Um klám, vændi og menntun Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar 26. apríl 2021 09:31 Ég hef unnið að menntun ungmenna í 15 ár. Það er engu líkt eiga samtal við nemendur sína, læra af þeim, miðla til þeirra og sjá þá eflast og þroskast. Þegar ég byrjaði að kenna kynja- og jafnréttisfræðsluna fyrir 14 árum grunaði mig ekki að nemendur mínir (sem í upphafi voru aðallega stúlkur) upplifðu þá valdeflingu sem raunin varð. Valdeflingin fólst í því að átta sig á hvernig samfélagið funkeraði. Hvernig hlutverk kvenna og karla (veit af tvíhyggjunni hér) hafa verið og eru. Hvernig við erum öll ófrjáls í kynjakerfinu. Markmiðið mitt var að kortleggja samfélagið okkar, menninguna, út frá kynjafræðilegum forsendum. Vinnumarkaðurinn, stjórnmálin, fréttirnar, íþróttirnar, sjálfsmyndin, auglýsingarnar, poppkúlturinn, tónlistin, kynlífið, klámið og ótalmart fleira var og er á dagskrá kynjafræðinnar. Að skoða umhverfi sitt og rýna í það með kynjagleraugunum er bæði áhugavert, vekjandi og góð þjálfun í gagnrýnni hugsun. Fegrunaraðgerðir eru enn annað dæmi um viðfangsefni kennslustunda, eins og öll vitum þá eru fegrunaraðgerðir mjög kynjað fyrirbæri, þ.e. konur eru í meirihluta þeirra sem undirgangast slíkar aðgerðir. Öll vitum við líka að fegrunaraðgerðir miða langflestar að því að konur öðlist sama útlitið, hvort sem það eru brjóst, varir eða annað. Þannig verður ákveðið útlit í tísku. Sjálfsmynd okkar verður alltaf til í samspili við umhverfi okkar og þannig fá stúlkur og konur ítrekuð skilaboð um að þær þurfi að hafa ákveðið útlit til að flokkast fallegar og kynþokkafullar, sem er búið að skilgreina í þaula. Í ofanálag eru konur fyrst og fremst skilgreindar útfrá útliti sínu og líkamlegu aðdráttarafli svo pressan er mikil. Undir engum kringumstæðum eru konur sem kjósa að fara í fegrunaraðgerðir dæmdar eða gert lítið úr þeim í greiningunni. En það er frelsandi að átta sig á þessu skrauthlutverki sem hefur fylgt konum í gegnum söguna, gefur ákveðinn skjöld gegn þessum þrýstingi. Auglýsingar sýna okkur einmitt hvernig útlit er talið æskilegt fyrir konur. Í þrástefi eru líkamar kvenna hlutgerðir í auglýsingum og óraunhæfar likamsmyndir dregnar upp. Er hægt að tala um frjálst val um fegrunaraðgerðir við þessi skilyrði sem stúlkum og konum eru gefnar og eru alltumlykjandi? Ég held ekki. Í umræðunni um klámið eru hlutverk kynjanna skoðuð og greind – og hlutverkin eru mjög kynjuð. Eins og í menningunni almennt, þá eru konur undirskipaðar í klámi, eru niðurlægðar og beittar ofbeldi. Í greiningunni á klámi eru neytendur kláms að sjálfsögðu ekki fordæmdir og ekki heldur þau sem taka þátt í því fyrir framan myndavélina. Það er líka kýrskýrt að klám og klámvæðing hefur áhrif á kynímynd fólks og kynhegðun. Væntingar til kynjanna um kynhegðun er gjörólík og viðbrögð samfélagsins sömuleiðis. Konur eru drusluskammaðar og körlum hampað fyrir nákvæmlega sömu hegðun. Það er valdeflandi fyrir öll kyn að átta sig á þessu ranglæti. Það er nauðsynlegt að taka þá umræðu í öruggu rými kennslustofunnar. Vændi er nátengt klámi og sum segja að klám sé vændi fyrir framan myndavélar. Eins og í klámi er aðkoma kynjanna að vændi er ólík – þar eru konur gjarnan að selja líkama sína og karlar sem kaupa. Það er mikilvægt að skilja að afleiðingar af klámi og vændi á konur eru þær sömu og eftir kynferðisofbeldi. Að normalísera vændi og klám getur ekki gagnast konum og verður alltaf bakslag í baráttunni fyrir jafnrétti. Í þeirri valdaskekkju sem ríkir, kynhlutverkum og menningu sem hefur viðgengist, er ekki mögulegt að snúa þessum aðstæðum uppí valdeflandi frjálst val fyrir konur að taka þátt í. Höfundur er kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Jafnréttismál Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Mest lesið Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin og sóknarfærið er ungt fólk Sybil Gréta Kristinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 skrifar Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eyðileggjandi umræða Guðný Pálsdóttir,Súsanna Margrét Gestsdóttir skrifar Sjá meira
Ég hef unnið að menntun ungmenna í 15 ár. Það er engu líkt eiga samtal við nemendur sína, læra af þeim, miðla til þeirra og sjá þá eflast og þroskast. Þegar ég byrjaði að kenna kynja- og jafnréttisfræðsluna fyrir 14 árum grunaði mig ekki að nemendur mínir (sem í upphafi voru aðallega stúlkur) upplifðu þá valdeflingu sem raunin varð. Valdeflingin fólst í því að átta sig á hvernig samfélagið funkeraði. Hvernig hlutverk kvenna og karla (veit af tvíhyggjunni hér) hafa verið og eru. Hvernig við erum öll ófrjáls í kynjakerfinu. Markmiðið mitt var að kortleggja samfélagið okkar, menninguna, út frá kynjafræðilegum forsendum. Vinnumarkaðurinn, stjórnmálin, fréttirnar, íþróttirnar, sjálfsmyndin, auglýsingarnar, poppkúlturinn, tónlistin, kynlífið, klámið og ótalmart fleira var og er á dagskrá kynjafræðinnar. Að skoða umhverfi sitt og rýna í það með kynjagleraugunum er bæði áhugavert, vekjandi og góð þjálfun í gagnrýnni hugsun. Fegrunaraðgerðir eru enn annað dæmi um viðfangsefni kennslustunda, eins og öll vitum þá eru fegrunaraðgerðir mjög kynjað fyrirbæri, þ.e. konur eru í meirihluta þeirra sem undirgangast slíkar aðgerðir. Öll vitum við líka að fegrunaraðgerðir miða langflestar að því að konur öðlist sama útlitið, hvort sem það eru brjóst, varir eða annað. Þannig verður ákveðið útlit í tísku. Sjálfsmynd okkar verður alltaf til í samspili við umhverfi okkar og þannig fá stúlkur og konur ítrekuð skilaboð um að þær þurfi að hafa ákveðið útlit til að flokkast fallegar og kynþokkafullar, sem er búið að skilgreina í þaula. Í ofanálag eru konur fyrst og fremst skilgreindar útfrá útliti sínu og líkamlegu aðdráttarafli svo pressan er mikil. Undir engum kringumstæðum eru konur sem kjósa að fara í fegrunaraðgerðir dæmdar eða gert lítið úr þeim í greiningunni. En það er frelsandi að átta sig á þessu skrauthlutverki sem hefur fylgt konum í gegnum söguna, gefur ákveðinn skjöld gegn þessum þrýstingi. Auglýsingar sýna okkur einmitt hvernig útlit er talið æskilegt fyrir konur. Í þrástefi eru líkamar kvenna hlutgerðir í auglýsingum og óraunhæfar likamsmyndir dregnar upp. Er hægt að tala um frjálst val um fegrunaraðgerðir við þessi skilyrði sem stúlkum og konum eru gefnar og eru alltumlykjandi? Ég held ekki. Í umræðunni um klámið eru hlutverk kynjanna skoðuð og greind – og hlutverkin eru mjög kynjuð. Eins og í menningunni almennt, þá eru konur undirskipaðar í klámi, eru niðurlægðar og beittar ofbeldi. Í greiningunni á klámi eru neytendur kláms að sjálfsögðu ekki fordæmdir og ekki heldur þau sem taka þátt í því fyrir framan myndavélina. Það er líka kýrskýrt að klám og klámvæðing hefur áhrif á kynímynd fólks og kynhegðun. Væntingar til kynjanna um kynhegðun er gjörólík og viðbrögð samfélagsins sömuleiðis. Konur eru drusluskammaðar og körlum hampað fyrir nákvæmlega sömu hegðun. Það er valdeflandi fyrir öll kyn að átta sig á þessu ranglæti. Það er nauðsynlegt að taka þá umræðu í öruggu rými kennslustofunnar. Vændi er nátengt klámi og sum segja að klám sé vændi fyrir framan myndavélar. Eins og í klámi er aðkoma kynjanna að vændi er ólík – þar eru konur gjarnan að selja líkama sína og karlar sem kaupa. Það er mikilvægt að skilja að afleiðingar af klámi og vændi á konur eru þær sömu og eftir kynferðisofbeldi. Að normalísera vændi og klám getur ekki gagnast konum og verður alltaf bakslag í baráttunni fyrir jafnrétti. Í þeirri valdaskekkju sem ríkir, kynhlutverkum og menningu sem hefur viðgengist, er ekki mögulegt að snúa þessum aðstæðum uppí valdeflandi frjálst val fyrir konur að taka þátt í. Höfundur er kennari.
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar