Hagsmunir og skoðanir íbúa lítils virði Brynjólfur Þorkell Brynjólfsson skrifar 30. apríl 2021 10:30 Það hefur örugglega ekki farið framhjá neinum að fyrirhugaðar eru stórframkvæmdir á Hamraborgarsvæðinu í Kópavogi. Áætlað er að á næstu árum verði byggðar þar 550 íbúðir auk verslunar- og þjónustusvæðis. Sveitarfélag ætti meðal annars að stuðla að góðu fjölskyldulífi, umönnun aldraðs fólks, Íþróttaiðkun og vellíðan bæjarbúa. Frá þeim tíma er Gunnar I Birgisson þáverandi bæjarstjóri mælti hin frægu orð „Það er gott að búa í Kópavogi“ hefur bærinn verið í mikilli uppbyggingu. Kópavogur hefur stækkað mikið og er svo komið að nú er farið að þrengjast um byggingaland. Skipulagsvaldið er hjá sveitarfélögum, eigendur lóða eða lands geta lagt fram tillögur að nýtingu en endanleg ákvörðun er alltaf á ábyrgð kjörinna fulltrúa. Ákvarðanir um breytingu á skipulagi t.d. deiliskipulagi geta haft mikil áhrif á umhverfið og íbúa þess. Langur framkvæmdatími hefur óþægindi í för með sér sem sjaldan er metinn til fjár. Aðrir þættir eins og aðgengi, skuggavarp og aukinn umferðarniður hefur mikil áhrif. Mikill kostnaður og fyrirhöfn getur fylgt því að leita réttar síns og flestir veigra sér við slíku. Núgildandi skipulagslög 2010 nr. 123 tiltaka rétt fasteignaeiganda til bóta en þar segir: 51. gr. Bætur vegna skipulags og yfirtaka eigna. Nú veldur gildistaka skipulagsáætlana því að verðmæti fasteignar lækkar, nýtingarmöguleikar hennar skerðast frá því sem áður var heimilt eða að hún rýrnar svo að hún nýtist ekki til sömu nota og áður og á þá sá sem sýnt getur fram á að hann verði fyrir tjóni af þessum sökum rétt á bótum úr sveitarsjóði eða ríkissjóði eftir atvikum vegna landsskipulagsstefnu eða að sveitarsjóður leysi fasteignina til sín. Eldri lög voru að þessu leyti skýrari en í þeim stóð eftirfarandi. 33. gr. Bætur vegna skipulags og yfirtaka eigna. Nú veldur gildistaka skipulags því að verðmæti fasteignar lækkar, nýtingarmöguleikar hennar skerðast frá því sem áður var heimilt eða að hún muni rýrna svo að hún nýtist ekki til sömu nota og áður og á þá sá sem sýnt getur fram á að hann verði fyrir tjóni af þessum sökum rétt á bótum úr sveitarsjóði eða að hann leysi fasteignina til sín. Öllum ætti að vera ljóst að ábyrgð þeirra sem taka ákvörðun um skipulagsbreytingar er mikil. Hvenær kemur að þér? Framkvæmdir í Hamraborg hafa verið í umræðunni síðustu mánuði og eðlilega hafa íbúarnir áhyggjur. Svo virðist sem hagsmunir verktaka ráði og lítið hlustað á mótbárur. Miðflokkurinn í Kópavogi tekur undir þau sjónarmið enda má aldrei ganga á rétt borgaranna. Stjórn Miðflokksdeildar Kópavogs telur ákvarðanir bæjarins hvorki skynsamlegar né sanngjarnar. Við óttumst að hér sé komið fordæmi fyrir óvönduðum vinnubrögðum sem gætu endurtekið sig á öðrum svæðum í bænum. Sátt við íbúa verður að vera til staðar áður en ákvarðanir eru teknar um breytingar á skipulagi. Hagsmunir íbúa eiga að vera í forgangi Hamraborg er einn af miðpunktum höfuðborgarsvæðisins. Hamraborg hefur upp á mikið að bjóða. Þar er kaffihús, bókasafn, tónlistarskóli, banki og fleira. Stjórn Miðflokksdeildar Kópavogs er þeirrar skoðunar að svæðið þurfi andlitslyftingu. Sú andlitslyfting má ekki verða of dýru verði keypt. Fyrirhugaðar framkvæmdir munu sennilega ekki borga sig nema borgarlína verði lögð. Þar liggur hundurinn grafinn. Kostnaður við borgarlínu verði hún að veruleika leggst á landsmenn alla en gagnast fáum. Aðgengi að svæðinu er best tryggður með bílastæðahúsi og greiðum leiðum auk almenningssamgangna. Hvað sem gert verður má ekki brjóta á rétti borgara. Höfundur er formaður Miðflokksdeildar í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kópavogur Mest lesið Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Skoðun Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Skoðun Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Sjá meira
