim tíma er fá störf voru við okkar fög á Íslandi. Ríkissáttasemjara hefur verið afhent skjöl þar sem nöfn þeirra sem skrifuðu undir samningana koma fram. Ekki eru allir þeir sem skrifuðu undir samningana í vinnu hjá PLAY. Virðingarfyllst, Stjórn Íslenska flugstéttafélagsins Vignir Örn Guðnason, formaður Friðrik Már Ottesen, varaformaður Margeir Stefánsson, meðstjórnandi
Play Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Viðskipti innlent Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Viðskipti erlent Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Viðskipti innlent Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent „Í fréttum lítur þetta allt saman nokkuð vel út, en...“ Atvinnulíf Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Viðskipti innlent Selur hjörð en ekki jörð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Sjá meira