Hlutverk dómara er að vernda leikmennina Andri Már Eggertsson skrifar 13. maí 2021 18:10 Gunnar var afar svekktur með dómgæsluna í kvöld Vísir/Hulda Gunnar Magnússon þjálfari Aftureldingar, var afar svekktur með að ná ekki að landa sigri gegn KA eftir að Mosfellingar voru yfir lungann af leiknum og missa hann niður í jafntefli 27-27. „Frammistaðan í kvöld var frábær, síðustu mínútur leiksins voru erfiðar en það var ekki við okkur að sakast þar, KA liðið er mjög gott, stigið er mikilvægt en svekktur að þau hafa ekki verið tvö,“ sagði Gunnar. Leikurinn var jafn framan af í fyrri hálfleik en Afturelding tók þá við sér með góðu áhlaupi og voru yfir í hálfleik 17-14. „Við héldum aganum betur í þessum leik miðað við aðra sem við höfum verið að spila í vetur sem ég er mjög ánægður með, vorum góðir á báðum endum vallarins sem gerði það að verkum að við vorum þremur mörkum yfir í hálfleik.“ Gunnar talaði um að þeir spiluðu á fáum leikmönnum í restina þar sem margir af hans mönnum voru farnir útaf vegna meiðsla og því var róðurinn orðin mjög þungur undir restina. Dómgæslan í leiknum var afar sérstök og leyndi Gunnar því ekki að það sauð á honum vegna margra atvika sem voru metin á sérstakan hátt. „Þorsteinn Leó er á leiðinni upp á sjúkrahús í sjúkrabíl þar sem hann lenti illa eftir högg,“ sagði Gunnar sem vildi þó sjá brotið aftur í sjónvarpinu áður en hann myndi fella stóra dóminn. „KA gerði það tvisvar í leiknum að taka risa stórt skref þegar Úlfar Monsi fór í gegn sem er hættuleikur. Bergvin var líka tekinn hraustlega niður sem ég á eftir að sjá aftur,“ sagði þjálfarinn. „Ég er ekki að ásaka neinn um viljaverk en hlutverk dómara er að vernda leikmennina, þetta eru slys sem gerast en dómarar leiksins verða að vernda leikmennina þegar svona atvik eiga sér stað,“ sagði Gunnar að lokum. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Afturelding Olís-deild karla Íslenski handboltinn Handbolti Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - KA 27-27 | Liðin skiptu stigunum á milli sín Afturelding leiddi leikinn lengst af en góður lokakafli KA varð til þess að leikurinn endaði með jafntefli 27-27. 13. maí 2021 17:45 Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Fleiri fréttir Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Sjá meira
„Frammistaðan í kvöld var frábær, síðustu mínútur leiksins voru erfiðar en það var ekki við okkur að sakast þar, KA liðið er mjög gott, stigið er mikilvægt en svekktur að þau hafa ekki verið tvö,“ sagði Gunnar. Leikurinn var jafn framan af í fyrri hálfleik en Afturelding tók þá við sér með góðu áhlaupi og voru yfir í hálfleik 17-14. „Við héldum aganum betur í þessum leik miðað við aðra sem við höfum verið að spila í vetur sem ég er mjög ánægður með, vorum góðir á báðum endum vallarins sem gerði það að verkum að við vorum þremur mörkum yfir í hálfleik.“ Gunnar talaði um að þeir spiluðu á fáum leikmönnum í restina þar sem margir af hans mönnum voru farnir útaf vegna meiðsla og því var róðurinn orðin mjög þungur undir restina. Dómgæslan í leiknum var afar sérstök og leyndi Gunnar því ekki að það sauð á honum vegna margra atvika sem voru metin á sérstakan hátt. „Þorsteinn Leó er á leiðinni upp á sjúkrahús í sjúkrabíl þar sem hann lenti illa eftir högg,“ sagði Gunnar sem vildi þó sjá brotið aftur í sjónvarpinu áður en hann myndi fella stóra dóminn. „KA gerði það tvisvar í leiknum að taka risa stórt skref þegar Úlfar Monsi fór í gegn sem er hættuleikur. Bergvin var líka tekinn hraustlega niður sem ég á eftir að sjá aftur,“ sagði þjálfarinn. „Ég er ekki að ásaka neinn um viljaverk en hlutverk dómara er að vernda leikmennina, þetta eru slys sem gerast en dómarar leiksins verða að vernda leikmennina þegar svona atvik eiga sér stað,“ sagði Gunnar að lokum. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Afturelding Olís-deild karla Íslenski handboltinn Handbolti Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - KA 27-27 | Liðin skiptu stigunum á milli sín Afturelding leiddi leikinn lengst af en góður lokakafli KA varð til þess að leikurinn endaði með jafntefli 27-27. 13. maí 2021 17:45 Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Fleiri fréttir Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - KA 27-27 | Liðin skiptu stigunum á milli sín Afturelding leiddi leikinn lengst af en góður lokakafli KA varð til þess að leikurinn endaði með jafntefli 27-27. 13. maí 2021 17:45