Hvar ætlar þú að starfa? Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar 28. apríl 2021 14:00 Mikið hefur verið rætt um þá miklu uppbyggingu sem er í Árborg og þann fjölda sem leitar í sveitarfélagið og býr fjölskyldu sinni heimili. Það er frábært og því ber að fagna; því ég held að við getum öll verið sammála um það að hér er gott að búa og fasteignaverðið viðráðanlegt, bæði fyrir þau sem eru að stíga sín fyrstu skref á fasteignamarkaðinn og þau sem eru að stækka við sig. Margt fólk sækir þó ekki atvinnu í sveitarfélaginu og um 20% þess leggur leið sína yfir heiði til að sækja störf sem hæfa sinni menntun. Það er því ljóst að tækifæri eru til þess að bæta úr og horfast í augu við að það er betra að fólk finni sér framtíðarstörf í heimabyggð. Við viljum að fólk sjái það sem raunhæfan möguleika að búa á landsbyggðinni og afla sér farborða þar sem það býr. Það er nákvæmlega það - bjóða fólki uppá atvinnu við sitt hæfi, menntun og reynslu og bjóða upp á möguleikann á því að starfa nær sínu heimili, jafnvel í fjarvinnu. Þar koma meðal annars störf án staðsetningar inn sem mikilvægur hlekkur í þá umræðu og að víkka sjóndeildarhring stjórnvalda á þeim kosti að þekking dreifist víðar um landið og fólk fái tækifæri til þess að búa og starfa í sinni heimabyggð. Þá tel ég að störf án staðsetningar og fjarvinnslustöðvar myndu skipta sköpum fyrir háskólamenntað fólk. Jafnframt myndi það hafa góð áhrif á byggðarþróun ásamt því að hafa jákvæð áhrif á samgöngur og þróun þeirra til framtíðar. Þá þarf að setja á fót skattafslátt vegna kostnaðar við ferðir til vinnu fyrir fólk utan höfuðborgarsvæðisins en það er hluti af aðgerðaráætlun stefnumótandi byggðaráætlunar fyrir árin 2018 til 2024. Störf án staðsetningar hafa mörg jákvæð áhrif m.a. á fjölskylduna, fjárhaginn og umhverfið svo eitthvað sé nefnt. Þetta helst allt í hendur og undir eru hagsmunir þeirra fjölskyldna sem kjósa að færa heimili sitt út úr höfuðborginni. Gerum búsetu á landsbyggðinni raunhæfan kost fyrir alla og tryggjum að atvinnuþróun sé í takt við þann fjölda sem það kýs. Klárum dæmið! Höfundur er lögfræðingur og frambjóðandi í 3. sæti á lista Framsóknar í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Framsóknarflokkurinn Árborg Byggðamál Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Mikið hefur verið rætt um þá miklu uppbyggingu sem er í Árborg og þann fjölda sem leitar í sveitarfélagið og býr fjölskyldu sinni heimili. Það er frábært og því ber að fagna; því ég held að við getum öll verið sammála um það að hér er gott að búa og fasteignaverðið viðráðanlegt, bæði fyrir þau sem eru að stíga sín fyrstu skref á fasteignamarkaðinn og þau sem eru að stækka við sig. Margt fólk sækir þó ekki atvinnu í sveitarfélaginu og um 20% þess leggur leið sína yfir heiði til að sækja störf sem hæfa sinni menntun. Það er því ljóst að tækifæri eru til þess að bæta úr og horfast í augu við að það er betra að fólk finni sér framtíðarstörf í heimabyggð. Við viljum að fólk sjái það sem raunhæfan möguleika að búa á landsbyggðinni og afla sér farborða þar sem það býr. Það er nákvæmlega það - bjóða fólki uppá atvinnu við sitt hæfi, menntun og reynslu og bjóða upp á möguleikann á því að starfa nær sínu heimili, jafnvel í fjarvinnu. Þar koma meðal annars störf án staðsetningar inn sem mikilvægur hlekkur í þá umræðu og að víkka sjóndeildarhring stjórnvalda á þeim kosti að þekking dreifist víðar um landið og fólk fái tækifæri til þess að búa og starfa í sinni heimabyggð. Þá tel ég að störf án staðsetningar og fjarvinnslustöðvar myndu skipta sköpum fyrir háskólamenntað fólk. Jafnframt myndi það hafa góð áhrif á byggðarþróun ásamt því að hafa jákvæð áhrif á samgöngur og þróun þeirra til framtíðar. Þá þarf að setja á fót skattafslátt vegna kostnaðar við ferðir til vinnu fyrir fólk utan höfuðborgarsvæðisins en það er hluti af aðgerðaráætlun stefnumótandi byggðaráætlunar fyrir árin 2018 til 2024. Störf án staðsetningar hafa mörg jákvæð áhrif m.a. á fjölskylduna, fjárhaginn og umhverfið svo eitthvað sé nefnt. Þetta helst allt í hendur og undir eru hagsmunir þeirra fjölskyldna sem kjósa að færa heimili sitt út úr höfuðborginni. Gerum búsetu á landsbyggðinni raunhæfan kost fyrir alla og tryggjum að atvinnuþróun sé í takt við þann fjölda sem það kýs. Klárum dæmið! Höfundur er lögfræðingur og frambjóðandi í 3. sæti á lista Framsóknar í Suðurkjördæmi.
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar