Segir aðkomu HÍ að rekstri spilakassa á ábyrgð stjórnvalda og skólans Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. maí 2021 16:12 Isabel Alejandra Díaz, forseti Stúdentaráðs, segir fjármögnun Háskólans skipta megin máli í rekstri HHÍ á spilakössum. Vísir Stúdentaráð Háskóla Íslands hefur kallað eftir því að Háskóli Íslands hætti rekstri spilakassa. Forseti Stúdentaráðs segir vandann aðallega felast í því að Háskólinn sé ekki nógu vel fjármagnaður af stjórnvöldum og gagnrýnir að skólinn þurfi að fjármagna starfsemi sína með rekstri slíkra kassa. „Háskóli Íslands, sem æðsta menntastofnun landsins, sem nýtur svona mikils trausts, á ekki að hafa aðkomu að svona rekstri. Eins og rannsóknir sýna benda til þess að þessi spilun hafi víðtækar afleiðingar og áhrif bæði á fólk sem spilar og aðstandendur,“ segir Isabel Alejandra Díaz, forseti Stúdentaráðs í samtali við fréttastofu. Stúdentaráð sendi frá sér ályktun í vikunni þar sem reksturinn var gagnrýndur. Málefni spilakassa hafa verið mikið í umræðunni undanfarin misseri en fréttaskýringaþátturinn Kompás fjallaði um málið í desember í fyrra. Þá hafa rekstraraðilar spilakassa hér á landi verið harðlega gagnrýndir en þeir eru margir hverjir hagsmuna- og góðgerðasamtök eins og SÁÁ, Rauði Krossinn og Landsbjörg. SÁÁ hefur þegar dregið sig úr rekstri spilakassa en Rauði Krossinn og Landsbjörg halda enn uppi rekstri Íslandsspila. „Þetta hefur helst áhrif á viðkvæmustu hópa samfélagsins og ungt fólk. Við teljum að Háskólinn geti ekki verið þátttakandi í þessum rekstri og eigi að sýna samfélagslega ábyrgð með því að slíta allir aðkomu að þessu,“ segir Isabel. Háskólinn hefur einnig verið harðlega gagnrýndur fyrir rekstur spilakassa en Samtök áhugafólks um spilafíkn hótaði Happdrætti Háskóla Íslands að starfsemin yrði kærð til lögreglu yrði henni ekki hætt. Isabel segir reksturinn alvarlegan og að Háskólinn ætti ekki að standa í slíkum rekstri. Ábyrgðin liggi þó endanlega hjá stjórnvöldum, sem hafi ekki veitt Háskólanum nægjanlegar fjárveitingar og hafi skólinn því þurft að snúa sér til þessarar leiðar. „Endanlega ábyrgðin liggur samt hjá stjórnvöldum af því að þetta er ríkisrekin stofnun. Og þó hún sé sjálfstæð þá bera stjórnvöld endanlega ábyrgð á því að fjármagna háskólann. Við höfum verið að beita okkur fyrir viðunandi fjármögnun til Háskólans og þetta sýnir vel að fjármögnunin er ekki viðunandi og er ekki nóg fyrst að háskólinn þarf að reiða á happdrættisfé,“ segir Isabel. „Það eru vonbrigði að Háskólinn þurfi að gera það og að stjórnvöld séu ekki að koma að rekstri Háskólans með víðtækari þætti en þetta. Að okkar mati er eins og stjórnvöld hafi sett ábyrgðina á HÍ og HHÍ.“ Skýtur skökku við að Háskólinn standi ekki undir sér án reksturs spilakassa Starfshópur hefur verið skipaður af dómsmálaráðherra til að leita úrbóta sem hægt sé að gera á lagaumhverfinu til þess að stuðla að ábyrgari spilamennsku. Rektor Háskóla Íslands skipaði í vor starfshóp sem hefur starfsemi Happdrætti Háskólans til skoðunar. „Okkur finnst samt ljóst að það hefur vantað þennan pólitíska vilja til að taka málið föstum tökum af hálfu stjórnvalda. Háskólinn á auðvitað ekki að koma að svona rekstri en ef hann hættir honum þá stendur Háskólinn ekki fjárhagslega undir sér. Hver ber ábyrgð á því? Endanleg ábyrgð er á stjórnvöldum,“ segir Isabel. Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra, sagði á fundi velferðarnefndar um málið að hún muni ekki leggjast gegn því að fundnar verði aðrar leiðir til að fjármagna Háskólann. Isabel segir það þó á borði stjórnvalda að ákveða hvort það sé gerlegt. „En það er líka á ábyrgð Háskólans að segja að hann vilji að það sé skoðað. Að hann vilji ekki reiða sig á happdrættisfé. Háskólinn hefur fjármagnað mikla uppbyggingu með happdrættisfé sem var auðvitað mjög mikilvægt. En við setjum stórt spurningamerki við það að 26 byggingar hafi verið fjármagnaðar með rekstri spilakassa,“ segir Isabel. Háskólar Fíkn Hagsmunir stúdenta Fjárhættuspil Tengdar fréttir Kæra rekstur spilakassa til lögreglu verði starfseminni ekki hætt Happdrætti Háskóla Íslands hefur verið veittur nokkurra daga frestur til þess að hætta rekstri spilakassa, annars verði starfsemin kærð til lögreglu. Formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn segir að fólk sem hafi jafnvel misst aleiguna vegna meintrar ólöglegrar starfsemi muni jafnframt krefjast bóta. 17. mars 2021 18:45 Spilaði bókstaflega allt frá sér Karítas Valsdóttir er 34 ára þriggja barna móðir og er hún forfallinn spilafíkill sem misst hefur allt frá sér vegna fíknarinnar. 22. febrúar 2021 10:29 RKÍ og Landsbjörg vilja að spilakort verði tekin upp hér á landi Bæði Rauði krossinn á Íslandi (RKÍ) og Landsbjörg, eigendur Íslandsspila, vilja að tekin verði upp svokölluð spilakort hér á landi. Íslandsspil reka spilakassa sem var lokað í kórónuveirufaraldrinum í þágu sóttvarnaráðstafana. 18. febrúar 2021 10:14 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Fleiri fréttir Maður skotinn í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Sjá meira
„Háskóli Íslands, sem æðsta menntastofnun landsins, sem nýtur svona mikils trausts, á ekki að hafa aðkomu að svona rekstri. Eins og rannsóknir sýna benda til þess að þessi spilun hafi víðtækar afleiðingar og áhrif bæði á fólk sem spilar og aðstandendur,“ segir Isabel Alejandra Díaz, forseti Stúdentaráðs í samtali við fréttastofu. Stúdentaráð sendi frá sér ályktun í vikunni þar sem reksturinn var gagnrýndur. Málefni spilakassa hafa verið mikið í umræðunni undanfarin misseri en fréttaskýringaþátturinn Kompás fjallaði um málið í desember í fyrra. Þá hafa rekstraraðilar spilakassa hér á landi verið harðlega gagnrýndir en þeir eru margir hverjir hagsmuna- og góðgerðasamtök eins og SÁÁ, Rauði Krossinn og Landsbjörg. SÁÁ hefur þegar dregið sig úr rekstri spilakassa en Rauði Krossinn og Landsbjörg halda enn uppi rekstri Íslandsspila. „Þetta hefur helst áhrif á viðkvæmustu hópa samfélagsins og ungt fólk. Við teljum að Háskólinn geti ekki verið þátttakandi í þessum rekstri og eigi að sýna samfélagslega ábyrgð með því að slíta allir aðkomu að þessu,“ segir Isabel. Háskólinn hefur einnig verið harðlega gagnrýndur fyrir rekstur spilakassa en Samtök áhugafólks um spilafíkn hótaði Happdrætti Háskóla Íslands að starfsemin yrði kærð til lögreglu yrði henni ekki hætt. Isabel segir reksturinn alvarlegan og að Háskólinn ætti ekki að standa í slíkum rekstri. Ábyrgðin liggi þó endanlega hjá stjórnvöldum, sem hafi ekki veitt Háskólanum nægjanlegar fjárveitingar og hafi skólinn því þurft að snúa sér til þessarar leiðar. „Endanlega ábyrgðin liggur samt hjá stjórnvöldum af því að þetta er ríkisrekin stofnun. Og þó hún sé sjálfstæð þá bera stjórnvöld endanlega ábyrgð á því að fjármagna háskólann. Við höfum verið að beita okkur fyrir viðunandi fjármögnun til Háskólans og þetta sýnir vel að fjármögnunin er ekki viðunandi og er ekki nóg fyrst að háskólinn þarf að reiða á happdrættisfé,“ segir Isabel. „Það eru vonbrigði að Háskólinn þurfi að gera það og að stjórnvöld séu ekki að koma að rekstri Háskólans með víðtækari þætti en þetta. Að okkar mati er eins og stjórnvöld hafi sett ábyrgðina á HÍ og HHÍ.