Akademísk aukastörf í lögfræði Trausti Fannar Valsson skrifar 25. maí 2021 09:01 Í fjölmiðlum að undanförnu hefur verið fjallað um tengsl íslenskra dómstóla og lagadeilda háskólanna, m.a. Lagadeildar Háskóla Íslands. Af því tilefni er rétt að halda til haga nokkrum sjónarmiðum sem máli geta skipt fyrir upplýsta umræðu. Frá árinu 2017 hefur það verið samþykkt stefna Lagadeildar Háskóla Íslands að til hennar verði ráðnir færustu lögfræðingar sem vilja helga sig akademísku starfi. Áhersla deildarinnar er því sú að fastir akademískir starfsmenn hafi þau störf að aðalstarfi en ekki aukastarfi. Þannig er leitast við að tryggja gæði í innra starfi og skipulagi en um leið skiptir þetta máli vegna sjálfstæðis deildarinnar og ásýndar hennar. Þessari stefnu hefur verið fylgt við allar ráðningar í fastar stöður að Lagadeild undanfarin ár. Í þessu felst ekki að akademísk aukastörf séu almennt óæskileg. Slík störf geta og hafa þvert á móti stutt faglegt starf á háskólastigi og gera reglur Háskóla Íslands og alþjóðlegar hefðir ráð fyrir því að svo geti verið. Til Lagadeildar Háskóla Íslands hefur því í nokkrum tilvikum verið ráðið akademískt starfsfólk í ótímabundnar (fastar) hlutastöður sem gert er ráð fyrir að sinnt sé sem aukastarfi, síðast þó fyrir rúmum áratug. Lagadeildin sækir einnig á hverju starfsári mikinn faglegan styrk með tímabundnum samningum við stundakennara og akademíska gestakennara. Nemendur hafa af þessari ástæðu getað notið þess að lögfræðinni er miðlað til þeirra af færustu sérfræðingum hvers sviðs á hverjum tíma, sem margir hverjir gegna samhliða æðstu ábyrgðarstöðum í íslensku samfélagi. Þetta fyrirkomulag hefur ekki aðeins bætt nám við deildina heldur einnig stuðlað að fjölbreyttari rannsóknum. Mikilvægt er að fræðimenn við lagadeildir íslenskra háskóla séu í stakk búnir til að greina og gagnrýna, þar á meðal dómstólana. Starfsfólk Lagadeildar Háskóla Íslands, sem er elsta og stærsta lagadeild landsins, stendur undir þessu. Þar skiptir bæði máli að við deildina starfar sterkur hópur fræðimanna sem hefur það starf að aðalstarfi og að deildin tilheyrir sjálfstæðum og öflugum háskóla. Þótt við deildina séu vissulega akademískir starfsmenn sem gegna ótímabundnum hlutastörfum að aukastarfi meðfram aðalstarfi sínu þá er umfang þeirra starfa ekki óeðlilegt með tilliti til þeirrar starfsemi sem fram fer við deildina í heild sinni. Í umræðunni hefur einkum verið vísað til akademískra aukastarfa hæstaréttardómara. Af því tilefni þarf sérstaklega að geta þess að það getur átt sér eðlilegar skýringar ef einstakir starfsmenn Lagadeildar Háskóla Íslands gera tímabundna samninga um vinnuframlag í þágu Háskólans um lyktir tiltekinna verkefna þegar þeir hverfa til annarra starfa, s.s. dómstarfa, en sú er raunin með tvo dómara sem nýverið hafa fengið skipun við réttinn. Á sama sjónarmið getur reynt þegar nýráðnir starfsmenn að deildinni fá leyfi Háskólans til að ljúka verkefnum sem tilheyra þeirra fyrra aðalstarfi áður en þeir helga sig háskólastarfinu að fullu. Slík aukastörf eru í eðli sínu takmörkuð. Í tilefni af umræðu um akademísk aukastörf dómara og annarra verður jafnframt að minna á þá almennu staðreynd að það hvort vinnuveitandi í aðalstarfi samþykkir að starfsmaður taki að sér aukastarf við Háskóla Íslands ræðst af þeim lögum og samningum sem um það starf (aðalstarfið) gilda. Almennt ætti þó atvinnulífið og samfélagið að öðru leyti að líta það jákvæðum augum að starfsmenn utan háskólanna fái tækifæri til að koma inn í háskólana til þátttöku í kennslu og rannsóknum. Akademísk störf eru ekki bundin af sérhagsmunum, í þeim felst ekki hagsmunagæsla fyrir aðra og þar gildir meginreglan um akademískt frelsi og sjálfstæði. Þegar þetta er haft í huga kemur ekki á óvart að kennsla og fræðilegar rannsóknir, innan eðlilegra marka, sé sú tegund aukastarfa dómara sem almennt er litin jákvæðum augum bæði í nágrannalöndum okkar og hér á landi, sbr. ákvæði reglna nr. 1165/2017 um aukastörf dómara. Sömu niðurstöðu má einnig leiða af nokkuð afdráttarlausum ummælum í greinargerð sem fylgdi frumvarpi til laga nr. 50/2016 um dómstóla. Höfundur er forseti Lagadeildar Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dómstólar Skóla - og menntamál Háskólar Aukastörf dómara Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Í fjölmiðlum að undanförnu hefur verið fjallað um tengsl íslenskra dómstóla og lagadeilda háskólanna, m.a. Lagadeildar Háskóla Íslands. Af því tilefni er rétt að halda til haga nokkrum sjónarmiðum sem máli geta skipt fyrir upplýsta umræðu. Frá árinu 2017 hefur það verið samþykkt stefna Lagadeildar Háskóla Íslands að til hennar verði ráðnir færustu lögfræðingar sem vilja helga sig akademísku starfi. Áhersla deildarinnar er því sú að fastir akademískir starfsmenn hafi þau störf að aðalstarfi en ekki aukastarfi. Þannig er leitast við að tryggja gæði í innra starfi og skipulagi en um leið skiptir þetta máli vegna sjálfstæðis deildarinnar og ásýndar hennar. Þessari stefnu hefur verið fylgt við allar ráðningar í fastar stöður að Lagadeild undanfarin ár. Í þessu felst ekki að akademísk aukastörf séu almennt óæskileg. Slík störf geta og hafa þvert á móti stutt faglegt starf á háskólastigi og gera reglur Háskóla Íslands og alþjóðlegar hefðir ráð fyrir því að svo geti verið. Til Lagadeildar Háskóla Íslands hefur því í nokkrum tilvikum verið ráðið akademískt starfsfólk í ótímabundnar (fastar) hlutastöður sem gert er ráð fyrir að sinnt sé sem aukastarfi, síðast þó fyrir rúmum áratug. Lagadeildin sækir einnig á hverju starfsári mikinn faglegan styrk með tímabundnum samningum við stundakennara og akademíska gestakennara. Nemendur hafa af þessari ástæðu getað notið þess að lögfræðinni er miðlað til þeirra af færustu sérfræðingum hvers sviðs á hverjum tíma, sem margir hverjir gegna samhliða æðstu ábyrgðarstöðum í íslensku samfélagi. Þetta fyrirkomulag hefur ekki aðeins bætt nám við deildina heldur einnig stuðlað að fjölbreyttari rannsóknum. Mikilvægt er að fræðimenn við lagadeildir íslenskra háskóla séu í stakk búnir til að greina og gagnrýna, þar á meðal dómstólana. Starfsfólk Lagadeildar Háskóla Íslands, sem er elsta og stærsta lagadeild landsins, stendur undir þessu. Þar skiptir bæði máli að við deildina starfar sterkur hópur fræðimanna sem hefur það starf að aðalstarfi og að deildin tilheyrir sjálfstæðum og öflugum háskóla. Þótt við deildina séu vissulega akademískir starfsmenn sem gegna ótímabundnum hlutastörfum að aukastarfi meðfram aðalstarfi sínu þá er umfang þeirra starfa ekki óeðlilegt með tilliti til þeirrar starfsemi sem fram fer við deildina í heild sinni. Í umræðunni hefur einkum verið vísað til akademískra aukastarfa hæstaréttardómara. Af því tilefni þarf sérstaklega að geta þess að það getur átt sér eðlilegar skýringar ef einstakir starfsmenn Lagadeildar Háskóla Íslands gera tímabundna samninga um vinnuframlag í þágu Háskólans um lyktir tiltekinna verkefna þegar þeir hverfa til annarra starfa, s.s. dómstarfa, en sú er raunin með tvo dómara sem nýverið hafa fengið skipun við réttinn. Á sama sjónarmið getur reynt þegar nýráðnir starfsmenn að deildinni fá leyfi Háskólans til að ljúka verkefnum sem tilheyra þeirra fyrra aðalstarfi áður en þeir helga sig háskólastarfinu að fullu. Slík aukastörf eru í eðli sínu takmörkuð. Í tilefni af umræðu um akademísk aukastörf dómara og annarra verður jafnframt að minna á þá almennu staðreynd að það hvort vinnuveitandi í aðalstarfi samþykkir að starfsmaður taki að sér aukastarf við Háskóla Íslands ræðst af þeim lögum og samningum sem um það starf (aðalstarfið) gilda. Almennt ætti þó atvinnulífið og samfélagið að öðru leyti að líta það jákvæðum augum að starfsmenn utan háskólanna fái tækifæri til að koma inn í háskólana til þátttöku í kennslu og rannsóknum. Akademísk störf eru ekki bundin af sérhagsmunum, í þeim felst ekki hagsmunagæsla fyrir aðra og þar gildir meginreglan um akademískt frelsi og sjálfstæði. Þegar þetta er haft í huga kemur ekki á óvart að kennsla og fræðilegar rannsóknir, innan eðlilegra marka, sé sú tegund aukastarfa dómara sem almennt er litin jákvæðum augum bæði í nágrannalöndum okkar og hér á landi, sbr. ákvæði reglna nr. 1165/2017 um aukastörf dómara. Sömu niðurstöðu má einnig leiða af nokkuð afdráttarlausum ummælum í greinargerð sem fylgdi frumvarpi til laga nr. 50/2016 um dómstóla. Höfundur er forseti Lagadeildar Háskóla Íslands.
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun