Mannleg mistök ástæða þess að ísbjörn í Berlín reyndist afkvæmi systkina Atli Ísleifsson skrifar 19. maí 2021 10:19 Mæðginin Tonya og Hertha í dýragarðinum í Berlín. Getty/Kira Hofmann Forsvarsmenn dýragarðsins í Berlín í Þýskalandi hafa greint frá því að ísbjarnarhúnninn Hertha sé í raun afkvæmi systkina. Segja þeir að ónákvæmni í skjölum sem fylgdu innfluttum ísbjörnum frá Rússlandi til garðsins skýri mistökin. DW segir frá því að húnninn hafi komið í heiminn árið 2018. Er hann afkvæmi birnunnar Tonyu, sem býr dýragarðinum, og karldýrsins Volodya, sem hefst við í garði í Hollandi. Voru þau kynnt fyrir hvort öðru og látin makast. Dýragarðurinn greindi hins vegar frá því í gær að í ljós hafi komið að Tonya og Vlodya væru í raun systkini. Hertha, sem nefndur er í höfuðið á einu fótboltaliði Berlínarborgar, er því afsprengi sifjaspells. Volodya og Tonya eiga bæði rætur að rekja til sömu ísbjarnaræktunar í dýragarði í rússnesku höfuðborginni Moskvu. Líffræðingurinn Marina Galeshchuk tók hins vegar eftir því á síðasta ári að eitthvað stemmdi ekki í þeim skjölum sem fylgdu Tonyu. Lífsýnarannsókn leiddi í ljós að svo virðist sem að Tonya og annað kvendýr, sem kom í heiminn á svipuðum tíma, hafi víxlast á ræktunarstöðinni á sínum tíma. Mannleg mistök Í yfirlýsingu frá dýragarðinum er málið allt harmað. „Ef við hefðum vitað um tengsl Tonyu og Volodya hefðum við að sjálfsögðu ekki mælt með æxlun. Þetta voru mistök.“ Andreas Knieriem, forstjóri Berlínardýragarðsins, segir að um mannleg mistök að ræða, en að þau beri engan kala í garð Rússanna. Starfsmenn dýragarðsins í Moskvu, þar sem ræktunin fer fram, hafi aðstoðað við rannsóknina og haft allt uppi á borðum. Þetta séu hins vegar alvarleg mistök og bakslag fyrir evrópsku ísbjarnaræktunaráætlunina. Sérfræðingar telja að heilsa Herthu ætti ekki að vera sérstaklega í hættu vegna tengsla foreldra sinna. Dýr Þýskaland Rússland Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
DW segir frá því að húnninn hafi komið í heiminn árið 2018. Er hann afkvæmi birnunnar Tonyu, sem býr dýragarðinum, og karldýrsins Volodya, sem hefst við í garði í Hollandi. Voru þau kynnt fyrir hvort öðru og látin makast. Dýragarðurinn greindi hins vegar frá því í gær að í ljós hafi komið að Tonya og Vlodya væru í raun systkini. Hertha, sem nefndur er í höfuðið á einu fótboltaliði Berlínarborgar, er því afsprengi sifjaspells. Volodya og Tonya eiga bæði rætur að rekja til sömu ísbjarnaræktunar í dýragarði í rússnesku höfuðborginni Moskvu. Líffræðingurinn Marina Galeshchuk tók hins vegar eftir því á síðasta ári að eitthvað stemmdi ekki í þeim skjölum sem fylgdu Tonyu. Lífsýnarannsókn leiddi í ljós að svo virðist sem að Tonya og annað kvendýr, sem kom í heiminn á svipuðum tíma, hafi víxlast á ræktunarstöðinni á sínum tíma. Mannleg mistök Í yfirlýsingu frá dýragarðinum er málið allt harmað. „Ef við hefðum vitað um tengsl Tonyu og Volodya hefðum við að sjálfsögðu ekki mælt með æxlun. Þetta voru mistök.“ Andreas Knieriem, forstjóri Berlínardýragarðsins, segir að um mannleg mistök að ræða, en að þau beri engan kala í garð Rússanna. Starfsmenn dýragarðsins í Moskvu, þar sem ræktunin fer fram, hafi aðstoðað við rannsóknina og haft allt uppi á borðum. Þetta séu hins vegar alvarleg mistök og bakslag fyrir evrópsku ísbjarnaræktunaráætlunina. Sérfræðingar telja að heilsa Herthu ætti ekki að vera sérstaklega í hættu vegna tengsla foreldra sinna.
Dýr Þýskaland Rússland Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira