Telur íslensk stjórnvöld hræðast að „stugga við“ Ísrael Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. maí 2021 20:31 Rósa Björk Brynjólfsdóttir þingmaður Samfylkingarinnar. Hún er einnig nefndarmaður í utanríkismálanefnd Alþingis. Vísir/vilhelm Þingmaður Samfylkingar vill að ríkisstjórnin fordæmi aðgerðir Ísraelsmanna á Gasasvæðinu undanfarna daga. Hún telur að stjórnvöld hræðist það að stugga við ísraelskum stjórnvöldum og því hafi ríkisstjórnin ekki tekið skýrari afstöðu með Palestínu en raun ber vitni. Fjölmenur mótmælafundur var haldinn á Austurvelli í dag undir yfirskriftinni „Stöðvum blóðbaðið“ en að honum stóð Félagið Ísland Palestína. Viðstaddir sýndu Palestínumönnum stuðning og hlýdu á tónlistaratriði og ræður. Rósa Björk Brynjólfsdóttir þingmaður Samfylkingarinnar sem var meðal ræðumanna segir atburði síðustu daga á Gasasvæðinu hræðilega. Hún telur að íslensk stjórnvöld eigi að efla þróunaraðstoð til Palestínu og að íhuga ætti viðskiptabann gegn Ísrael. „Þetta eru atburðir af því tagi að við verðum að gefa skýr skilaboð um að svona viðlíka loftárásir á saklausa borgara lýðast ekki. Það er verið að brjóta alþjóðalög, alþjóðasáttmála og ekki síst mannréttindi saklausra borgara,“ segir Rósa. „Það er ekki nóg að hafa áhyggjur af stöðunni heldur þurfum við að gefa skýr skilaboð og grípa til aðgerða með einhverjum hætti.“ Hvaða aðgerða? Hvað finnst þér að stjórnvöld ættu að gera? „Í fyrsta lagi að stjórnvöld gefi frá sér skýr skilaboð og taki afstöðu með saklausum borgurum og gegn loftárásum. Þarna er um að ræða eitt öflugasta hernaðarríki heims en Palestína er ekki með her.“ Hræðsla við Ísrael Alþjóðastofnanir og ríki um allan heim verði að fordæma þessar loftárásir. „Og við verðum að gera það sem ríki með afdráttarlausum hætti,“ segir Rósa. Þingflokkur Vinstri grænna fordæmdi árásir Ísraelshers fyrir helgi, einn ríkisstjórnarflokkanna. Þá hefur Samfylkingin einnig fordæmt árásirnar. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra sagði hins vegar í yfirlýsingu í byrjun vikunnar að „allir hlutaðeigandi“ ættu að halda aftur af ofbeldi. Af hverju telurðu að stjórnvöld hér hafi ekki tekið sterkari afstöðu en raun ber vitni? „Ég held að það sé hræðsla. Einhvers konar hræðsla við að stugga við ísraelskum stjórnvöldum og stuðningsmönnum þeirra en við megum ekki vera hrædd við að styðja við mannréttindi.“ Palestína Ísrael Reykjavík Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Fleiri fréttir Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Sjá meira
Fjölmenur mótmælafundur var haldinn á Austurvelli í dag undir yfirskriftinni „Stöðvum blóðbaðið“ en að honum stóð Félagið Ísland Palestína. Viðstaddir sýndu Palestínumönnum stuðning og hlýdu á tónlistaratriði og ræður. Rósa Björk Brynjólfsdóttir þingmaður Samfylkingarinnar sem var meðal ræðumanna segir atburði síðustu daga á Gasasvæðinu hræðilega. Hún telur að íslensk stjórnvöld eigi að efla þróunaraðstoð til Palestínu og að íhuga ætti viðskiptabann gegn Ísrael. „Þetta eru atburðir af því tagi að við verðum að gefa skýr skilaboð um að svona viðlíka loftárásir á saklausa borgara lýðast ekki. Það er verið að brjóta alþjóðalög, alþjóðasáttmála og ekki síst mannréttindi saklausra borgara,“ segir Rósa. „Það er ekki nóg að hafa áhyggjur af stöðunni heldur þurfum við að gefa skýr skilaboð og grípa til aðgerða með einhverjum hætti.“ Hvaða aðgerða? Hvað finnst þér að stjórnvöld ættu að gera? „Í fyrsta lagi að stjórnvöld gefi frá sér skýr skilaboð og taki afstöðu með saklausum borgurum og gegn loftárásum. Þarna er um að ræða eitt öflugasta hernaðarríki heims en Palestína er ekki með her.“ Hræðsla við Ísrael Alþjóðastofnanir og ríki um allan heim verði að fordæma þessar loftárásir. „Og við verðum að gera það sem ríki með afdráttarlausum hætti,“ segir Rósa. Þingflokkur Vinstri grænna fordæmdi árásir Ísraelshers fyrir helgi, einn ríkisstjórnarflokkanna. Þá hefur Samfylkingin einnig fordæmt árásirnar. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra sagði hins vegar í yfirlýsingu í byrjun vikunnar að „allir hlutaðeigandi“ ættu að halda aftur af ofbeldi. Af hverju telurðu að stjórnvöld hér hafi ekki tekið sterkari afstöðu en raun ber vitni? „Ég held að það sé hræðsla. Einhvers konar hræðsla við að stugga við ísraelskum stjórnvöldum og stuðningsmönnum þeirra en við megum ekki vera hrædd við að styðja við mannréttindi.“
Palestína Ísrael Reykjavík Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Fleiri fréttir Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Sjá meira