“ Skýtur skökku við að Háskólinn standi ekki undir sér án reksturs spilakassa Starfshópur hefur verið skipaður af dómsmálaráðherra til að leita úrbóta sem hægt sé að gera á lagaumhverfinu til þess að stuðla að ábyrgari spilamennsku. Rektor Háskóla Íslands skipaði í vor starfshóp sem hefur starfsemi Happdrætti Háskólans til skoðunar. „Okkur finnst samt ljóst að það hefur vantað þennan pólitíska vilja til að taka málið föstum tökum af hálfu stjórnvalda. Háskólinn á auðvitað ekki að koma að svona rekstri en ef hann hættir honum þá stendur Háskólinn ekki fjárhagslega undir sér. Hver ber ábyrgð á því? Endanleg ábyrgð er á stjórnvöldum,“ segir Isabel. Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra, sagði á fundi velferðarnefndar um málið að hún muni ekki leggjast gegn því að fundnar verði aðrar leiðir til að fjármagna Háskólann. Isabel segir það þó á borði stjórnvalda að ákveða hvort það sé gerlegt. „En það er líka á ábyrgð Háskólans að segja að hann vilji að það sé skoðað. Að hann vilji ekki reiða sig á happdrættisfé. Háskólinn hefur fjármagnað mikla uppbyggingu með happdrættisfé sem var auðvitað mjög mikilvægt. En við setjum stórt spurningamerki við það að 26 byggingar hafi verið fjármagnaðar með rekstri spilakassa,“ segir Isabel.
Háskólar Fíkn Hagsmunir stúdenta Fjárhættuspil Tengdar fréttir Kæra rekstur spilakassa til lögreglu verði starfseminni ekki hætt Happdrætti Háskóla Íslands hefur verið veittur nokkurra daga frestur til þess að hætta rekstri spilakassa, annars verði starfsemin kærð til lögreglu. Formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn segir að fólk sem hafi jafnvel misst aleiguna vegna meintrar ólöglegrar starfsemi muni jafnframt krefjast bóta. 17. mars 2021 18:45 Spilaði bókstaflega allt frá sér Karítas Valsdóttir er 34 ára þriggja barna móðir og er hún forfallinn spilafíkill sem misst hefur allt frá sér vegna fíknarinnar. 22. febrúar 2021 10:29 RKÍ og Landsbjörg vilja að spilakort verði tekin upp hér á landi Bæði Rauði krossinn á Íslandi (RKÍ) og Landsbjörg, eigendur Íslandsspila, vilja að tekin verði upp svokölluð spilakort hér á landi. Íslandsspil reka spilakassa sem var lokað í kórónuveirufaraldrinum í þágu sóttvarnaráðstafana. 18. febrúar 2021 10:14 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Fleiri fréttir Maður skotinn í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Sjá meira
Kæra rekstur spilakassa til lögreglu verði starfseminni ekki hætt Happdrætti Háskóla Íslands hefur verið veittur nokkurra daga frestur til þess að hætta rekstri spilakassa, annars verði starfsemin kærð til lögreglu. Formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn segir að fólk sem hafi jafnvel misst aleiguna vegna meintrar ólöglegrar starfsemi muni jafnframt krefjast bóta. 17. mars 2021 18:45
Spilaði bókstaflega allt frá sér Karítas Valsdóttir er 34 ára þriggja barna móðir og er hún forfallinn spilafíkill sem misst hefur allt frá sér vegna fíknarinnar. 22. febrúar 2021 10:29
RKÍ og Landsbjörg vilja að spilakort verði tekin upp hér á landi Bæði Rauði krossinn á Íslandi (RKÍ) og Landsbjörg, eigendur Íslandsspila, vilja að tekin verði upp svokölluð spilakort hér á landi. Íslandsspil reka spilakassa sem var lokað í kórónuveirufaraldrinum í þágu sóttvarnaráðstafana. 18. febrúar 2021 10:14