„Þráhyggja Viðreisnar“ Daði Már Kristófersson skrifar 6. maí 2021 12:02 Svo hljóðar yfirskrift leiðara í því ágæta málgagni Morgunblaðinu. Þar er kvartað yfir því að Viðreisn haldi á lofti kröfu sinnu um að þjóðin ákveði framtíðarstefnu í Evrópumálum. Í mínum huga er Morgunblaðið þarna, skiljanlega, að rugla með hugtök. Það sem Morgunblaðið kallar þráhyggju er í raun þær hugsjónir sem Viðreisn byggir á – almannahagsmunir umfram sérhagsmuni. Hvers vegna teljum við mikilvægt að almannahagsmunir séu teknir fram yfir sérhagsmuni? Hver vegna erum við á móti ótímabundinni úthlutun kvóta og stöðnuðu landbúnaðarkerfi. Hvers vegna berjumst við fyrir stöðugri gjaldmiðli? Hvers vegna viljum við að ríkið leiti hagkvæmustu leiða í að reka velferðarkerfið? Hvers vegna viljum við að almenningur í landinu fái að ákveða framtíð samskipta við Evrópuþjóðir? Ástæðan er einföld. Við teljum að þarna séu dæmi um eftirgjöf við sérhagsmunaöfl á kostnað hagsmuna almennings. Sterkir hagmunir fárra Stjórnmál eru viðkvæm fyrir sérhagsmunum. Þegar sérhagsmunahópar sjá tækifæri til að breyta reglum sér í hag eru þeir tilbúnir að verja til þess umtalsverðum verðmætum. Þó samanlagðir hagmunir almennings séu stærri, eru hagmunir hvers og eins ekki nægilega stórir til að almenningur taki til varna. Stjórnmálamenn falla í kjölfarið fyrir málflutningi sérhagsmunaaflanna. Þetta er ekki sér íslenskt fyrirbæri, heldur alþjóðlegt. Til er heil fræðigrein um þetta fyrirbæri – svokölluð almannavalsfræði. Hugsjónafólk þarf að berjast á móti. Sérhagsmunagæsla leiðir til sóunar Þjónkun við sérhagsmunahópa er dýrkeypt fyrir samfélagið. Þeim verðmætum sem sérhagsmunahóparnir verja til að öðlast og viðhalda sérhagsmununum er sóað. Dæmi um slíkan kostnað er rekstur áróðurstækja eins og fjölmiðla, rekstur hagsmunasamtaka, þrýstingur á stjórnmálamenn, greiðslur til stjórnmálaflokka og grimmd í baráttu við meinta andstæðinga, eins og seðlabankastjóri benti nýverið á. Því stærri sem hagsmunirnir eru því meiri verður sóunin. Hinn duldi kostnaður sérhagsmuna Ekki minna áhyggjuefni er hinn duldi kostnaður þess að láta eftir sérhagsmunum. Hann felst í þeim glötuðu tækifærum sem ekki urðu vegna þess að snjallt fólk með góðar hugmyndir fékk aldrei tækifæri til að hrinda þeim í framkvæmd. Það tilheyrði ekki sérhagsmunahópnum. Snillinga framtíðarinnar, einstaklingana með frábæru hugmyndirnar sem munu koma okkur öllum til góða, er að finna meðal æskunnar. Ætlum við að takmarka tækifæri þeirra með því að loka fyrir þeim möguleikum til að hrinda þeim í framkvæmd? Vona að einungis afkomendur sægreifa fái góðar hugmyndir um nýtingu auðlinda hafsins? Vona að krónan haldist stöðug svo snilldar hugmyndir í nýsköpun verði framkvæmdar? Vona að einokunarfyrirtæki misnoti ekki aðstöðu sína? Svar Viðreisnar við þessum spurningum er nei. Stöðugt þarf að berjast fyrir hagsmunum almennings gagnvart sérhagsmunum. Því meira sem gefið er eftir gagnvart þeim því minni verða tækifæri framtíðarinnar. Þessi barátta er vissulega þráhyggja Viðreisnar. Höfundur er varaformaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Daði Már Kristófersson Viðreisn Skoðun: Kosningar 2021 Utanríkismál Alþingi Mest lesið Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Sjá meira
Svo hljóðar yfirskrift leiðara í því ágæta málgagni Morgunblaðinu. Þar er kvartað yfir því að Viðreisn haldi á lofti kröfu sinnu um að þjóðin ákveði framtíðarstefnu í Evrópumálum. Í mínum huga er Morgunblaðið þarna, skiljanlega, að rugla með hugtök. Það sem Morgunblaðið kallar þráhyggju er í raun þær hugsjónir sem Viðreisn byggir á – almannahagsmunir umfram sérhagsmuni. Hvers vegna teljum við mikilvægt að almannahagsmunir séu teknir fram yfir sérhagsmuni? Hver vegna erum við á móti ótímabundinni úthlutun kvóta og stöðnuðu landbúnaðarkerfi. Hvers vegna berjumst við fyrir stöðugri gjaldmiðli? Hvers vegna viljum við að ríkið leiti hagkvæmustu leiða í að reka velferðarkerfið? Hvers vegna viljum við að almenningur í landinu fái að ákveða framtíð samskipta við Evrópuþjóðir? Ástæðan er einföld. Við teljum að þarna séu dæmi um eftirgjöf við sérhagsmunaöfl á kostnað hagsmuna almennings. Sterkir hagmunir fárra Stjórnmál eru viðkvæm fyrir sérhagsmunum. Þegar sérhagsmunahópar sjá tækifæri til að breyta reglum sér í hag eru þeir tilbúnir að verja til þess umtalsverðum verðmætum. Þó samanlagðir hagmunir almennings séu stærri, eru hagmunir hvers og eins ekki nægilega stórir til að almenningur taki til varna. Stjórnmálamenn falla í kjölfarið fyrir málflutningi sérhagsmunaaflanna. Þetta er ekki sér íslenskt fyrirbæri, heldur alþjóðlegt. Til er heil fræðigrein um þetta fyrirbæri – svokölluð almannavalsfræði. Hugsjónafólk þarf að berjast á móti. Sérhagsmunagæsla leiðir til sóunar Þjónkun við sérhagsmunahópa er dýrkeypt fyrir samfélagið. Þeim verðmætum sem sérhagsmunahóparnir verja til að öðlast og viðhalda sérhagsmununum er sóað. Dæmi um slíkan kostnað er rekstur áróðurstækja eins og fjölmiðla, rekstur hagsmunasamtaka, þrýstingur á stjórnmálamenn, greiðslur til stjórnmálaflokka og grimmd í baráttu við meinta andstæðinga, eins og seðlabankastjóri benti nýverið á. Því stærri sem hagsmunirnir eru því meiri verður sóunin. Hinn duldi kostnaður sérhagsmuna Ekki minna áhyggjuefni er hinn duldi kostnaður þess að láta eftir sérhagsmunum. Hann felst í þeim glötuðu tækifærum sem ekki urðu vegna þess að snjallt fólk með góðar hugmyndir fékk aldrei tækifæri til að hrinda þeim í framkvæmd. Það tilheyrði ekki sérhagsmunahópnum. Snillinga framtíðarinnar, einstaklingana með frábæru hugmyndirnar sem munu koma okkur öllum til góða, er að finna meðal æskunnar. Ætlum við að takmarka tækifæri þeirra með því að loka fyrir þeim möguleikum til að hrinda þeim í framkvæmd? Vona að einungis afkomendur sægreifa fái góðar hugmyndir um nýtingu auðlinda hafsins? Vona að krónan haldist stöðug svo snilldar hugmyndir í nýsköpun verði framkvæmdar? Vona að einokunarfyrirtæki misnoti ekki aðstöðu sína? Svar Viðreisnar við þessum spurningum er nei. Stöðugt þarf að berjast fyrir hagsmunum almennings gagnvart sérhagsmunum. Því meira sem gefið er eftir gagnvart þeim því minni verða tækifæri framtíðarinnar. Þessi barátta er vissulega þráhyggja Viðreisnar. Höfundur er varaformaður Viðreisnar.
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun