Borgin að baki heimsfaraldurs Guðmundur Kristján Jónsson skrifar 7. maí 2021 07:30 Nóbelsverðlaunahafinn Paul Krugman er einn af fjölmörgum pistlahöfundum sem hefur gert framtíð borga að efnistökum í pistlaskrifum að undanförnu en víða má lesa dómsdagsspár um borgarsamfélög í ljósi heimsfaraldursins og tækniframfara sem gera fólki kleift að sinna störfum sínum óháð staðsetningu. Í nýlegum pistli í New York Times rifjar Krugman upp svipaða umræðu um dauða bókarinnar og bókabúða frá síðasta áratug þegar rafbókaformið var að ryðja sér til rúms. Nú mörgum árum síðar lifir bókin góðu lífi og sölutölur sýna svart á hvítu að rafbókasala er aðeins brot af heildarsölu bóka á heimsvísu. Ljóst er að fólk vill ennþá handleika bækur og lesa texta af blaði frekar en skjá þrátt fyrir öra tækniþróun og sífellt fullkomnari spjaldtölvur og snjallsíma. Á sama tíma hefur hinsvegar bóksalan sjálf tekið miklum breytingum, stórar bókabúðarkeðjur hafa skroppið saman og jafnvel endað í gjaldþroti á meðan Amazon og aðrir vefrisar tröllríða markaðnum með algrímið að vopni og straumlínulagaðar heimsendingar. Hagræðið af því að panta bók af netinu og fá hana senda upp að dyrum á næstu 24 klukkustundum er óumdeilanlegt en vekur jafnframt upp spurningar um afhverju lesandinn vill þá ekki frekar hlaða bókinni niður á 24 sekúndum í stað þess að bíða eftir bókinni sjálfri yfir höfuð? Ofan á þetta allt saman bendir síðan margt til þess að sjálfstæðar bókabúðir lifi enn góðu lífi þrátt fyrir tilkomu tæknirisanna og fall stóru keðjanna. Krugman, líkt og fleiri veltir fyrir sér hvað veldur þessari þróun sem um margt virðist einkennast af talsverðum þversögnum. Sjálfur telur hann svarið felast í forvitni mannsins til að sjá og upplifa eitthvað nýtt. Hver kannast ekki við að slysast inn í litla og heillandi bókabúð og enda á að kaupa bók sem einhvern veginn kallaði á mann þrátt fyrir að maður hefði aldrei heyrt hennar eða höfundar hennar getið áður? Það er eitthvað sjarmerandi og ævinlega spennandi við að finna eitthvað sem maður var ekki að leita að. Nú þegar margir spá endalokum fjölmennra vinnustaða og og iðandi stórborga er ekki úr vegi að leiða hugann að dómsdagsspám fyrri tíma. Á endanum virðist mannlegt eðli hafa vinninginn, allt þetta órökrétta og óáþreifanlega sem gerir okkur að manneskjum sem sækja í upplifanir, samveru og allskyns áreiti og örvun sem tölvuskjáir og tæknilausnir koma aldrei í staðinn fyrir. Við munum sjá þetta ljóslifandi um leið og veisluhald verður leyft á ný. Einhvern veginn, þrátt fyrir ólíkar aðstæður og húsakynni, er alltaf besta stemningin í eldhúsinu jafnvel þótt þar séu mestu þrengslin, háværasta og skoðanaglaðasta fólkið sem allt virðist við það að leysa lífsgátuna fyrir alla aðra en sjálfa sig. Galdurinn verður til við návígið sem fangar fjölbreytileikann og dregur fram ný sjónarhorn sem erfitt er að horfa framhjá þegar mute takkinn er ekki við höndina. Höfundur er skipulagsfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Kristján Jónsson Skipulag Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir Skoðun Miðbær Selfoss vekur ánægju Bragi Bjarnason Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín Skoðun Skoðun Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Miðbær Selfoss vekur ánægju Bragi Bjarnason skrifar Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir skrifar Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir skrifar Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Sjá meira
Nóbelsverðlaunahafinn Paul Krugman er einn af fjölmörgum pistlahöfundum sem hefur gert framtíð borga að efnistökum í pistlaskrifum að undanförnu en víða má lesa dómsdagsspár um borgarsamfélög í ljósi heimsfaraldursins og tækniframfara sem gera fólki kleift að sinna störfum sínum óháð staðsetningu. Í nýlegum pistli í New York Times rifjar Krugman upp svipaða umræðu um dauða bókarinnar og bókabúða frá síðasta áratug þegar rafbókaformið var að ryðja sér til rúms. Nú mörgum árum síðar lifir bókin góðu lífi og sölutölur sýna svart á hvítu að rafbókasala er aðeins brot af heildarsölu bóka á heimsvísu. Ljóst er að fólk vill ennþá handleika bækur og lesa texta af blaði frekar en skjá þrátt fyrir öra tækniþróun og sífellt fullkomnari spjaldtölvur og snjallsíma. Á sama tíma hefur hinsvegar bóksalan sjálf tekið miklum breytingum, stórar bókabúðarkeðjur hafa skroppið saman og jafnvel endað í gjaldþroti á meðan Amazon og aðrir vefrisar tröllríða markaðnum með algrímið að vopni og straumlínulagaðar heimsendingar. Hagræðið af því að panta bók af netinu og fá hana senda upp að dyrum á næstu 24 klukkustundum er óumdeilanlegt en vekur jafnframt upp spurningar um afhverju lesandinn vill þá ekki frekar hlaða bókinni niður á 24 sekúndum í stað þess að bíða eftir bókinni sjálfri yfir höfuð? Ofan á þetta allt saman bendir síðan margt til þess að sjálfstæðar bókabúðir lifi enn góðu lífi þrátt fyrir tilkomu tæknirisanna og fall stóru keðjanna. Krugman, líkt og fleiri veltir fyrir sér hvað veldur þessari þróun sem um margt virðist einkennast af talsverðum þversögnum. Sjálfur telur hann svarið felast í forvitni mannsins til að sjá og upplifa eitthvað nýtt. Hver kannast ekki við að slysast inn í litla og heillandi bókabúð og enda á að kaupa bók sem einhvern veginn kallaði á mann þrátt fyrir að maður hefði aldrei heyrt hennar eða höfundar hennar getið áður? Það er eitthvað sjarmerandi og ævinlega spennandi við að finna eitthvað sem maður var ekki að leita að. Nú þegar margir spá endalokum fjölmennra vinnustaða og og iðandi stórborga er ekki úr vegi að leiða hugann að dómsdagsspám fyrri tíma. Á endanum virðist mannlegt eðli hafa vinninginn, allt þetta órökrétta og óáþreifanlega sem gerir okkur að manneskjum sem sækja í upplifanir, samveru og allskyns áreiti og örvun sem tölvuskjáir og tæknilausnir koma aldrei í staðinn fyrir. Við munum sjá þetta ljóslifandi um leið og veisluhald verður leyft á ný. Einhvern veginn, þrátt fyrir ólíkar aðstæður og húsakynni, er alltaf besta stemningin í eldhúsinu jafnvel þótt þar séu mestu þrengslin, háværasta og skoðanaglaðasta fólkið sem allt virðist við það að leysa lífsgátuna fyrir alla aðra en sjálfa sig. Galdurinn verður til við návígið sem fangar fjölbreytileikann og dregur fram ný sjónarhorn sem erfitt er að horfa framhjá þegar mute takkinn er ekki við höndina. Höfundur er skipulagsfræðingur.
Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar