Vor að hörðum vetri loknum Kolbrún Birna Bjarnadóttir og Valur Ægisson skrifa 11. maí 2021 10:01 Í augum flestra var árið 2020 óhefðbundið. Það einkenndist af heimavinnu, Teams-hittingum og ferðalögum innanlands. Áhrif veirufaraldursins á hagkerfi heimsins voru mikil og hagvöxtur var neikvæður í fyrsta sinn síðan árið 2009. Alþjóðlegir orkumarkaðir og afurðamarkaðir stórnotenda fóru ekki varhluta af þessu og árið var sögulegt fyrir þær sakir að verð voru mjög lág og jafnvel lægri en nokkru sinni fyrr. Hinn fullkomni stormur Á evrópskum orkumörkuðum lækkuðu verð vegna minni eftirspurnar og hægagangs efnahagslífsins. Verð á þýska raforkumarkaðnum í apríl var það lægsta frá árinu 2000 eða tæpar 17 evrur á megawattstund. Það verð var þó hátt miðað við júlímánuð á Norðurlöndunum, en þá var verð á Nord Pool markaðnum 2 evrur á megawattstund, langlægsta verð frá stofnun markaðarins í lok síðustu aldar. Til samanburðar má nefna að meðalverð ársins 2019 á Norðurlöndunum og Þýskalandi var tæpar 40 evrur á megawattstund. Það má segja að hinn fullkomni stormur hafi myndast á Nord Pool á seinasta ári. Margir samverkandi þættir ollu því að tenging við aðra markaði rofnaði og raforkuverð náði lægstu lægðum. Auk áhrifa heimskreppunnar á eftirspurn var offramboð á raforku vegna hagfellds veðurfars og hraðrar þróunar vindorku. Nýtt framboð kom inn á markaðinn áður en samtengingar við nágrannalönd voru auknar með nýjum sæstrengjum. Þessi einstaka atburðarás gerði að verkum að raforkuverð á Norðurlöndunum lækkaði meira en ella. Lágt afurðaverð í heimsfaraldri Framleiðendur málma fóru ekki varhluta af minni eftirspurn og dæmi voru um að markaðir viðskiptavina lokuðust. Í heiminum utan Kína dróst eftirspurn áls saman um 13% frá fyrra ári og kísilmálms um 10%. Verð lækkuðu og fór álverð lægst í tæplega 1.500 dollara á tonnið síðasta vor og kísilverð í rúmlega 1.800 dollara á tonn. Ljóst er að rekstur ál- og kísilvera er erfiður þegar verð eru lág, en afurðaverðið hefur mest áhrif á fjárhagslega afkomu slíks reksturs. Til að koma til móts við krefjandi stöðu á mörkuðum viðskiptavina sinna ákvað Landsvirkjun að lækka verð tímabundið til þeirra viðskiptavina sem greiddu orkuverð yfir kostnaðarverði eða voru ekki með innbyggðar verðtengingar í samningum. Með því tókst að verja samkeppnishæfni þeirra og tryggja áframhaldandi verðmætasköpun og nýtingu innviða sem Landsvirkjun og viðskiptavinir okkar hafa fjárfest í. Dagrenning á mörkuðum Eftir dimmviðri síðasta árs á mörkuðum hefur birt yfir á fyrstu mánuðum ársins 2021. Raforkuverð á evrópskum mörkuðum hefur hækkað og er í dag hærra en það var fyrir kórónuveirufaraldurinn, en meðalverð á Nord Pool það sem af er þessum mánuði er yfir 50 evrum á megawattstund. Jafnvægi hefur náðst á milli framboðs og eftirspurnar á norræna markaðnum. Eftirspurn er nú orðin svipuð því sem hún var árið 2019, framboð frá endurnýjanlegum orkugjöfum er í meðallagi og nýjar tengingar við nágrannalönd komnar í gagnið. Spurn eftir málmum hefur tekið við sér og náð fyrri styrk. Álverð hefur hækkað um 60% frá því það fór hvað lægst og stendur í dag í rúmlega 2.400 dollurum á tonn. Því til viðbótar hefur svokallað sérvöruálag (e. premium) hækkað umtalsvert. Sem dæmi hefur verð á álstöngum, sem er megin framleiðsluvara álvers Rio Tinto í Straumsvík, rúmlega þrefaldast á síðustu 12 mánuðum og fær álverið í dag samtals rúmlega 3.200 dollara á tonn fyrir framleiðsluvöru sína. Við í viðskiptagreiningu og þróun markaða hjá Landsvirkjun stöndum fyrir opnum fundi á morgun, miðvikudaginn 12. maí undir yfirskriftinni Dagrenning á mörkuðum, þar sem við og álsérfræðingur frá breska greiningarfyrirtækinu CRU förum yfir þróun á mörkuðum og áhrif þeirra hræringa á samkeppnisstöðu raforkugeirans á Íslandi. Fundurinn hefst kl. 9 og verður streymt í beinni útsendingu á Facebook-síðu Landsvirkjunar. Valur Ægisson er forstöðumaður viðskiptagreiningar og þróunar markaða hjá Landsvirkjun Kolbrún Birna Bjarnadóttir er sérfræðingur í viðskiptagreiningu og þróun markaða hjá Landsvirkjun Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Landsvirkjun Valur Ægisson Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Í augum flestra var árið 2020 óhefðbundið. Það einkenndist af heimavinnu, Teams-hittingum og ferðalögum innanlands. Áhrif veirufaraldursins á hagkerfi heimsins voru mikil og hagvöxtur var neikvæður í fyrsta sinn síðan árið 2009. Alþjóðlegir orkumarkaðir og afurðamarkaðir stórnotenda fóru ekki varhluta af þessu og árið var sögulegt fyrir þær sakir að verð voru mjög lág og jafnvel lægri en nokkru sinni fyrr. Hinn fullkomni stormur Á evrópskum orkumörkuðum lækkuðu verð vegna minni eftirspurnar og hægagangs efnahagslífsins. Verð á þýska raforkumarkaðnum í apríl var það lægsta frá árinu 2000 eða tæpar 17 evrur á megawattstund. Það verð var þó hátt miðað við júlímánuð á Norðurlöndunum, en þá var verð á Nord Pool markaðnum 2 evrur á megawattstund, langlægsta verð frá stofnun markaðarins í lok síðustu aldar. Til samanburðar má nefna að meðalverð ársins 2019 á Norðurlöndunum og Þýskalandi var tæpar 40 evrur á megawattstund. Það má segja að hinn fullkomni stormur hafi myndast á Nord Pool á seinasta ári. Margir samverkandi þættir ollu því að tenging við aðra markaði rofnaði og raforkuverð náði lægstu lægðum. Auk áhrifa heimskreppunnar á eftirspurn var offramboð á raforku vegna hagfellds veðurfars og hraðrar þróunar vindorku. Nýtt framboð kom inn á markaðinn áður en samtengingar við nágrannalönd voru auknar með nýjum sæstrengjum. Þessi einstaka atburðarás gerði að verkum að raforkuverð á Norðurlöndunum lækkaði meira en ella. Lágt afurðaverð í heimsfaraldri Framleiðendur málma fóru ekki varhluta af minni eftirspurn og dæmi voru um að markaðir viðskiptavina lokuðust. Í heiminum utan Kína dróst eftirspurn áls saman um 13% frá fyrra ári og kísilmálms um 10%. Verð lækkuðu og fór álverð lægst í tæplega 1.500 dollara á tonnið síðasta vor og kísilverð í rúmlega 1.800 dollara á tonn. Ljóst er að rekstur ál- og kísilvera er erfiður þegar verð eru lág, en afurðaverðið hefur mest áhrif á fjárhagslega afkomu slíks reksturs. Til að koma til móts við krefjandi stöðu á mörkuðum viðskiptavina sinna ákvað Landsvirkjun að lækka verð tímabundið til þeirra viðskiptavina sem greiddu orkuverð yfir kostnaðarverði eða voru ekki með innbyggðar verðtengingar í samningum. Með því tókst að verja samkeppnishæfni þeirra og tryggja áframhaldandi verðmætasköpun og nýtingu innviða sem Landsvirkjun og viðskiptavinir okkar hafa fjárfest í. Dagrenning á mörkuðum Eftir dimmviðri síðasta árs á mörkuðum hefur birt yfir á fyrstu mánuðum ársins 2021. Raforkuverð á evrópskum mörkuðum hefur hækkað og er í dag hærra en það var fyrir kórónuveirufaraldurinn, en meðalverð á Nord Pool það sem af er þessum mánuði er yfir 50 evrum á megawattstund. Jafnvægi hefur náðst á milli framboðs og eftirspurnar á norræna markaðnum. Eftirspurn er nú orðin svipuð því sem hún var árið 2019, framboð frá endurnýjanlegum orkugjöfum er í meðallagi og nýjar tengingar við nágrannalönd komnar í gagnið. Spurn eftir málmum hefur tekið við sér og náð fyrri styrk. Álverð hefur hækkað um 60% frá því það fór hvað lægst og stendur í dag í rúmlega 2.400 dollurum á tonn. Því til viðbótar hefur svokallað sérvöruálag (e. premium) hækkað umtalsvert. Sem dæmi hefur verð á álstöngum, sem er megin framleiðsluvara álvers Rio Tinto í Straumsvík, rúmlega þrefaldast á síðustu 12 mánuðum og fær álverið í dag samtals rúmlega 3.200 dollara á tonn fyrir framleiðsluvöru sína. Við í viðskiptagreiningu og þróun markaða hjá Landsvirkjun stöndum fyrir opnum fundi á morgun, miðvikudaginn 12. maí undir yfirskriftinni Dagrenning á mörkuðum, þar sem við og álsérfræðingur frá breska greiningarfyrirtækinu CRU förum yfir þróun á mörkuðum og áhrif þeirra hræringa á samkeppnisstöðu raforkugeirans á Íslandi. Fundurinn hefst kl. 9 og verður streymt í beinni útsendingu á Facebook-síðu Landsvirkjunar. Valur Ægisson er forstöðumaður viðskiptagreiningar og þróunar markaða hjá Landsvirkjun Kolbrún Birna Bjarnadóttir er sérfræðingur í viðskiptagreiningu og þróun markaða hjá Landsvirkjun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar