Friðum refinn: 7 punktar Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar 4. maí 2021 10:01 Refurinn er eina upprunalega og náttúrulega landspendýrið á Íslandi. Um 9.000 refir eru nú til á Íslandi. Í gær svaraði umhverfisráðherra fyrirspurn minni á Alþingi um refaveiðar. Skoðum 7 punkta sem þar komu fram: Árlega eru drepnir um 5-7.000 refir. Veiði á refum hefur aukist á hverju ári allt þetta kjörtímabil og var mest í fyrra þegar yfir 7.200 refir voru drepnir. Rúmlega 56.000 refir hafa verið veiddir undanfarin 10 ár og þar af 18.000 yrðlingar. Stjórnvöld hafa varið um þúsund milljónum króna í refaveiðar undanfarinn áratug. Það er svipaður kostnaður og árlegur rekstur Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða eða dæmigerðs framhaldsskóla í landinu. Kostnaður skattgreiðanda við að niðurgreiða refaveiðar hefur aukist um helming á 10 árum og hefur aldrei verið hærri en í fyrra. Samkvæmt stjórnvöldum eru til litlar upplýsingar um fjárhagslegt tjón sem refir valda þrátt fyrir að hafa kallað eftir slíkum upplýsingum í mörg ár. Umhverfisstofnun hefur meira að segja bent á að „nær engar upplýsingar“ hafi borist til sín vegna tjóns ef frá eru taldar nokkrar tilkynningar um tjón í æðarvarpi. Því kemur fram í svari ráðherrans við fyrirspurn minni á Alþingi að Umhverfisstofnun telji „að forsendur séu í raun brostnar fyrir áframhaldandi veiðum“ með núverandi fyrirkomulagi. Heimskautarefurinn hefur verið á Íslandi í árþúsundir en elstu leifar sem hafa fundist hérlendis eru um 3.500 ára gamlar. Íslenski refastofninn hefur að mestu verið erfðafræðilega aðskilinn frá öðrum stofnum frá því ísöld lauk og er hann því sérstakur vegna langvarandi einangrunar og aðlögunar að sérstökum aðstæðum hérlendis. Nú eru refaveiðar bannaðar á mjög fáum stöðum á landinu. Ég legg því til að við friðum refinn um allt land. En valdi refurinn tjóni t.d. í æðarvarpi hljótum við að geta bætt það tjón með beinum hætti í staðinn fyrir að stráfella refinn í þúsunda tali á hverju ári. Fjölbreytni dýralífs á Íslandi er afar lítil og við hljótum að geta verndað þennan upprunalega landnema Íslands. Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágúst Ólafur Ágústsson Dýr Alþingi Mest lesið Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Magnús Karl er trúverðugur talsmaður vísinda á Íslandi Hannes Jónsson skrifar Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Með opinn faðminn í 75 ár Guðni Tómasson skrifar Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að komast frá mömmu og pabba Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Draumaskólinn – Skóli fyrir þig, ekki þú fyrir skólann Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid skrifar Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Flosi – sannur fyrirliði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson skrifar Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir skrifar Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal skrifar Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Ó-frjósemi eða val Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Refurinn er eina upprunalega og náttúrulega landspendýrið á Íslandi. Um 9.000 refir eru nú til á Íslandi. Í gær svaraði umhverfisráðherra fyrirspurn minni á Alþingi um refaveiðar. Skoðum 7 punkta sem þar komu fram: Árlega eru drepnir um 5-7.000 refir. Veiði á refum hefur aukist á hverju ári allt þetta kjörtímabil og var mest í fyrra þegar yfir 7.200 refir voru drepnir. Rúmlega 56.000 refir hafa verið veiddir undanfarin 10 ár og þar af 18.000 yrðlingar. Stjórnvöld hafa varið um þúsund milljónum króna í refaveiðar undanfarinn áratug. Það er svipaður kostnaður og árlegur rekstur Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða eða dæmigerðs framhaldsskóla í landinu. Kostnaður skattgreiðanda við að niðurgreiða refaveiðar hefur aukist um helming á 10 árum og hefur aldrei verið hærri en í fyrra. Samkvæmt stjórnvöldum eru til litlar upplýsingar um fjárhagslegt tjón sem refir valda þrátt fyrir að hafa kallað eftir slíkum upplýsingum í mörg ár. Umhverfisstofnun hefur meira að segja bent á að „nær engar upplýsingar“ hafi borist til sín vegna tjóns ef frá eru taldar nokkrar tilkynningar um tjón í æðarvarpi. Því kemur fram í svari ráðherrans við fyrirspurn minni á Alþingi að Umhverfisstofnun telji „að forsendur séu í raun brostnar fyrir áframhaldandi veiðum“ með núverandi fyrirkomulagi. Heimskautarefurinn hefur verið á Íslandi í árþúsundir en elstu leifar sem hafa fundist hérlendis eru um 3.500 ára gamlar. Íslenski refastofninn hefur að mestu verið erfðafræðilega aðskilinn frá öðrum stofnum frá því ísöld lauk og er hann því sérstakur vegna langvarandi einangrunar og aðlögunar að sérstökum aðstæðum hérlendis. Nú eru refaveiðar bannaðar á mjög fáum stöðum á landinu. Ég legg því til að við friðum refinn um allt land. En valdi refurinn tjóni t.d. í æðarvarpi hljótum við að geta bætt það tjón með beinum hætti í staðinn fyrir að stráfella refinn í þúsunda tali á hverju ári. Fjölbreytni dýralífs á Íslandi er afar lítil og við hljótum að geta verndað þennan upprunalega landnema Íslands. Höfundur er alþingismaður.
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun