Fjarlægjum flísina Sigríður Hrund Pétursdóttir skrifar 14. maí 2021 08:01 Náttúra Íslands er óviðjafnanleg og dýrmæt okkur öllum. Þegar við töltum af stað með nesti og nýja skó erum við öllu jöfnu vel búin, upplýst um veðuraðstæður og búin að kynna okkur hvert ganga skal það skiptið. Annað er óráðsía í landi sem getur auðveldlega boðið upp á fjölda sýnishorna af veðri innan sama sólarhrings. Við getum heimfært þessar ferðaaðstæður yfir á atvinnulíf okkar litla lands. Dýrmæt eru störfin í smáu en knáu hagkerfi 370 þúsund einstaklinga þjóð. Krefjandi aðstæður fela meðal annars í sér; hið titrandi gengi krónunnar, alþjóðaumhverfinu sem við erum óhjákvæmilega og eðlilega þátttakendur í, sem og hvaða atvinnuvegi skal helst næra og efla innanlands svo okkur vegni sem best. Þetta er dásamlega spennandi ferðalag allra sem í landinu búa, en við þurfum að gæta að aðbúnaði atvinnulífsins. Við erum því miður vanbúin og getum auðveldlega bætt um betur. Við erum með flís í fæti. Flís sem veldur okkur óþægindum og tefur okkur á atvinnugöngunni. Við gætum gengið skarpar, náð betri árangri og verið ánægðari ef við myndum fjarlægja flísina. Það þarf ekki nema eitt snöggt handtak og við höldum snarlega á flísinni í hendi og segjum sigri hrósandi: „þetta var nú mikill verkur yfir litlu spreki!“. Flísin er að sjálfsögðu jafnréttið sem við eigum eftir að raungera til fulls. Markvissar aðgerðir að því að velja fjölbreytni í atvinnulífinu eru flísatöngin sem mun grípa flísina föstum tökum og fjarlægja. Fjölbreytt atvinnulíf sem einkennist af grósku, samhug og samstöðu um jafnan rétt óháð kyni, aldri, uppruna og aðstæðum, er gönguleið sem við eigum að velja. Fjarlægjum flísina og ferðumst farsællega saman í flotta landinu okkar. Höfundur er eigandi Vinnupalla, fjárfestir og FKA kona. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jafnréttismál Sigríður Hrund Pétursdóttir Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Sjá meira
Náttúra Íslands er óviðjafnanleg og dýrmæt okkur öllum. Þegar við töltum af stað með nesti og nýja skó erum við öllu jöfnu vel búin, upplýst um veðuraðstæður og búin að kynna okkur hvert ganga skal það skiptið. Annað er óráðsía í landi sem getur auðveldlega boðið upp á fjölda sýnishorna af veðri innan sama sólarhrings. Við getum heimfært þessar ferðaaðstæður yfir á atvinnulíf okkar litla lands. Dýrmæt eru störfin í smáu en knáu hagkerfi 370 þúsund einstaklinga þjóð. Krefjandi aðstæður fela meðal annars í sér; hið titrandi gengi krónunnar, alþjóðaumhverfinu sem við erum óhjákvæmilega og eðlilega þátttakendur í, sem og hvaða atvinnuvegi skal helst næra og efla innanlands svo okkur vegni sem best. Þetta er dásamlega spennandi ferðalag allra sem í landinu búa, en við þurfum að gæta að aðbúnaði atvinnulífsins. Við erum því miður vanbúin og getum auðveldlega bætt um betur. Við erum með flís í fæti. Flís sem veldur okkur óþægindum og tefur okkur á atvinnugöngunni. Við gætum gengið skarpar, náð betri árangri og verið ánægðari ef við myndum fjarlægja flísina. Það þarf ekki nema eitt snöggt handtak og við höldum snarlega á flísinni í hendi og segjum sigri hrósandi: „þetta var nú mikill verkur yfir litlu spreki!“. Flísin er að sjálfsögðu jafnréttið sem við eigum eftir að raungera til fulls. Markvissar aðgerðir að því að velja fjölbreytni í atvinnulífinu eru flísatöngin sem mun grípa flísina föstum tökum og fjarlægja. Fjölbreytt atvinnulíf sem einkennist af grósku, samhug og samstöðu um jafnan rétt óháð kyni, aldri, uppruna og aðstæðum, er gönguleið sem við eigum að velja. Fjarlægjum flísina og ferðumst farsællega saman í flotta landinu okkar. Höfundur er eigandi Vinnupalla, fjárfestir og FKA kona.
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar