Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Valur 2-4 | Sterkur sigur Vals í Eyjum Einar Kárason skrifar 19. maí 2021 19:58 Sigríður Lára Garðarsdóttir skoraði gegn uppeldisfélaginu. mynd/Valur Valur gerði sér góða ferð til Vestmannaeyja í dag og unnu sterkan 2-4 sigur á ÍBV eftir að hafa lent marki undir. Leikurinn var jafn til að byrja með og reyndu bæði lið að sækja hratt en það voru heimastúlkur sem komust yfir eftir tæplega stundarfjórðung. Kristjana Kristjánsdóttir Sigurz sótti þá upp hægri kantinn og gerði virkilega vel í að komast framhjá Mary Alice Vignola, bakverði gestanna. Kristjana sendi boltann fyrir markið þar sem Viktorija Zaicikova var mætt á fjærstöng og skallaði boltann í netið af stuttu færi. Valskonur virkuðu örlítið vankaðar eftir markið og ÍBV sótti áfram, þó án þess að ógna marki Vals. Forusta ÍBV entist þó ekki lengur en tíu mínútur en Sigríður Lára Garðarsdóttir jafnaði metin með góðu vinstri fótarskoti fyrir utan teig eftir að hafa fengið boltann frá Sólveigu Jóhannesdóttur Larssen. Boltinn í stöngina inn og jafnt á ný. Lítið gerðist í fyrri hálfleiknum eftir mörkin tvö og allt virtist stefna í að liðin færu inn til hálfleiks í stöðunni 1-1. Það reyndist þó ekki vera því á lokamínútu fyrri hálfleiks fengu Valskonur hornspyrnu. Dóra María Lárusdóttir spyrnti boltanum fyrir og af bakinu á Elínu Mettu Jenssen barst boltinn til Lillýar Rutar Hlynsdóttur sem kom boltanum í netið af stuttu færi og gestirnir búnir að snúa leiknum sér í vil. Síðari hálfleikur fór vel af stað fyrir Val en strax á fyrstu mínútu varði Sigríður Sæland Óðinsdóttir, markvörður ÍBV, vel frá Elínu Mettu. Elín Metta var svo aftur á ferðinni eftir hornspyrnu sekúndum síðar en skot hennar framhjá. Yfirburðir Vals í upphafi síðari hálfleiks skiluðu sér þegar síðari hálfleikur var enn kornungur. Dóra María sendi boltann þá fyrir úr hornspyrnu og varð Thelma Sól Óðinsdóttir fyrir því óláni að koma boltanum í eigið net af stuttu færi og staðan orðin 1-3. Róðurinn þungur fyrir ÍBV. Eyjastúlkur lögðu þó ekki árar í bát og reyndu það sem þær gátu að brúa bilið, sem og þær gerðu þegar Delaney Baie Pridham skoraði með föstu skoti úr teig eftir sendingu Rögnu Söru Magnúsdóttur. Valur gerði í kjölfarið breytingu á sínu liði og náðu að stilla sig af eftir að ÍBV hafði verið með yfirhöndina allt frá því að Valskonur skoruðu sitt þriðja mark. Elín Metta fékk nokkur góð færi en Sigríður Sæland í marki ÍBV sá við henni. Sigríður gat þó ekkert gert þegar Bergdís Fanney Einarsdóttir skoraði með skalla eftir sendingu Ásdísar Karenar Halldórsdóttur þegar um fimm mínútur eftir lifðu leiks. Staðan orðin 2-4 og leikurinn svo gott sem búinn. Ekki voru fleiri mörk skoruð og niðurstaðan tveggja marka sigur gestanna rauðklæddu. Eiður Ben: Erum hæst ánægð með þrjú stig Eiður Ben, þjálfari Vals.mynd/VALUR ,,Ég er sáttur með þrjú stig," sagði Eiður Ben. Eiríksson, þjálfari Vals, eftir leik. ,,Þetta er gott lið sem er verið að búa til í Eyjum og við erum hæst ánægð með 3 stig." ,,Ég var mjög ánægður með að fara með forustu inn í hálfleik. ÍBV liðið var mjög sterkt í fyrri hálfleik og skoruðu gott mark þar sem við vörðumst illa. Þær eru með fljóta leikmenn fram á við og þær eru alltaf hættulegar þegar við töpum boltanum. Við réðum ágætlega við það en þær skoruðu tvö mörk." Erum þéttar varnarlega ,,Við erum að byggja ofan á síðustu leiki. Þetta hefur farið svolítið hægt af stað hjá okkur sóknarlega en erum þéttar varnarlega." ,,Það kom lélegur kafli hjá okkur þegar við skorum þriðja markið. Þá fannst mér ÍBV taka yfir leikinn og skoruðu verðskuldað mark. Mér fannst við vera að bíða eftir markinu. Við breyttum og settum þriðja miðjumanninn inn á þegar þær skoruðu. Það hjálpaði okkur að halda betur í boltann." Andri Ólafs: Náum ekki að fylgja öðru markinu eftir Andri Ólafsson, þjálfari ÍBV, til vinstri.visir ,,Ég er stoltur af mínu liði. Mér fannst við spila þokkalega," sagði Andri Ólafsson, þjálfari ÍBV. ,,Ég er samt svekktur með það að við fórum yfir það að þeirra styrkleikar væru föst leikatriði og fyrirgjafir. Mikið af þannig mörkum sem við erum að fá á okkur. Þær eru stórar og sterkar og góðar í þessu en við getum bætt okkur þar." Mörk í upphafi hálfleiks ,,Svekkjandi að þetta er annar heimaleikurinn í röð þar sem við fáum á okkur mark um leið og það eru flautað í byrjun fyrri eða seinni hálfleiks. Þetta á ekki að gerast. Við þurfum að taka meiri ábyrgð og vera sterkari." ,,Mér fannst við ekki ná að fylgja öðru marki okkar neitt eftir. Við skorum sanngjarnt en náum ekkert að fylgja eftir og þær verða sterkari eftir að leið á," sagði Andri að lokum. Pepsi Max-deild kvenna ÍBV Valur
Valur gerði sér góða ferð til Vestmannaeyja í dag og unnu sterkan 2-4 sigur á ÍBV eftir að hafa lent marki undir. Leikurinn var jafn til að byrja með og reyndu bæði lið að sækja hratt en það voru heimastúlkur sem komust yfir eftir tæplega stundarfjórðung. Kristjana Kristjánsdóttir Sigurz sótti þá upp hægri kantinn og gerði virkilega vel í að komast framhjá Mary Alice Vignola, bakverði gestanna. Kristjana sendi boltann fyrir markið þar sem Viktorija Zaicikova var mætt á fjærstöng og skallaði boltann í netið af stuttu færi. Valskonur virkuðu örlítið vankaðar eftir markið og ÍBV sótti áfram, þó án þess að ógna marki Vals. Forusta ÍBV entist þó ekki lengur en tíu mínútur en Sigríður Lára Garðarsdóttir jafnaði metin með góðu vinstri fótarskoti fyrir utan teig eftir að hafa fengið boltann frá Sólveigu Jóhannesdóttur Larssen. Boltinn í stöngina inn og jafnt á ný. Lítið gerðist í fyrri hálfleiknum eftir mörkin tvö og allt virtist stefna í að liðin færu inn til hálfleiks í stöðunni 1-1. Það reyndist þó ekki vera því á lokamínútu fyrri hálfleiks fengu Valskonur hornspyrnu. Dóra María Lárusdóttir spyrnti boltanum fyrir og af bakinu á Elínu Mettu Jenssen barst boltinn til Lillýar Rutar Hlynsdóttur sem kom boltanum í netið af stuttu færi og gestirnir búnir að snúa leiknum sér í vil. Síðari hálfleikur fór vel af stað fyrir Val en strax á fyrstu mínútu varði Sigríður Sæland Óðinsdóttir, markvörður ÍBV, vel frá Elínu Mettu. Elín Metta var svo aftur á ferðinni eftir hornspyrnu sekúndum síðar en skot hennar framhjá. Yfirburðir Vals í upphafi síðari hálfleiks skiluðu sér þegar síðari hálfleikur var enn kornungur. Dóra María sendi boltann þá fyrir úr hornspyrnu og varð Thelma Sól Óðinsdóttir fyrir því óláni að koma boltanum í eigið net af stuttu færi og staðan orðin 1-3. Róðurinn þungur fyrir ÍBV. Eyjastúlkur lögðu þó ekki árar í bát og reyndu það sem þær gátu að brúa bilið, sem og þær gerðu þegar Delaney Baie Pridham skoraði með föstu skoti úr teig eftir sendingu Rögnu Söru Magnúsdóttur. Valur gerði í kjölfarið breytingu á sínu liði og náðu að stilla sig af eftir að ÍBV hafði verið með yfirhöndina allt frá því að Valskonur skoruðu sitt þriðja mark. Elín Metta fékk nokkur góð færi en Sigríður Sæland í marki ÍBV sá við henni. Sigríður gat þó ekkert gert þegar Bergdís Fanney Einarsdóttir skoraði með skalla eftir sendingu Ásdísar Karenar Halldórsdóttur þegar um fimm mínútur eftir lifðu leiks. Staðan orðin 2-4 og leikurinn svo gott sem búinn. Ekki voru fleiri mörk skoruð og niðurstaðan tveggja marka sigur gestanna rauðklæddu. Eiður Ben: Erum hæst ánægð með þrjú stig Eiður Ben, þjálfari Vals.mynd/VALUR ,,Ég er sáttur með þrjú stig," sagði Eiður Ben. Eiríksson, þjálfari Vals, eftir leik. ,,Þetta er gott lið sem er verið að búa til í Eyjum og við erum hæst ánægð með 3 stig." ,,Ég var mjög ánægður með að fara með forustu inn í hálfleik. ÍBV liðið var mjög sterkt í fyrri hálfleik og skoruðu gott mark þar sem við vörðumst illa. Þær eru með fljóta leikmenn fram á við og þær eru alltaf hættulegar þegar við töpum boltanum. Við réðum ágætlega við það en þær skoruðu tvö mörk." Erum þéttar varnarlega ,,Við erum að byggja ofan á síðustu leiki. Þetta hefur farið svolítið hægt af stað hjá okkur sóknarlega en erum þéttar varnarlega." ,,Það kom lélegur kafli hjá okkur þegar við skorum þriðja markið. Þá fannst mér ÍBV taka yfir leikinn og skoruðu verðskuldað mark. Mér fannst við vera að bíða eftir markinu. Við breyttum og settum þriðja miðjumanninn inn á þegar þær skoruðu. Það hjálpaði okkur að halda betur í boltann." Andri Ólafs: Náum ekki að fylgja öðru markinu eftir Andri Ólafsson, þjálfari ÍBV, til vinstri.visir ,,Ég er stoltur af mínu liði. Mér fannst við spila þokkalega," sagði Andri Ólafsson, þjálfari ÍBV. ,,Ég er samt svekktur með það að við fórum yfir það að þeirra styrkleikar væru föst leikatriði og fyrirgjafir. Mikið af þannig mörkum sem við erum að fá á okkur. Þær eru stórar og sterkar og góðar í þessu en við getum bætt okkur þar." Mörk í upphafi hálfleiks ,,Svekkjandi að þetta er annar heimaleikurinn í röð þar sem við fáum á okkur mark um leið og það eru flautað í byrjun fyrri eða seinni hálfleiks. Þetta á ekki að gerast. Við þurfum að taka meiri ábyrgð og vera sterkari." ,,Mér fannst við ekki ná að fylgja öðru marki okkar neitt eftir. Við skorum sanngjarnt en náum ekkert að fylgja eftir og þær verða sterkari eftir að leið á," sagði Andri að lokum.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti