Sló til Bottas eftir árekstur á Imola Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. apríl 2021 09:00 George Russell missti stjórn á skapi sínu í ítalska kappakstrinum í gær. ap/Xpbimages George Russell, ökumaður Williams, virtist slá til Valtteri Bottas á Mercedes eftir árekstur þeirra í ítalska kappakstrinum í gær. Russell missti stjórn á bíl sínum þegar hann reyndi að taka fram úr Bottas á Imola brautinni og klessti á Finnann. Báðir voru úr leik eftir áreksturinn. Russell var afar ósáttur við Bottas og blótaði honum í sand og ösku í talstöðinni eftir áreksturinn. Hann gekk svo að bíl Bottas, beygði sig yfir þann finnska og virtist slá á hjálm hans. Bottas var skiljanlega ekki sáttur en þeim lenti þó ekki frekar saman. Stöðva þurfti keppni á 34. hring til hreinsa upp rusl af brautinni eftir árekstur þeirra Russells og Bottas. Russell, sem er 23 ára, er á sínu þriðja tímabili hjá Williams. Hann byrjaði að keppa í Formúlu 1 2019 eftir að hafa unnið Formúlu 2 árið á undan. Á síðasta tímabili endaði hann í 18. sæti í keppni ökuþóra. Max Verstappen á Red Bull varð hlutskarpastur í ítalska kappakstrinum í gær. Formúla Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Í beinni: England - Andorra | Ætti að vera auðsóttur sigur enskra Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Russell missti stjórn á bíl sínum þegar hann reyndi að taka fram úr Bottas á Imola brautinni og klessti á Finnann. Báðir voru úr leik eftir áreksturinn. Russell var afar ósáttur við Bottas og blótaði honum í sand og ösku í talstöðinni eftir áreksturinn. Hann gekk svo að bíl Bottas, beygði sig yfir þann finnska og virtist slá á hjálm hans. Bottas var skiljanlega ekki sáttur en þeim lenti þó ekki frekar saman. Stöðva þurfti keppni á 34. hring til hreinsa upp rusl af brautinni eftir árekstur þeirra Russells og Bottas. Russell, sem er 23 ára, er á sínu þriðja tímabili hjá Williams. Hann byrjaði að keppa í Formúlu 1 2019 eftir að hafa unnið Formúlu 2 árið á undan. Á síðasta tímabili endaði hann í 18. sæti í keppni ökuþóra. Max Verstappen á Red Bull varð hlutskarpastur í ítalska kappakstrinum í gær.
Formúla Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Í beinni: England - Andorra | Ætti að vera auðsóttur sigur enskra Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti