Hlutverk dómara er að vernda leikmennina Andri Már Eggertsson skrifar 13. maí 2021 18:10 Gunnar var afar svekktur með dómgæsluna í kvöld Vísir/Hulda Gunnar Magnússon þjálfari Aftureldingar, var afar svekktur með að ná ekki að landa sigri gegn KA eftir að Mosfellingar voru yfir lungann af leiknum og missa hann niður í jafntefli 27-27. „Frammistaðan í kvöld var frábær, síðustu mínútur leiksins voru erfiðar en það var ekki við okkur að sakast þar, KA liðið er mjög gott, stigið er mikilvægt en svekktur að þau hafa ekki verið tvö,“ sagði Gunnar. Leikurinn var jafn framan af í fyrri hálfleik en Afturelding tók þá við sér með góðu áhlaupi og voru yfir í hálfleik 17-14. „Við héldum aganum betur í þessum leik miðað við aðra sem við höfum verið að spila í vetur sem ég er mjög ánægður með, vorum góðir á báðum endum vallarins sem gerði það að verkum að við vorum þremur mörkum yfir í hálfleik.“ Gunnar talaði um að þeir spiluðu á fáum leikmönnum í restina þar sem margir af hans mönnum voru farnir útaf vegna meiðsla og því var róðurinn orðin mjög þungur undir restina. Dómgæslan í leiknum var afar sérstök og leyndi Gunnar því ekki að það sauð á honum vegna margra atvika sem voru metin á sérstakan hátt. „Þorsteinn Leó er á leiðinni upp á sjúkrahús í sjúkrabíl þar sem hann lenti illa eftir högg,“ sagði Gunnar sem vildi þó sjá brotið aftur í sjónvarpinu áður en hann myndi fella stóra dóminn. „KA gerði það tvisvar í leiknum að taka risa stórt skref þegar Úlfar Monsi fór í gegn sem er hættuleikur. Bergvin var líka tekinn hraustlega niður sem ég á eftir að sjá aftur,“ sagði þjálfarinn. „Ég er ekki að ásaka neinn um viljaverk en hlutverk dómara er að vernda leikmennina, þetta eru slys sem gerast en dómarar leiksins verða að vernda leikmennina þegar svona atvik eiga sér stað,“ sagði Gunnar að lokum. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Afturelding Olís-deild karla Íslenski handboltinn Handbolti Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - KA 27-27 | Liðin skiptu stigunum á milli sín Afturelding leiddi leikinn lengst af en góður lokakafli KA varð til þess að leikurinn endaði með jafntefli 27-27. 13. maí 2021 17:45 Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Sport KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Sjá meira
„Frammistaðan í kvöld var frábær, síðustu mínútur leiksins voru erfiðar en það var ekki við okkur að sakast þar, KA liðið er mjög gott, stigið er mikilvægt en svekktur að þau hafa ekki verið tvö,“ sagði Gunnar. Leikurinn var jafn framan af í fyrri hálfleik en Afturelding tók þá við sér með góðu áhlaupi og voru yfir í hálfleik 17-14. „Við héldum aganum betur í þessum leik miðað við aðra sem við höfum verið að spila í vetur sem ég er mjög ánægður með, vorum góðir á báðum endum vallarins sem gerði það að verkum að við vorum þremur mörkum yfir í hálfleik.“ Gunnar talaði um að þeir spiluðu á fáum leikmönnum í restina þar sem margir af hans mönnum voru farnir útaf vegna meiðsla og því var róðurinn orðin mjög þungur undir restina. Dómgæslan í leiknum var afar sérstök og leyndi Gunnar því ekki að það sauð á honum vegna margra atvika sem voru metin á sérstakan hátt. „Þorsteinn Leó er á leiðinni upp á sjúkrahús í sjúkrabíl þar sem hann lenti illa eftir högg,“ sagði Gunnar sem vildi þó sjá brotið aftur í sjónvarpinu áður en hann myndi fella stóra dóminn. „KA gerði það tvisvar í leiknum að taka risa stórt skref þegar Úlfar Monsi fór í gegn sem er hættuleikur. Bergvin var líka tekinn hraustlega niður sem ég á eftir að sjá aftur,“ sagði þjálfarinn. „Ég er ekki að ásaka neinn um viljaverk en hlutverk dómara er að vernda leikmennina, þetta eru slys sem gerast en dómarar leiksins verða að vernda leikmennina þegar svona atvik eiga sér stað,“ sagði Gunnar að lokum. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Afturelding Olís-deild karla Íslenski handboltinn Handbolti Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - KA 27-27 | Liðin skiptu stigunum á milli sín Afturelding leiddi leikinn lengst af en góður lokakafli KA varð til þess að leikurinn endaði með jafntefli 27-27. 13. maí 2021 17:45 Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Sport KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - KA 27-27 | Liðin skiptu stigunum á milli sín Afturelding leiddi leikinn lengst af en góður lokakafli KA varð til þess að leikurinn endaði með jafntefli 27-27. 13. maí 2021 17:45