Telur íslensk stjórnvöld hræðast að „stugga við“ Ísrael Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. maí 2021 20:31 Rósa Björk Brynjólfsdóttir þingmaður Samfylkingarinnar. Hún er einnig nefndarmaður í utanríkismálanefnd Alþingis. Vísir/vilhelm Þingmaður Samfylkingar vill að ríkisstjórnin fordæmi aðgerðir Ísraelsmanna á Gasasvæðinu undanfarna daga. Hún telur að stjórnvöld hræðist það að stugga við ísraelskum stjórnvöldum og því hafi ríkisstjórnin ekki tekið skýrari afstöðu með Palestínu en raun ber vitni. Fjölmenur mótmælafundur var haldinn á Austurvelli í dag undir yfirskriftinni „Stöðvum blóðbaðið“ en að honum stóð Félagið Ísland Palestína. Viðstaddir sýndu Palestínumönnum stuðning og hlýdu á tónlistaratriði og ræður. Rósa Björk Brynjólfsdóttir þingmaður Samfylkingarinnar sem var meðal ræðumanna segir atburði síðustu daga á Gasasvæðinu hræðilega. Hún telur að íslensk stjórnvöld eigi að efla þróunaraðstoð til Palestínu og að íhuga ætti viðskiptabann gegn Ísrael. „Þetta eru atburðir af því tagi að við verðum að gefa skýr skilaboð um að svona viðlíka loftárásir á saklausa borgara lýðast ekki. Það er verið að brjóta alþjóðalög, alþjóðasáttmála og ekki síst mannréttindi saklausra borgara,“ segir Rósa. „Það er ekki nóg að hafa áhyggjur af stöðunni heldur þurfum við að gefa skýr skilaboð og grípa til aðgerða með einhverjum hætti.“ Hvaða aðgerða? Hvað finnst þér að stjórnvöld ættu að gera? „Í fyrsta lagi að stjórnvöld gefi frá sér skýr skilaboð og taki afstöðu með saklausum borgurum og gegn loftárásum. Þarna er um að ræða eitt öflugasta hernaðarríki heims en Palestína er ekki með her.“ Hræðsla við Ísrael Alþjóðastofnanir og ríki um allan heim verði að fordæma þessar loftárásir. „Og við verðum að gera það sem ríki með afdráttarlausum hætti,“ segir Rósa. Þingflokkur Vinstri grænna fordæmdi árásir Ísraelshers fyrir helgi, einn ríkisstjórnarflokkanna. Þá hefur Samfylkingin einnig fordæmt árásirnar. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra sagði hins vegar í yfirlýsingu í byrjun vikunnar að „allir hlutaðeigandi“ ættu að halda aftur af ofbeldi. Af hverju telurðu að stjórnvöld hér hafi ekki tekið sterkari afstöðu en raun ber vitni? „Ég held að það sé hræðsla. Einhvers konar hræðsla við að stugga við ísraelskum stjórnvöldum og stuðningsmönnum þeirra en við megum ekki vera hrædd við að styðja við mannréttindi.“ Palestína Ísrael Reykjavík Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Fjölmenur mótmælafundur var haldinn á Austurvelli í dag undir yfirskriftinni „Stöðvum blóðbaðið“ en að honum stóð Félagið Ísland Palestína. Viðstaddir sýndu Palestínumönnum stuðning og hlýdu á tónlistaratriði og ræður. Rósa Björk Brynjólfsdóttir þingmaður Samfylkingarinnar sem var meðal ræðumanna segir atburði síðustu daga á Gasasvæðinu hræðilega. Hún telur að íslensk stjórnvöld eigi að efla þróunaraðstoð til Palestínu og að íhuga ætti viðskiptabann gegn Ísrael. „Þetta eru atburðir af því tagi að við verðum að gefa skýr skilaboð um að svona viðlíka loftárásir á saklausa borgara lýðast ekki. Það er verið að brjóta alþjóðalög, alþjóðasáttmála og ekki síst mannréttindi saklausra borgara,“ segir Rósa. „Það er ekki nóg að hafa áhyggjur af stöðunni heldur þurfum við að gefa skýr skilaboð og grípa til aðgerða með einhverjum hætti.“ Hvaða aðgerða? Hvað finnst þér að stjórnvöld ættu að gera? „Í fyrsta lagi að stjórnvöld gefi frá sér skýr skilaboð og taki afstöðu með saklausum borgurum og gegn loftárásum. Þarna er um að ræða eitt öflugasta hernaðarríki heims en Palestína er ekki með her.“ Hræðsla við Ísrael Alþjóðastofnanir og ríki um allan heim verði að fordæma þessar loftárásir. „Og við verðum að gera það sem ríki með afdráttarlausum hætti,“ segir Rósa. Þingflokkur Vinstri grænna fordæmdi árásir Ísraelshers fyrir helgi, einn ríkisstjórnarflokkanna. Þá hefur Samfylkingin einnig fordæmt árásirnar. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra sagði hins vegar í yfirlýsingu í byrjun vikunnar að „allir hlutaðeigandi“ ættu að halda aftur af ofbeldi. Af hverju telurðu að stjórnvöld hér hafi ekki tekið sterkari afstöðu en raun ber vitni? „Ég held að það sé hræðsla. Einhvers konar hræðsla við að stugga við ísraelskum stjórnvöldum og stuðningsmönnum þeirra en við megum ekki vera hrædd við að styðja við mannréttindi.“
Palestína Ísrael Reykjavík Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira