Fyrir hvern var þessi leiksýning? Gunnar Smári Egilsson skrifar 20. apríl 2021 18:39 Ég hef séð ýmislegt um dagana, en þessi blaðamannafundur ríkisstjórnarinnar í Hörpu fyrr í dag var með því allra ósvífnasta sem ég hef séð. Ríkisstjórn kynnir eitthvað sem gæti litið út fyrir ókunnuga sem hertar aðgerðir á landamærum, en sem eru það í raun ekki. Frammi fyrir þjóð sem þolað hefur allskyns takmarkanir í meira en ár, þjóð sem hefur nú uppi kröfur um hertar aðgerðir á landamærum, um að hagsmunir hennar séu hafðir að leiðarljósi en ekki frekja og yfirgangur í hluthöfum ferðaþjónustufyrirtækja eða dellan upp úr öfga-nýfrjálshyggjuliðinu, þjóð sem horfir fram á að enn ein bylgjan sé að rísa með endurteknum takmörkunum á daglegu lífi, banni við samkomum og samveru, þjóð sem sér drauminn um betra líf í vor og snemmsumar vera að leysast upp ... frammi fyrir þessari þjóð mætir ríkisstjórnin með fráleitt sjónarspil. Um hertar aðgerðir sem í raun breyta engu. Ég trúi því ekki að Alþingi láti hafa sig að fífli með því að taka þetta boðaða frumvarp til meðferðar; sex vikna heimild til að leggja kvaðir á fólk sem ekki mun koma hingað? Sem svar við kröfum almennings um hertar aðgerðir strax? Þau sem héldu að ríkisstjórnin væri að boða eitthvað í líkingu við Nýsjálensku leiðina við landamærin hljóta að hafa orðið fyrir sárum vonbrigðum. Samkvæmt nýjustu tölum fer enginn á sóttvarnahótel Ekkert Evrópuland er með fleira en 1000 smit á síðustu 14 dögum á hverja 100 þúsund íbúa samkvæmt Evrópsku sóttvarnamiðstöðinni (linkur: https://www.ecdc.europa.eu/en/cases-2019-ncov-eueea). Í dag verður því enginn ferðamaður þaðan undantekningarlaust skikkaður í sóttvarnahús samkvæmt ráðagerðum ríkisstjórnarinnar. Og enginn eftir 1. júní. Þá verður enginn skikkaður í sóttvarnahús, ekki einu sinni fólk sem kemur frá löndum með fleiri en 1000 smit á 100 þúsund íbúa, sem í dag eru aðeins örfá lönd í heiminum og ekkert sem hefur beinar flugtengingar við Ísland, líklega ekki önnur lönd en Curacao, Bermuda og San Marino. Var einhver að krefjast reglna um flugsamgöngur við þau? Sex Evrópulönd eru með milli 750-1000 smit á síðustu 14 dögum á hverja 100 þúsund íbúa: Ungverjaland (861), Pólland (840), Kýpur (774), Eistland (770), Svíþjóð (770) og Frakkland (762). Ekkert flug kemur frá þessum löndum til Keflavíkur á morgun en vél er ráðgerð frá Stokkhólmi á fimmtudag. Farþegar úr þeirri vél verða skikkaðir í sóttvarnahús og verða vera þar í fimm daga nema þeir geti sýnt fram á að þeir geti dvalið annars staðar í sóttkví við viðunandi aðstæður, t.d. heima hjá sér, í sumarbústað eða einhvers staðar þar sem telja má að hægt sé að dvelja í fimm daga án samgangs við annað fólk. Eins og dæmin sanna er ekki þar með sagt að fólkið dvelji á þessum stöðum eða haldi sóttkví. Breytingarnar breyta engu Í dag er fjöldi smita á Íslandi síðustu 14 daga á hverja 100 þúsund íbúa 25. Það er það lægsta í Evrópu og því til mikils að vinna fyrir Íslendinga að halda uppi sterkum vörnum á landamærum. Þjóðin hefur mikið lagt á sig til að ná þessum árangri og á það skilið að hann sé varinn. Á morgun koma vélar frá Bretlandi þar sem þetta hlutfall er 50, Hollandi þar sem hlutfallið er 564, Danmörku þar sem hlutfallið er 165 og Spáni þar sem hlutfallið er 210. Auk vélarinnar frá Svíþjóð koma svo vélar frá Hollandi á fimmtudaginn (564) og Þýskalandi þar sem hlutfallið er 276. Frá blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar í Hörpu fyrr í dag.vísir/vilhelm Þær breytingar sem ríkisstjórnin kynnti hefur því lítil ef nokkur áhrif næstu daga. Og ekki sýnileg nein áhrif þessar sex vikur sem lögin eiga að gilda. Enginn sem getur vísað á viðunandi stað til sóttkvíar verður skyldaður á sóttkvíarhótel. Og fólk sem er að koma frá löndum þar sem smit eru allt að 23 sinnum algengari en hér mun ekki mæta harðari aðgerðum á landamærum en gilda í dag. Þeir sem engar aðgerðir vildu réðu innihaldinu Ég trúi því ekki að enginn ráðherranna í ríkisstjórn og enginn þingmaður ríkisstjórnarflokkanna hafi ekki viljað harðari aðgerðir. Það er því augljóst að þau sem vildu harðari aðgerðir urðu undir kröfum þeirra sem engar aðgerðir vildu. Niðurstaðan er í raun engar aðgerðir en þær eru kynntar sem þær séu einhverjar aðgerðir. Þau sem engar aðgerðir vildu fengu að ráða innihaldinu en hin sem vildu aðgerðir fengu að ráða kynningunni. Einhver gæti haldið að þar með hafi allir fengið eitthvað, en reyndin er auðvitað að þau sem ekki vildu neinar aðgerðir fengu allt. Hin ekkert. En til hvers var þessi blaðamannafundur? Mér dettur helst í hug að hann hafi verið sigurstund fyrir Sigríði Á. Andersen, Brynjar Níelsson, Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur og aðra últra-hægrimenn, fögnuður yfir að halda völdum og geta áfram rekið stefnu sína þvert á vilja mikils meirihluta þjóðarinnar. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokki Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Smári Egilsson Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Ég hef séð ýmislegt um dagana, en þessi blaðamannafundur ríkisstjórnarinnar í Hörpu fyrr í dag var með því allra ósvífnasta sem ég hef séð. Ríkisstjórn kynnir eitthvað sem gæti litið út fyrir ókunnuga sem hertar aðgerðir á landamærum, en sem eru það í raun ekki. Frammi fyrir þjóð sem þolað hefur allskyns takmarkanir í meira en ár, þjóð sem hefur nú uppi kröfur um hertar aðgerðir á landamærum, um að hagsmunir hennar séu hafðir að leiðarljósi en ekki frekja og yfirgangur í hluthöfum ferðaþjónustufyrirtækja eða dellan upp úr öfga-nýfrjálshyggjuliðinu, þjóð sem horfir fram á að enn ein bylgjan sé að rísa með endurteknum takmörkunum á daglegu lífi, banni við samkomum og samveru, þjóð sem sér drauminn um betra líf í vor og snemmsumar vera að leysast upp ... frammi fyrir þessari þjóð mætir ríkisstjórnin með fráleitt sjónarspil. Um hertar aðgerðir sem í raun breyta engu. Ég trúi því ekki að Alþingi láti hafa sig að fífli með því að taka þetta boðaða frumvarp til meðferðar; sex vikna heimild til að leggja kvaðir á fólk sem ekki mun koma hingað? Sem svar við kröfum almennings um hertar aðgerðir strax? Þau sem héldu að ríkisstjórnin væri að boða eitthvað í líkingu við Nýsjálensku leiðina við landamærin hljóta að hafa orðið fyrir sárum vonbrigðum. Samkvæmt nýjustu tölum fer enginn á sóttvarnahótel Ekkert Evrópuland er með fleira en 1000 smit á síðustu 14 dögum á hverja 100 þúsund íbúa samkvæmt Evrópsku sóttvarnamiðstöðinni (linkur: https://www.ecdc.europa.eu/en/cases-2019-ncov-eueea). Í dag verður því enginn ferðamaður þaðan undantekningarlaust skikkaður í sóttvarnahús samkvæmt ráðagerðum ríkisstjórnarinnar. Og enginn eftir 1. júní. Þá verður enginn skikkaður í sóttvarnahús, ekki einu sinni fólk sem kemur frá löndum með fleiri en 1000 smit á 100 þúsund íbúa, sem í dag eru aðeins örfá lönd í heiminum og ekkert sem hefur beinar flugtengingar við Ísland, líklega ekki önnur lönd en Curacao, Bermuda og San Marino. Var einhver að krefjast reglna um flugsamgöngur við þau? Sex Evrópulönd eru með milli 750-1000 smit á síðustu 14 dögum á hverja 100 þúsund íbúa: Ungverjaland (861), Pólland (840), Kýpur (774), Eistland (770), Svíþjóð (770) og Frakkland (762). Ekkert flug kemur frá þessum löndum til Keflavíkur á morgun en vél er ráðgerð frá Stokkhólmi á fimmtudag. Farþegar úr þeirri vél verða skikkaðir í sóttvarnahús og verða vera þar í fimm daga nema þeir geti sýnt fram á að þeir geti dvalið annars staðar í sóttkví við viðunandi aðstæður, t.d. heima hjá sér, í sumarbústað eða einhvers staðar þar sem telja má að hægt sé að dvelja í fimm daga án samgangs við annað fólk. Eins og dæmin sanna er ekki þar með sagt að fólkið dvelji á þessum stöðum eða haldi sóttkví. Breytingarnar breyta engu Í dag er fjöldi smita á Íslandi síðustu 14 daga á hverja 100 þúsund íbúa 25. Það er það lægsta í Evrópu og því til mikils að vinna fyrir Íslendinga að halda uppi sterkum vörnum á landamærum. Þjóðin hefur mikið lagt á sig til að ná þessum árangri og á það skilið að hann sé varinn. Á morgun koma vélar frá Bretlandi þar sem þetta hlutfall er 50, Hollandi þar sem hlutfallið er 564, Danmörku þar sem hlutfallið er 165 og Spáni þar sem hlutfallið er 210. Auk vélarinnar frá Svíþjóð koma svo vélar frá Hollandi á fimmtudaginn (564) og Þýskalandi þar sem hlutfallið er 276. Frá blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar í Hörpu fyrr í dag.vísir/vilhelm Þær breytingar sem ríkisstjórnin kynnti hefur því lítil ef nokkur áhrif næstu daga. Og ekki sýnileg nein áhrif þessar sex vikur sem lögin eiga að gilda. Enginn sem getur vísað á viðunandi stað til sóttkvíar verður skyldaður á sóttkvíarhótel. Og fólk sem er að koma frá löndum þar sem smit eru allt að 23 sinnum algengari en hér mun ekki mæta harðari aðgerðum á landamærum en gilda í dag. Þeir sem engar aðgerðir vildu réðu innihaldinu Ég trúi því ekki að enginn ráðherranna í ríkisstjórn og enginn þingmaður ríkisstjórnarflokkanna hafi ekki viljað harðari aðgerðir. Það er því augljóst að þau sem vildu harðari aðgerðir urðu undir kröfum þeirra sem engar aðgerðir vildu. Niðurstaðan er í raun engar aðgerðir en þær eru kynntar sem þær séu einhverjar aðgerðir. Þau sem engar aðgerðir vildu fengu að ráða innihaldinu en hin sem vildu aðgerðir fengu að ráða kynningunni. Einhver gæti haldið að þar með hafi allir fengið eitthvað, en reyndin er auðvitað að þau sem ekki vildu neinar aðgerðir fengu allt. Hin ekkert. En til hvers var þessi blaðamannafundur? Mér dettur helst í hug að hann hafi verið sigurstund fyrir Sigríði Á. Andersen, Brynjar Níelsson, Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur og aðra últra-hægrimenn, fögnuður yfir að halda völdum og geta áfram rekið stefnu sína þvert á vilja mikils meirihluta þjóðarinnar. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokki Íslands.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun