Græðum pening, bætum lífsgæði, drögum úr losun. Vandamál? Björn Teitsson skrifar 22. apríl 2021 10:31 Besta fjárfesting sem hægt væri að fara í fyrir ferðaþjónustuna er innviðauppbygging á hjólastígum á landsbyggðinni. Ekki aðeins umhverfislega, eða á forsendum lýðheilsu, heldur einnig í beinhörðum peningum, aðdráttarafli og hagnaði á alla vegu, ekki síst með minni mengun og hljóðmengun. Á Suðurlandsundirlendinu eru til að mynda endalaus tækifæri þar sem stutt er milli áningarstaða, mikið um verslun og þjónustu, flatlendi og veðursæld fimm mánuði ársins. Þar væri hægt að byrja á slíkri uppbyggingu og halda svo áfram, fara í sambærileg verkefni um allt land. Skoðum málið. *Ferðamannaiðnaðurinn og umhverfisvernd hafa farið mjög illa saman í uppgangi fyrrnefndu greinarinnar á undanförnum áratug. Þar fer langmest fyrir útblæstri bifreiða. Meðalbifreið sem er í notkun bróðurpart ársins losar um 2 tonn af gróðurhúsalofttegundum á hverju ári. Frá janúar 2013 til janúar 2019 fjölgaði bílaleigubílum úr 7.280 í 21.544, þótt hámarkinu hafi verið náð um sumarið 2019 með vel yfir 25 þúsund bifreiðar í notkun. Það jafngilda um 50 kílótonna losun gróðurhúsalofttegunda á ársgrundvelli, eða milli 5-6% heildarlosunar frá vegasamgöngum. *Hjólastígar eru mun ódýrari framkvæmd en akvegir bifreiða og endast margfalt betur þar sem álag á þá er lítið og slit því mjög takmörkuð. *Nú þegar er vísir að hjólaleið frá Reykjavík til Þingvalla (gamli akvegurinn) sem gæti gert Þingvallaferð að dagleið fyrir hjólreiðafólk. Það þarf einfaldlega að bjóða út verkið. Sú leið myndi vera nýtt óspart af fólki búsettu á Íslandi sem og ferðafólki. *Hjólatúrismi (Bicycle Touring/Bicycle Tourism/Radtourismus) er sú grein ferðamennsku sem er í mestum vexti beggja vegna Atlantshafsins í Evrópu og Norður-Ameríku. *Í Þýskalandi notuðu 5,4 milljónir Þjóðverja reiðhjól í fríum sínum árið 2019 en þar, sem og í Austurríki, hefur verið stöðug aukning í notkun reiðhjóla, bæði hjá innlendum og erlendum ferðamönnum. Langstærsti aldurshópurinn sem notar reiðhjól, bæði í Austurríki og í Þýskalandi, er fólk milli 45-64 ára. *Markaðsrannsóknir sýna enn fremur að sami hópur er jafnan giftur/í sambúð, og ferðast fólk jafnan saman. Hópurinn sem hjólar í fríum er jafnan vel yfir meðaltekjum og langskólagenginn. *Fólk er jafnan tilbúið að verja meira fé í gistingu og þjónustu í reiðhjólaferðamennsku, þar sem kostnaður vegna bílaleigu og eldsneytis er enginn. *Yfir 90% fólks sem prófar að nota reiðhjól sem fararmáta í fríum, er líklegt til að gera það aftur. *Veðurskilyrði á Suðurlandi eru kjörin til hjólaferðamennsku og eru sambærileg við góð skilyrði í Skandinavíu. *Enn fremur hafa rafhjól „breytt leiknum“ með tilliti til drægni og getu fólks, sérstaklega eldri aldurshópa, til að stunda hjólaferðamennsku. Vandamál? Eh, nei. Höfundur elskar Suðurland og sjálfbæra ferðamennsku. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Umhverfismál Hjólreiðar Mest lesið Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Rangfærslur Viðskiptaráðs Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Ekki stimpla mig! Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Karlar gegn kynbundnu ofbeldi Þorgerður J. Einarsdóttir,Ingólfur Á. Jóhannesson skrifar Skoðun 3.860 börn í Reykjavík nýttu ekki frístundastyrkinn Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aldrei gefast upp Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Að búa til eitthvað úr engu Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Sakborningurinn og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Vinnum hratt og vinnum saman Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Besta fjárfesting sem hægt væri að fara í fyrir ferðaþjónustuna er innviðauppbygging á hjólastígum á landsbyggðinni. Ekki aðeins umhverfislega, eða á forsendum lýðheilsu, heldur einnig í beinhörðum peningum, aðdráttarafli og hagnaði á alla vegu, ekki síst með minni mengun og hljóðmengun. Á Suðurlandsundirlendinu eru til að mynda endalaus tækifæri þar sem stutt er milli áningarstaða, mikið um verslun og þjónustu, flatlendi og veðursæld fimm mánuði ársins. Þar væri hægt að byrja á slíkri uppbyggingu og halda svo áfram, fara í sambærileg verkefni um allt land. Skoðum málið. *Ferðamannaiðnaðurinn og umhverfisvernd hafa farið mjög illa saman í uppgangi fyrrnefndu greinarinnar á undanförnum áratug. Þar fer langmest fyrir útblæstri bifreiða. Meðalbifreið sem er í notkun bróðurpart ársins losar um 2 tonn af gróðurhúsalofttegundum á hverju ári. Frá janúar 2013 til janúar 2019 fjölgaði bílaleigubílum úr 7.280 í 21.544, þótt hámarkinu hafi verið náð um sumarið 2019 með vel yfir 25 þúsund bifreiðar í notkun. Það jafngilda um 50 kílótonna losun gróðurhúsalofttegunda á ársgrundvelli, eða milli 5-6% heildarlosunar frá vegasamgöngum. *Hjólastígar eru mun ódýrari framkvæmd en akvegir bifreiða og endast margfalt betur þar sem álag á þá er lítið og slit því mjög takmörkuð. *Nú þegar er vísir að hjólaleið frá Reykjavík til Þingvalla (gamli akvegurinn) sem gæti gert Þingvallaferð að dagleið fyrir hjólreiðafólk. Það þarf einfaldlega að bjóða út verkið. Sú leið myndi vera nýtt óspart af fólki búsettu á Íslandi sem og ferðafólki. *Hjólatúrismi (Bicycle Touring/Bicycle Tourism/Radtourismus) er sú grein ferðamennsku sem er í mestum vexti beggja vegna Atlantshafsins í Evrópu og Norður-Ameríku. *Í Þýskalandi notuðu 5,4 milljónir Þjóðverja reiðhjól í fríum sínum árið 2019 en þar, sem og í Austurríki, hefur verið stöðug aukning í notkun reiðhjóla, bæði hjá innlendum og erlendum ferðamönnum. Langstærsti aldurshópurinn sem notar reiðhjól, bæði í Austurríki og í Þýskalandi, er fólk milli 45-64 ára. *Markaðsrannsóknir sýna enn fremur að sami hópur er jafnan giftur/í sambúð, og ferðast fólk jafnan saman. Hópurinn sem hjólar í fríum er jafnan vel yfir meðaltekjum og langskólagenginn. *Fólk er jafnan tilbúið að verja meira fé í gistingu og þjónustu í reiðhjólaferðamennsku, þar sem kostnaður vegna bílaleigu og eldsneytis er enginn. *Yfir 90% fólks sem prófar að nota reiðhjól sem fararmáta í fríum, er líklegt til að gera það aftur. *Veðurskilyrði á Suðurlandi eru kjörin til hjólaferðamennsku og eru sambærileg við góð skilyrði í Skandinavíu. *Enn fremur hafa rafhjól „breytt leiknum“ með tilliti til drægni og getu fólks, sérstaklega eldri aldurshópa, til að stunda hjólaferðamennsku. Vandamál? Eh, nei. Höfundur elskar Suðurland og sjálfbæra ferðamennsku.
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar
Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar