Tugir særðir eftir átök við al-Aqsa moskuna í Jerúsalem Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. maí 2021 07:48 Hér má sjá mannfjöldann sem safnaðist saman fyrir bænastundina í gær. Gett/Esat Fırat Ísraelskar öryggissveitir beittu gúmmíkúlum og blossasprengjum gegn Palestínumönnum fyrir utan al-Aqsa moskuna í Jerúsalem í gær, aðeins hálfum degi eftir að vopnahléssamningar voru samþykktir bæði af Ísraels- og Palestínumönnum. Þúsundir palestínskra múslima voru saman komnir í al-Aqsa moskunni í Jerúsalem í gær til þess að biðja saman föstudagsbænir og fagna nýsamþykktu vopnahléi. Þrátt fyrir þetta virðist umrætt vopnahlé ætla að standa, eftir ellefu daga átök milli þjóðanna. Fréttamaður CNN, sem var á staðnum, sagði í gær að tugir ísraelskra hermanna hafi barið fréttamenn með kylfum og gert tilraunir til þess að ota að þeim rifflum. Þeir hafi kallað fréttamennina „lygara“ þegar þeir sýndu þeim fréttamannaskírteini sín. Öryggissveitir bar að garði þegar Palestínumennirnir sátu við bænir fyrir íbúum Gasa og austurhluta Jerúsalem, þar sem fjöldi Palestínskra fjölskyldna á von á að missa heimili sín. Talsmaður ísraelsku lögreglunnar sagði í yfirlýsingu í gær að öryggissveitirnar hafi verið að bregðast við óeirðum hundruð ungra Palestínumanna, sem hafi meðal annars kastað steinum að lögreglumönnum. Fréttamaður CNN sagðist ekki kannast við það en að hann hafi orðið vitni að fólki, þar á meðal börnum, flýja staðin á meðan blossasprengjum rigndi yfir. Rauði hálfmáninn í Palestínu greindi frá því í gær að tuttugu hafi særst fyrir utan moskuna. Tveir hafi verið fluttir á spítala en aðrir hafi fengið aðstoð á staðnum. Frá því að átökin hófust fyrir tæpum tveimur vikum síðan hafa 250 farist, flestir í Gasa, og meira en 100 þúsund þurft að flýja heimili sín á svæðinu. Unicef hefur varað við því að nærri 800 þúsund manns á svæðinu hafi ekki aðgengi að hreinu drykkjarvatni. Palestína Ísrael Tengdar fréttir Erfið enduruppbygging framundan á Gasa Vopnahlé tók gildi í morgun eftir ellefu daga átök Ísraelshers og Hamas-samtakanna. Rauði krossinn á Íslandi hefur safnað þrjátíu milljónum króna sem munu nýtast í mannúðaraðstoð á svæðinu. 21. maí 2021 20:00 Vopnahlé hefur tekið gildi Vopnahléssamningur milli Ísraelsmanna og Hamas-samtakanna tók gildi nú klukkan 23 á íslenskum tíma. Greint var frá því fyrr í kvöld að ríkisstjórn Ísraels hefði ákveðið að ganga að samningnum en óljóst var hvenær hann myndi taka gildi. 20. maí 2021 23:47 Samþykkja vopnahlé á Gasa Ísraelar hafa ákveðið að samþykkja vopnahléssamning en hafa enn ekki ákveðið hvenær hann á að taka gildi. Ríkisstjórn Benjamíns Netanjahú hefur fundað um vopnahlé frá klukkan fimm í dag. 20. maí 2021 19:52 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent „Ofgnjótt af vannýttum stæðum“ Innlent Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Innlent Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Innlent Fleiri fréttir „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Sjá meira
Þúsundir palestínskra múslima voru saman komnir í al-Aqsa moskunni í Jerúsalem í gær til þess að biðja saman föstudagsbænir og fagna nýsamþykktu vopnahléi. Þrátt fyrir þetta virðist umrætt vopnahlé ætla að standa, eftir ellefu daga átök milli þjóðanna. Fréttamaður CNN, sem var á staðnum, sagði í gær að tugir ísraelskra hermanna hafi barið fréttamenn með kylfum og gert tilraunir til þess að ota að þeim rifflum. Þeir hafi kallað fréttamennina „lygara“ þegar þeir sýndu þeim fréttamannaskírteini sín. Öryggissveitir bar að garði þegar Palestínumennirnir sátu við bænir fyrir íbúum Gasa og austurhluta Jerúsalem, þar sem fjöldi Palestínskra fjölskyldna á von á að missa heimili sín. Talsmaður ísraelsku lögreglunnar sagði í yfirlýsingu í gær að öryggissveitirnar hafi verið að bregðast við óeirðum hundruð ungra Palestínumanna, sem hafi meðal annars kastað steinum að lögreglumönnum. Fréttamaður CNN sagðist ekki kannast við það en að hann hafi orðið vitni að fólki, þar á meðal börnum, flýja staðin á meðan blossasprengjum rigndi yfir. Rauði hálfmáninn í Palestínu greindi frá því í gær að tuttugu hafi særst fyrir utan moskuna. Tveir hafi verið fluttir á spítala en aðrir hafi fengið aðstoð á staðnum. Frá því að átökin hófust fyrir tæpum tveimur vikum síðan hafa 250 farist, flestir í Gasa, og meira en 100 þúsund þurft að flýja heimili sín á svæðinu. Unicef hefur varað við því að nærri 800 þúsund manns á svæðinu hafi ekki aðgengi að hreinu drykkjarvatni.
Palestína Ísrael Tengdar fréttir Erfið enduruppbygging framundan á Gasa Vopnahlé tók gildi í morgun eftir ellefu daga átök Ísraelshers og Hamas-samtakanna. Rauði krossinn á Íslandi hefur safnað þrjátíu milljónum króna sem munu nýtast í mannúðaraðstoð á svæðinu. 21. maí 2021 20:00 Vopnahlé hefur tekið gildi Vopnahléssamningur milli Ísraelsmanna og Hamas-samtakanna tók gildi nú klukkan 23 á íslenskum tíma. Greint var frá því fyrr í kvöld að ríkisstjórn Ísraels hefði ákveðið að ganga að samningnum en óljóst var hvenær hann myndi taka gildi. 20. maí 2021 23:47 Samþykkja vopnahlé á Gasa Ísraelar hafa ákveðið að samþykkja vopnahléssamning en hafa enn ekki ákveðið hvenær hann á að taka gildi. Ríkisstjórn Benjamíns Netanjahú hefur fundað um vopnahlé frá klukkan fimm í dag. 20. maí 2021 19:52 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent „Ofgnjótt af vannýttum stæðum“ Innlent Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Innlent Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Innlent Fleiri fréttir „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Sjá meira
Erfið enduruppbygging framundan á Gasa Vopnahlé tók gildi í morgun eftir ellefu daga átök Ísraelshers og Hamas-samtakanna. Rauði krossinn á Íslandi hefur safnað þrjátíu milljónum króna sem munu nýtast í mannúðaraðstoð á svæðinu. 21. maí 2021 20:00
Vopnahlé hefur tekið gildi Vopnahléssamningur milli Ísraelsmanna og Hamas-samtakanna tók gildi nú klukkan 23 á íslenskum tíma. Greint var frá því fyrr í kvöld að ríkisstjórn Ísraels hefði ákveðið að ganga að samningnum en óljóst var hvenær hann myndi taka gildi. 20. maí 2021 23:47
Samþykkja vopnahlé á Gasa Ísraelar hafa ákveðið að samþykkja vopnahléssamning en hafa enn ekki ákveðið hvenær hann á að taka gildi. Ríkisstjórn Benjamíns Netanjahú hefur fundað um vopnahlé frá klukkan fimm í dag. 20. maí 2021 19:52