Það hefur örugglega ekki farið framhjá neinum að fyrirhugaðar eru stórframkvæmdir á Hamraborgarsvæðinu í Kópavogi. Áætlað er að á næstu árum verði byggðar þar 550 íbúðir auk verslunar- og þjónustusvæðis. Sveitarfélag ætti meðal annars að stuðla að góðu fjölskyldulífi, umönnun aldraðs fólks, Íþróttaiðkun og vellíðan bæjarbúa. Frá þeim tíma er Gunnar I Birgisson þáverandi bæjarstjóri mælti hin frægu orð „Það er gott að búa í Kópavogi“ hefur bærinn verið í mikilli uppbyggingu. Kópavogur hefur stækkað mikið og er svo komið að nú er farið að þrengjast um byggingaland. Skipulagsvaldið er hjá sveitarfélögum, eigendur lóða eða lands geta lagt fram tillögur að nýtingu en endanleg ákvörðun er alltaf á ábyrgð kjörinna fulltrúa. Ákvarðanir um breytingu á skipulagi t.d. deiliskipulagi geta haft mikil áhrif á umhverfið og íbúa þess. Langur framkvæmdatími hefur óþægindi í för með sér sem sjaldan er metinn til fjár. Aðrir þættir eins og aðgengi, skuggavarp og aukinn umferðarniður hefur mikil áhrif. Mikill kostnaður og fyrirhöfn getur fylgt því að leita réttar síns og flestir veigra sér við slíku. Núgildandi skipulagslög 2010 nr. 123 tiltaka rétt fasteignaeiganda til bóta en þar segir: 51. gr. Bætur vegna skipulags og yfirtaka eigna. Nú veldur gildistaka skipulagsáætlana því að verðmæti fasteignar lækkar, nýtingarmöguleikar hennar skerðast frá því sem áður var heimilt eða að hún rýrnar svo að hún nýtist ekki til sömu nota og áður og á þá sá sem sýnt getur fram á að hann verði fyrir tjóni af þessum sökum rétt á bótum úr sveitarsjóði eða ríkissjóði eftir atvikum vegna landsskipulagsstefnu eða að sveitarsjóður leysi fasteignina til sín. Eldri lög voru að þessu leyti skýrari en í þeim stóð eftirfarandi. 33. gr. Bætur vegna skipulags og yfirtaka eigna. Nú veldur gildistaka skipulags því að verðmæti fasteignar lækkar, nýtingarmöguleikar hennar skerðast frá því sem áður var heimilt eða að hún muni rýrna svo að hún nýtist ekki til sömu nota og áður og á þá sá sem sýnt getur fram á að hann verði fyrir tjóni af þessum sökum rétt á bótum úr sveitarsjóði eða að hann leysi fasteignina til sín. Öllum ætti að vera ljóst að ábyrgð þeirra sem taka ákvörðun um skipulagsbreytingar er mikil. Hvenær kemur að þér? Framkvæmdir í Hamraborg hafa verið í umræðunni síðustu mánuði og eðlilega hafa íbúarnir áhyggjur. Svo virðist sem hagsmunir verktaka ráði og lítið hlustað á mótbárur. Miðflokkurinn í Kópavogi tekur undir þau sjónarmið enda má aldrei ganga á rétt borgaranna. Stjórn Miðflokksdeildar Kópavogs telur ákvarðanir bæjarins hvorki skynsamlegar né sanngjarnar. Við óttumst að hér sé komið fordæmi fyrir óvönduðum vinnubrögðum sem gætu endurtekið sig á öðrum svæðum í bænum. Sátt við íbúa verður að vera til staðar áður en ákvarðanir eru teknar um breytingar á skipulagi. Hagsmunir íbúa eiga að vera í forgangi Hamraborg er einn af miðpunktum höfuðborgarsvæðisins. Hamraborg hefur upp á mikið að bjóða. Þar er kaffihús, bókasafn, tónlistarskóli, banki og fleira. Stjórn Miðflokksdeildar Kópavogs er þeirrar skoðunar að svæðið þurfi andlitslyftingu. Sú andlitslyfting má ekki verða of dýru verði keypt. Fyrirhugaðar framkvæmdir munu sennilega ekki borga sig nema borgarlína verði lögð. Þar liggur hundurinn grafinn. Kostnaður við borgarlínu verði hún að veruleika leggst á landsmenn alla en gagnast fáum. Aðgengi að svæðinu er best tryggður með bílastæðahúsi og greiðum leiðum auk almenningssamgangna. Hvað sem gert verður má ekki brjóta á rétti borgara. Höfundur er formaður Miðflokksdeildar í Kópavogi.
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar