Orkan úr óþefnum! Daði Geir Samúelsson skrifar 18. maí 2021 10:00 Hver kannast ekki við að finna stingandi skítalykt læðast að vitum manns sem veldur oft mikilli ónotatilfinningu og jafnvel ógleði. Held að flestir kannist nú við það ef lyktarskynið er í lagi. En í hvert skipti sem ég finn þessa lykt þá hugsa ég: „Af hverju virkjum við ekki þessa orku?“ Þessari lykt fylgir oft mjög orkumikil gastegund sem kallast metan og metan má nýta sem orkugjafa. Þess skal þó geta að metangasið sjálft er lyktarlaust og myndast við rotnun lífrænna leyfa við loftfirrtar aðstæður, en er ansi oft fylgifiskur þar sem skítalykt er að finna. Með því að safna saman metani sem myndast víðs vegar í okkar samfélagi, frá sorphaugum, rotþróm, fjósum, fjárhúsum, svínabúum og fleiri stöðum mætti búa til verðmætan orkugjafa fyrir Ísland. Hægt er að nýta það til að keyra áfram vörubíla, rútur og auðvitað heimilisbílinn. Ekki nóg með að vera kominn með innlendan orkugjafa með því að fanga metanið heldur erum við að draga úr gróðurhúsaáhrifum. Metan er nefnilega mjög skaðleg gróðurhúsalofttegund og er talin vera um 21 sinnum skaðlegri heldur en sameind af koltvísýringi. Með því að brenna metan brotnar það niður í minna skaðlegar gróðurhúsalofttegundir. Með því að fanga metanið og nota sem eldsneyti á vélaflota landsins verður Ísland sjálfbærara um eldsneyti og dregur úr gróðurhúsaáhrifum. Ef ekkert er gert flæðir metanið áfram út í andrúmsloftið og við verðum af þessum orkugjafa og umhverfið tapar. Metan er að myndast um allt land þannig að það myndi líka styðja við að geta nálgast þennan orkugjafa víðs vegar um landið sem gerði það raunhæft að metanvæða hluta af vélaflota landsins. Ungt Framsóknarfólk samþykkti á sambandsþingi sínu haustið 2020 ályktun um að leggja ætti áherslu á að safna metani og nýta sem orkugjafa þjóðinni til heilla. Næst þegar þú finnur skítalykt hugsaðu; þarna er óbeisluð orka sem við ættum að nýta til að gera okkar samfélag sjálfbærara og umhverfisvænna. Höfundur er frambjóðandi í 2. - 4. sæti í prófkjöri Framsóknar í Suðurkjördæmi og í stjórn Sambands ungra Framsóknarmanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Orkumál Framsóknarflokkurinn Mest lesið Halldór 22.11.2025 Samúel Karl Ólason Halldór Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Berir rassar í Tsjernóbíl Sif Sigmarsdóttir Skoðun Um vanda stúlkna í skólum Ragnar Þór Pétursson Skoðun Framtíðin er þeirra Hrund Gunnsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Sjá meira
Hver kannast ekki við að finna stingandi skítalykt læðast að vitum manns sem veldur oft mikilli ónotatilfinningu og jafnvel ógleði. Held að flestir kannist nú við það ef lyktarskynið er í lagi. En í hvert skipti sem ég finn þessa lykt þá hugsa ég: „Af hverju virkjum við ekki þessa orku?“ Þessari lykt fylgir oft mjög orkumikil gastegund sem kallast metan og metan má nýta sem orkugjafa. Þess skal þó geta að metangasið sjálft er lyktarlaust og myndast við rotnun lífrænna leyfa við loftfirrtar aðstæður, en er ansi oft fylgifiskur þar sem skítalykt er að finna. Með því að safna saman metani sem myndast víðs vegar í okkar samfélagi, frá sorphaugum, rotþróm, fjósum, fjárhúsum, svínabúum og fleiri stöðum mætti búa til verðmætan orkugjafa fyrir Ísland. Hægt er að nýta það til að keyra áfram vörubíla, rútur og auðvitað heimilisbílinn. Ekki nóg með að vera kominn með innlendan orkugjafa með því að fanga metanið heldur erum við að draga úr gróðurhúsaáhrifum. Metan er nefnilega mjög skaðleg gróðurhúsalofttegund og er talin vera um 21 sinnum skaðlegri heldur en sameind af koltvísýringi. Með því að brenna metan brotnar það niður í minna skaðlegar gróðurhúsalofttegundir. Með því að fanga metanið og nota sem eldsneyti á vélaflota landsins verður Ísland sjálfbærara um eldsneyti og dregur úr gróðurhúsaáhrifum. Ef ekkert er gert flæðir metanið áfram út í andrúmsloftið og við verðum af þessum orkugjafa og umhverfið tapar. Metan er að myndast um allt land þannig að það myndi líka styðja við að geta nálgast þennan orkugjafa víðs vegar um landið sem gerði það raunhæft að metanvæða hluta af vélaflota landsins. Ungt Framsóknarfólk samþykkti á sambandsþingi sínu haustið 2020 ályktun um að leggja ætti áherslu á að safna metani og nýta sem orkugjafa þjóðinni til heilla. Næst þegar þú finnur skítalykt hugsaðu; þarna er óbeisluð orka sem við ættum að nýta til að gera okkar samfélag sjálfbærara og umhverfisvænna. Höfundur er frambjóðandi í 2. - 4. sæti í prófkjöri Framsóknar í Suðurkjördæmi og í stjórn Sambands ungra Framsóknarmanna.
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun