Til hjálpar fíkniefnaneytendum Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 12. maí 2021 07:00 Nú liggur fyrir á þinginu frumvarp heilbrigðisráðherra um svonefnda afglæpavæðingu neysluskammta á fíkniefnum. Í greinargerð með frumvarpinu er vísað til stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar þar sem segir að „snúa þurfi af braut harðra refsinga fyrir neyslu fíkniefna og að leggja skuli áherslu á forvarnir og lýðheilsu.“ Á þeim forsendum er það lagt til í frumvarpinu að varsla neysluskammta af fíkniefnum verði heimil og skref tekið í þá átt að vandi fíkniefnanotenda sé meðhöndlaður í heilbrigðiskerfinu fremur en dómskerfinu. Um árabil hafa mál varðandi einkaneyslu verið meðhöndluð þannig að þeim er lokið með sektargerð komi þau til kasta lögreglu. Því hafa fangelsisrefsingar fyrir slík brot í raun verið aflagðar. Það er mikilvæg nálgun og viðhorfsbreyting að fíknisjúkdómar séu meðhöndlaðir sem slíkir innan heilbrigðiskerfisins. Það þekkjum við aðstandendur fíkniefnaneytenda af eigin raun. Við vitum að forvarnir og meðhöndlun fíknisjúkdóma er besta leiðin til að draga úr vandanum. Sá árangur sem náðst hefur í þeim efnum er ekki sjálfgefinn og honum má ekki stefna í hættu. Sú hugsun sem býr að baki frumvarpi heilbrigðisráðherra er ekki röng en skilaboðin sem í því felast eru varasöm. Með því að gera vörslu og neyslu ólögmætra vímuefna refsilausa erum við að senda fólki, sérstaklega ungu fólki, þau skilaboð að þetta sé í lagi. Við þurfum að stíga stærri skref í forvörnum, fræðslu og meðferðarúrræðum áður en við getum farið að huga að því að „normalisera“ neyslu efnanna með þeim hætti sem gert er með frumvarpinu. Neysla eiturlyfja er alvarlegt vandamál sem hefur þungbærar afleiðingar bæði fyrir fíkniefnaneytendur og fyrir fjölskyldur þeirra. Á hverju ári missum við ungmenni úr neyslu. Hvert eitt og einasta er einu of mikið. Það ætti því að vera algjört forgangsmál að efla og auka skilvirkar forvarnir, fræðslu og meðferðarúrræði. Við þurfum að stíga skrefin í réttri röð og ekki auka á þann vanda sem við erum að reyna að leysa. Ef ætlunin er að hjálpa fíkniefnaneytendum þá eigum við að gera einmitt það. Diljá Mist Einarsdóttir Höfundur er hæstaréttarlögmaður, aðstoðarmaður utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra og frambjóðandi til 3. sætis í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun: Kosningar 2021 Fíkn Mest lesið Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Nú liggur fyrir á þinginu frumvarp heilbrigðisráðherra um svonefnda afglæpavæðingu neysluskammta á fíkniefnum. Í greinargerð með frumvarpinu er vísað til stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar þar sem segir að „snúa þurfi af braut harðra refsinga fyrir neyslu fíkniefna og að leggja skuli áherslu á forvarnir og lýðheilsu.“ Á þeim forsendum er það lagt til í frumvarpinu að varsla neysluskammta af fíkniefnum verði heimil og skref tekið í þá átt að vandi fíkniefnanotenda sé meðhöndlaður í heilbrigðiskerfinu fremur en dómskerfinu. Um árabil hafa mál varðandi einkaneyslu verið meðhöndluð þannig að þeim er lokið með sektargerð komi þau til kasta lögreglu. Því hafa fangelsisrefsingar fyrir slík brot í raun verið aflagðar. Það er mikilvæg nálgun og viðhorfsbreyting að fíknisjúkdómar séu meðhöndlaðir sem slíkir innan heilbrigðiskerfisins. Það þekkjum við aðstandendur fíkniefnaneytenda af eigin raun. Við vitum að forvarnir og meðhöndlun fíknisjúkdóma er besta leiðin til að draga úr vandanum. Sá árangur sem náðst hefur í þeim efnum er ekki sjálfgefinn og honum má ekki stefna í hættu. Sú hugsun sem býr að baki frumvarpi heilbrigðisráðherra er ekki röng en skilaboðin sem í því felast eru varasöm. Með því að gera vörslu og neyslu ólögmætra vímuefna refsilausa erum við að senda fólki, sérstaklega ungu fólki, þau skilaboð að þetta sé í lagi. Við þurfum að stíga stærri skref í forvörnum, fræðslu og meðferðarúrræðum áður en við getum farið að huga að því að „normalisera“ neyslu efnanna með þeim hætti sem gert er með frumvarpinu. Neysla eiturlyfja er alvarlegt vandamál sem hefur þungbærar afleiðingar bæði fyrir fíkniefnaneytendur og fyrir fjölskyldur þeirra. Á hverju ári missum við ungmenni úr neyslu. Hvert eitt og einasta er einu of mikið. Það ætti því að vera algjört forgangsmál að efla og auka skilvirkar forvarnir, fræðslu og meðferðarúrræði. Við þurfum að stíga skrefin í réttri röð og ekki auka á þann vanda sem við erum að reyna að leysa. Ef ætlunin er að hjálpa fíkniefnaneytendum þá eigum við að gera einmitt það. Diljá Mist Einarsdóttir Höfundur er hæstaréttarlögmaður, aðstoðarmaður utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra og frambjóðandi til 3. sætis í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun