Kisi kíkti á gosstöðvarnar: „Hann fær líka að koma með í partí, vinaboð og spilakvöld“ Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 17. maí 2021 21:18 Skógarkötturinn Leómundur ferðaðist með eigendum sínum á gosstöðvarnar um helgina. Hann var vel varinn í sérstökum kisubakpoka og þurfti því ekki að hafa mikið fyrir ferðalaginu. Eins og svo margir Íslendingar lagði Ólafur Björn leið sína að gosstöðvunum um helgina. Með í för voru kærasta hans Bergljót María Sigurðardóttir og ferfætlingurinn Leómundur. Leómundur, yfirleitt kallaður Leó, þurfti þó ekki að hafa mikið fyrir ferðinni heldur lét hann fara vel um sig í sérstökum kisubakpoka og naut útsýnisins í rólegheitum. Leó vakti mikla athygli enda líklega fyrsti kötturinn til berja gosið augum. Ólafur og Bergljót leituðu ráða hjá björgunarsveitinni og pössuðu að láta Leó ekki drekka úr neinum pollum eða snerta jörð sem gæti verið menguð. Fylgdu ráðleggingum björgunarsveitarinnar „Hann er reyndar enn bara kettlingur, fæddur í október í fyrra. Hann er norskur skógarköttur og fékk þennan líka fína marmarafeld í vöggugjöf,“ segir Ólafur. Sjálfur er Ólafur með kattarofnæmi og segist því hafa verið hræddur um að geta ekki umgengist hann í byrjun. „Ég tók svo ofnæmistöflur í nokkrar vikur og við lifum bara nokkuð góðu lífi saman í dag.“ Nú hefur fólki verið ráðlagt að taka ekki dýr með sér á gosstöðvarnar, voru þið búin að kanna aðstæður eða spyrjast fyrir áður en þið fóruð af stað? „Við vissum að fólk væri að mæta með hunda og sáum þónokkra á göngunni upp og niður. Þannig að okkur fannst ekki eins og það ætti að vera meira mál með kött. Við fylgdum ráðleggingum björgunarsveitarinnar og leyfðum Leó ekki að drekka úr pollum á svæðinu. Svo fékk hann auðvitað bað um leið og heim var komið.“ Meðlimir Björgunarsveitarinnar bentu okkur einnig á að sökum gasmengunar væri ekki ráðlagt að vera lengi uppi í stúkunni. Við tókum að sjálfsögðu tillit til þess og hefðum vafalaust rölt með hann niður ef honum hefði stafað hætta á því að verða veikur. Annars var hann vel varinn í bakpokanum og snerti aldrei jörð þar sem möguleg mengun gæti verið. Ferðist þið mikið með hann? „Ef það stendur til boða að taka hann með fær hann að fljóta með okkur. Hann fær að koma með í partí, vinaboð og spilakvöld þegar veður og almannavarnir leyfa.“ Aðspurður hvernig Leó unir sér í bakpokanum segir Ólafur hann væla aðeins fyrst en sé fljótur að róast þegar hann uppgötvi að það sé betra að koma með en að vera skilinn eftir heima. Leómundur hinn rólegasti við gosstöðvarnar. Hann er vanur því að ferðast mikið með eigendum sínum og fer út að ganga í sérstökum kisutaumi. Hvernig virkar þessi kisubakpoki, er hann alltaf í honum þegar þið ferðist með hann? „Þetta er sérstakur bakpoki sem er með kló fyrir tauminn og hægt er að opna litla gátt fyrir hann til að kíkja út um. Svo ferðumst með hann lengra, eins og í sumarbústað, fær hann að sitja í kjöltunni og fær klapp og knús þar til hann lognar út af.“ Fer hann einnig með ykkur út að labba með ykkur í kattataumi? „Já, við erum með ólar sem fara utan um líkama hans í staðinn fyrir bara um hálsinn. Það er betra fyrir dýrið en þessar sem fara bara utan um hálsinn. Hann fær að fara út í garð og í göngutúra í taumnum. Annað slagið keyrir bíll fram hjá of hratt og þá þarf að halda á honum þar til hann fær kjark til að ganga aftur.“ Eins og virðulegum og veraldarvönum skógarketti sæmir er Leómundur að sjálfsögðu kominn með sína eigin Instagram síðu sem hægt er að nálgast hér. View this post on Instagram A post shared by Leo the lion (@leomunds_tiny_hut) Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Dýr Gæludýr Mest lesið Kyssast og kela en missa svo áhugann Lífið Sækir kraft í storminn sem systurnar upplifðu í forsjárdeilunni Lífið „Það er ekkert sem brýtur mann“ Lífið Alltaf hörð á því að halda meðgöngunni áfram Lífið „Abbababb, ertu stelpa í fótbolta?“ Áskorun Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið Diane Keaton er látin Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Októberspá Siggu Kling – Hrútur: Slepptu aðeins tökunum, þá ferðu með straumnum í rétta átt Lífið Fleiri fréttir Kyssast og kela en missa svo áhugann Sækir kraft í storminn sem systurnar upplifðu í forsjárdeilunni Alltaf hörð á því að halda meðgöngunni áfram Krakkatían: Dúkkuhús Gabbýjar, hringtorg og körfuboltamaður „Það er ekkert sem brýtur mann“ Diane Keaton er látin Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Sjá meira
Leómundur, yfirleitt kallaður Leó, þurfti þó ekki að hafa mikið fyrir ferðinni heldur lét hann fara vel um sig í sérstökum kisubakpoka og naut útsýnisins í rólegheitum. Leó vakti mikla athygli enda líklega fyrsti kötturinn til berja gosið augum. Ólafur og Bergljót leituðu ráða hjá björgunarsveitinni og pössuðu að láta Leó ekki drekka úr neinum pollum eða snerta jörð sem gæti verið menguð. Fylgdu ráðleggingum björgunarsveitarinnar „Hann er reyndar enn bara kettlingur, fæddur í október í fyrra. Hann er norskur skógarköttur og fékk þennan líka fína marmarafeld í vöggugjöf,“ segir Ólafur. Sjálfur er Ólafur með kattarofnæmi og segist því hafa verið hræddur um að geta ekki umgengist hann í byrjun. „Ég tók svo ofnæmistöflur í nokkrar vikur og við lifum bara nokkuð góðu lífi saman í dag.“ Nú hefur fólki verið ráðlagt að taka ekki dýr með sér á gosstöðvarnar, voru þið búin að kanna aðstæður eða spyrjast fyrir áður en þið fóruð af stað? „Við vissum að fólk væri að mæta með hunda og sáum þónokkra á göngunni upp og niður. Þannig að okkur fannst ekki eins og það ætti að vera meira mál með kött. Við fylgdum ráðleggingum björgunarsveitarinnar og leyfðum Leó ekki að drekka úr pollum á svæðinu. Svo fékk hann auðvitað bað um leið og heim var komið.“ Meðlimir Björgunarsveitarinnar bentu okkur einnig á að sökum gasmengunar væri ekki ráðlagt að vera lengi uppi í stúkunni. Við tókum að sjálfsögðu tillit til þess og hefðum vafalaust rölt með hann niður ef honum hefði stafað hætta á því að verða veikur. Annars var hann vel varinn í bakpokanum og snerti aldrei jörð þar sem möguleg mengun gæti verið. Ferðist þið mikið með hann? „Ef það stendur til boða að taka hann með fær hann að fljóta með okkur. Hann fær að koma með í partí, vinaboð og spilakvöld þegar veður og almannavarnir leyfa.“ Aðspurður hvernig Leó unir sér í bakpokanum segir Ólafur hann væla aðeins fyrst en sé fljótur að róast þegar hann uppgötvi að það sé betra að koma með en að vera skilinn eftir heima. Leómundur hinn rólegasti við gosstöðvarnar. Hann er vanur því að ferðast mikið með eigendum sínum og fer út að ganga í sérstökum kisutaumi. Hvernig virkar þessi kisubakpoki, er hann alltaf í honum þegar þið ferðist með hann? „Þetta er sérstakur bakpoki sem er með kló fyrir tauminn og hægt er að opna litla gátt fyrir hann til að kíkja út um. Svo ferðumst með hann lengra, eins og í sumarbústað, fær hann að sitja í kjöltunni og fær klapp og knús þar til hann lognar út af.“ Fer hann einnig með ykkur út að labba með ykkur í kattataumi? „Já, við erum með ólar sem fara utan um líkama hans í staðinn fyrir bara um hálsinn. Það er betra fyrir dýrið en þessar sem fara bara utan um hálsinn. Hann fær að fara út í garð og í göngutúra í taumnum. Annað slagið keyrir bíll fram hjá of hratt og þá þarf að halda á honum þar til hann fær kjark til að ganga aftur.“ Eins og virðulegum og veraldarvönum skógarketti sæmir er Leómundur að sjálfsögðu kominn með sína eigin Instagram síðu sem hægt er að nálgast hér. View this post on Instagram A post shared by Leo the lion (@leomunds_tiny_hut)
Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Dýr Gæludýr Mest lesið Kyssast og kela en missa svo áhugann Lífið Sækir kraft í storminn sem systurnar upplifðu í forsjárdeilunni Lífið „Það er ekkert sem brýtur mann“ Lífið Alltaf hörð á því að halda meðgöngunni áfram Lífið „Abbababb, ertu stelpa í fótbolta?“ Áskorun Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið Diane Keaton er látin Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Októberspá Siggu Kling – Hrútur: Slepptu aðeins tökunum, þá ferðu með straumnum í rétta átt Lífið Fleiri fréttir Kyssast og kela en missa svo áhugann Sækir kraft í storminn sem systurnar upplifðu í forsjárdeilunni Alltaf hörð á því að halda meðgöngunni áfram Krakkatían: Dúkkuhús Gabbýjar, hringtorg og körfuboltamaður „Það er ekkert sem brýtur mann“ Diane Keaton er látin Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Sjá meira