Hvar ætlar þú að starfa? Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar 28. apríl 2021 14:00 Mikið hefur verið rætt um þá miklu uppbyggingu sem er í Árborg og þann fjölda sem leitar í sveitarfélagið og býr fjölskyldu sinni heimili. Það er frábært og því ber að fagna; því ég held að við getum öll verið sammála um það að hér er gott að búa og fasteignaverðið viðráðanlegt, bæði fyrir þau sem eru að stíga sín fyrstu skref á fasteignamarkaðinn og þau sem eru að stækka við sig. Margt fólk sækir þó ekki atvinnu í sveitarfélaginu og um 20% þess leggur leið sína yfir heiði til að sækja störf sem hæfa sinni menntun. Það er því ljóst að tækifæri eru til þess að bæta úr og horfast í augu við að það er betra að fólk finni sér framtíðarstörf í heimabyggð. Við viljum að fólk sjái það sem raunhæfan möguleika að búa á landsbyggðinni og afla sér farborða þar sem það býr. Það er nákvæmlega það - bjóða fólki uppá atvinnu við sitt hæfi, menntun og reynslu og bjóða upp á möguleikann á því að starfa nær sínu heimili, jafnvel í fjarvinnu. Þar koma meðal annars störf án staðsetningar inn sem mikilvægur hlekkur í þá umræðu og að víkka sjóndeildarhring stjórnvalda á þeim kosti að þekking dreifist víðar um landið og fólk fái tækifæri til þess að búa og starfa í sinni heimabyggð. Þá tel ég að störf án staðsetningar og fjarvinnslustöðvar myndu skipta sköpum fyrir háskólamenntað fólk. Jafnframt myndi það hafa góð áhrif á byggðarþróun ásamt því að hafa jákvæð áhrif á samgöngur og þróun þeirra til framtíðar. Þá þarf að setja á fót skattafslátt vegna kostnaðar við ferðir til vinnu fyrir fólk utan höfuðborgarsvæðisins en það er hluti af aðgerðaráætlun stefnumótandi byggðaráætlunar fyrir árin 2018 til 2024. Störf án staðsetningar hafa mörg jákvæð áhrif m.a. á fjölskylduna, fjárhaginn og umhverfið svo eitthvað sé nefnt. Þetta helst allt í hendur og undir eru hagsmunir þeirra fjölskyldna sem kjósa að færa heimili sitt út úr höfuðborginni. Gerum búsetu á landsbyggðinni raunhæfan kost fyrir alla og tryggjum að atvinnuþróun sé í takt við þann fjölda sem það kýs. Klárum dæmið! Höfundur er lögfræðingur og frambjóðandi í 3. sæti á lista Framsóknar í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Framsóknarflokkurinn Árborg Byggðamál Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Sjá meira
Mikið hefur verið rætt um þá miklu uppbyggingu sem er í Árborg og þann fjölda sem leitar í sveitarfélagið og býr fjölskyldu sinni heimili. Það er frábært og því ber að fagna; því ég held að við getum öll verið sammála um það að hér er gott að búa og fasteignaverðið viðráðanlegt, bæði fyrir þau sem eru að stíga sín fyrstu skref á fasteignamarkaðinn og þau sem eru að stækka við sig. Margt fólk sækir þó ekki atvinnu í sveitarfélaginu og um 20% þess leggur leið sína yfir heiði til að sækja störf sem hæfa sinni menntun. Það er því ljóst að tækifæri eru til þess að bæta úr og horfast í augu við að það er betra að fólk finni sér framtíðarstörf í heimabyggð. Við viljum að fólk sjái það sem raunhæfan möguleika að búa á landsbyggðinni og afla sér farborða þar sem það býr. Það er nákvæmlega það - bjóða fólki uppá atvinnu við sitt hæfi, menntun og reynslu og bjóða upp á möguleikann á því að starfa nær sínu heimili, jafnvel í fjarvinnu. Þar koma meðal annars störf án staðsetningar inn sem mikilvægur hlekkur í þá umræðu og að víkka sjóndeildarhring stjórnvalda á þeim kosti að þekking dreifist víðar um landið og fólk fái tækifæri til þess að búa og starfa í sinni heimabyggð. Þá tel ég að störf án staðsetningar og fjarvinnslustöðvar myndu skipta sköpum fyrir háskólamenntað fólk. Jafnframt myndi það hafa góð áhrif á byggðarþróun ásamt því að hafa jákvæð áhrif á samgöngur og þróun þeirra til framtíðar. Þá þarf að setja á fót skattafslátt vegna kostnaðar við ferðir til vinnu fyrir fólk utan höfuðborgarsvæðisins en það er hluti af aðgerðaráætlun stefnumótandi byggðaráætlunar fyrir árin 2018 til 2024. Störf án staðsetningar hafa mörg jákvæð áhrif m.a. á fjölskylduna, fjárhaginn og umhverfið svo eitthvað sé nefnt. Þetta helst allt í hendur og undir eru hagsmunir þeirra fjölskyldna sem kjósa að færa heimili sitt út úr höfuðborginni. Gerum búsetu á landsbyggðinni raunhæfan kost fyrir alla og tryggjum að atvinnuþróun sé í takt við þann fjölda sem það kýs. Klárum dæmið! Höfundur er lögfræðingur og frambjóðandi í 3. sæti á lista Framsóknar í Suðurkjördæmi.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun