Auðlindir og geimverur Brynjar Níelsson skrifar 10. maí 2021 16:28 Stundum er sagt að glöggt sé gestsauga. Það á greinilega ekki alltaf við. Vikulega skrifar í Fréttablaðið rithöfundur búsettur á Bretlandseyjum, sem samsvarar sér vel við 101 fólkið í London, sem er það eina sem eftir er á öllum Bretlandseyjum sem kýs Verkamannaflokkinn. Þröng og sjálfhverf mennta- og menningarelíta sem er í engum tengslum við stritandi alþýðu og hefur enga hugmynd um hvernig verðmæti verða til. Flýgur um allan heim illa haldið af lofslagskvíða til að halda málþing um endalok jarðarinnar og segja okkur hvað þau eru gáfuð og góð. Verðmætasköpun Fyrir rúmri viku skrifaði rithöfundurinn pistil í Fréttablaðið með yfirskriftinni, Brynjar og geimverurnar. Var hann eitthvað ósáttur við að ég skyldi gera mikið úr öflugum útgerðarfyrirtækjum í verðmætasköpun fyrir þjóðarbúið og benti mér föðurlega á að uppspretta verðmætanna væri fiskurinn í sjónum. Vissulega má segja að fiskurinn sé uppsprettan en hann er samt verðlaus syndandi í sjónum. Oftrú á auðlindir einkennir gjarnan umfjöllun þeirra sem minnst geta og minnst framkvæma. Þessi hópur er sérlega upptekinn af verðmæti auðlinda. Í heiminum eru fjölmargar þjóðir sem eiga gnótt auðlinda, sem gætu ef vel er með farið tryggt íbúum þeirra viðunandi lífskjör. Það er hins vegar langt í frá að hægt sé að setja samasem merki á milli auðlinda og afkomu. Á sama tíma og peningaleg verðmæti auðlinda eru ofmetin er virði þeirra einstaklinga sem skapa verðmæti úr auðlindum vanmetin. Vel rekin fyrirtæki eru auðlind Fiskurinn í sjónum er auðlind. Skipulag veiðanna, skynsemi í fjárfestingum, markaðssetning, gæðastjórnun, verðlagning, sala og rekstur er hins vegar vanmetinn. Samkeppnin er hörð, markaðaðstæður geta breyst hratt, og gera kröfu til þess að brugðist sé strax við. Að öðrum kosti er hætt við að viðkomandi verði undir í samkeppninni og verðmæti auðlindarinnar fari forgörðum. Það er því enginn ástæða til að tala fyrirtæki niður sem nær árangri. Það þarf mikla eljusemi, dugnað og útsjónarsemi til þess að reka fyrirtæki vel. Það er hins vegar enginn vandi að gera það illa. Hún er mikil ábyrgð þeirra sem nýta auðlindirnar og gera sem mest verðmæti úr þeim. Miklar og heitar tilfinningar eru til staðar þegar kemur að nýtingu auðlinda landsins, ekki síst þegar vel gengur. Því þarf, hvort sem mönnum líkar betur eða verr, að sýna ákveðna auðmýkt, jafnvel þótt mönnum finnist vegið óheiðarlega að þeim. Að öðrum kosti er sú hætta raunveruleg að grafið verði undan efnahagslegum undirstöðum, sem öflugt fiskveiðistjórnunarkerfi er, öllum til tjóns. Hins vegar þarf elítan í 101, hvort sem hún er í Reykjavík eða London, að ná örlítilli stjórn á tilfinningum sínum og hleypa að rökum og skynsemi. Það er enginn að stela auðlindinni eða að hafa af okkur fé. Hagsmunir þjóðarbúsins eru öflug og samkeppnishæf fyrirtæki og það er ekki í okkar þágu að auka skatta og gjöld í ríkissjóð og veikja með því fyrirtækin og samkeppnishæfni þeirra. Það er heldur ekki í okkar þágu að tala þau niður um allan heim og hafa uppi ásakanir opinberlega um hvers kyns ólögmæta háttsemi þeirra án þess að hafa nægar forsendur til. Það heitir að pissa í skóinn sinn. Hagnaður eða arður fyrirtækja er ekki á kostnað almennings eins og margir halda, einkum þeir sem fá allt sitt úr ríkissjóði og þekkja ekki annað. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Brynjar Níelsson Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Sjá meira
Stundum er sagt að glöggt sé gestsauga. Það á greinilega ekki alltaf við. Vikulega skrifar í Fréttablaðið rithöfundur búsettur á Bretlandseyjum, sem samsvarar sér vel við 101 fólkið í London, sem er það eina sem eftir er á öllum Bretlandseyjum sem kýs Verkamannaflokkinn. Þröng og sjálfhverf mennta- og menningarelíta sem er í engum tengslum við stritandi alþýðu og hefur enga hugmynd um hvernig verðmæti verða til. Flýgur um allan heim illa haldið af lofslagskvíða til að halda málþing um endalok jarðarinnar og segja okkur hvað þau eru gáfuð og góð. Verðmætasköpun Fyrir rúmri viku skrifaði rithöfundurinn pistil í Fréttablaðið með yfirskriftinni, Brynjar og geimverurnar. Var hann eitthvað ósáttur við að ég skyldi gera mikið úr öflugum útgerðarfyrirtækjum í verðmætasköpun fyrir þjóðarbúið og benti mér föðurlega á að uppspretta verðmætanna væri fiskurinn í sjónum. Vissulega má segja að fiskurinn sé uppsprettan en hann er samt verðlaus syndandi í sjónum. Oftrú á auðlindir einkennir gjarnan umfjöllun þeirra sem minnst geta og minnst framkvæma. Þessi hópur er sérlega upptekinn af verðmæti auðlinda. Í heiminum eru fjölmargar þjóðir sem eiga gnótt auðlinda, sem gætu ef vel er með farið tryggt íbúum þeirra viðunandi lífskjör. Það er hins vegar langt í frá að hægt sé að setja samasem merki á milli auðlinda og afkomu. Á sama tíma og peningaleg verðmæti auðlinda eru ofmetin er virði þeirra einstaklinga sem skapa verðmæti úr auðlindum vanmetin. Vel rekin fyrirtæki eru auðlind Fiskurinn í sjónum er auðlind. Skipulag veiðanna, skynsemi í fjárfestingum, markaðssetning, gæðastjórnun, verðlagning, sala og rekstur er hins vegar vanmetinn. Samkeppnin er hörð, markaðaðstæður geta breyst hratt, og gera kröfu til þess að brugðist sé strax við. Að öðrum kosti er hætt við að viðkomandi verði undir í samkeppninni og verðmæti auðlindarinnar fari forgörðum. Það er því enginn ástæða til að tala fyrirtæki niður sem nær árangri. Það þarf mikla eljusemi, dugnað og útsjónarsemi til þess að reka fyrirtæki vel. Það er hins vegar enginn vandi að gera það illa. Hún er mikil ábyrgð þeirra sem nýta auðlindirnar og gera sem mest verðmæti úr þeim. Miklar og heitar tilfinningar eru til staðar þegar kemur að nýtingu auðlinda landsins, ekki síst þegar vel gengur. Því þarf, hvort sem mönnum líkar betur eða verr, að sýna ákveðna auðmýkt, jafnvel þótt mönnum finnist vegið óheiðarlega að þeim. Að öðrum kosti er sú hætta raunveruleg að grafið verði undan efnahagslegum undirstöðum, sem öflugt fiskveiðistjórnunarkerfi er, öllum til tjóns. Hins vegar þarf elítan í 101, hvort sem hún er í Reykjavík eða London, að ná örlítilli stjórn á tilfinningum sínum og hleypa að rökum og skynsemi. Það er enginn að stela auðlindinni eða að hafa af okkur fé. Hagsmunir þjóðarbúsins eru öflug og samkeppnishæf fyrirtæki og það er ekki í okkar þágu að auka skatta og gjöld í ríkissjóð og veikja með því fyrirtækin og samkeppnishæfni þeirra. Það er heldur ekki í okkar þágu að tala þau niður um allan heim og hafa uppi ásakanir opinberlega um hvers kyns ólögmæta háttsemi þeirra án þess að hafa nægar forsendur til. Það heitir að pissa í skóinn sinn. Hagnaður eða arður fyrirtækja er ekki á kostnað almennings eins og margir halda, einkum þeir sem fá allt sitt úr ríkissjóði og þekkja ekki annað. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun