Filippus prins borinn til grafar Samúel Karl Ólason skrifar 17. apríl 2021 11:41 Minnisvarði um Filippus með mynd af honum og Elísabetu Bretadrottningu á árum áður. AP/Frank Augstein Filippus prins, maki Elísabetar Bretadrottningar, var borinn til grafar í dag. Fjöldi þeirra sem sóttu jarðarförina var takmarkaður við þrjátíu vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar en sýnt var frá athöfninni í beinni útsendingu. Jarðarförin sjálf hófst klukkan tvö í dag, að íslenskum tíma, í kapellu St. Georgs við Windsorkastala. Þar áður, um klukkan 13:40 hófst líkfylgdin. Kistan var borin frá kapellu í kastalanum sjálfum til kapellu St. Georgs og var kistan flutt á sérstökum Land Rover sem prinsinn kominn sjálfur að því að hanna. Kistunni fylgdu fjögur börn Filippusar og Elísabetar, þau Karl, Andrés, Játvarður og Anna en með þeim voru þeir Vilhjálmur og Harry, synir Karls. Þar á eftir koma aðrir eins og Pétur, sonur Önnu, og eiginmaður hennar, aðmírállinn Tim Laurence. Starfsmenn Filippusar gengu svo þar á eftir. Viðstaddir jarðarförina voru að mestu úr fjölskyldu þeirra hjóna en þar að auki voru þrír ættingjar Filippusar frá Þýskalandi. Þó komu rúmlega 700 meðlimir herafla Bretlands að athöfninni. Sjá einnig: Drottningin situr ein við útförina Athöfninni var sjónvarpað í beinni útsendingu en hægt var að fylgjast með beinni útsendingu BBC hér á Youtube og Youtubesíðu bresku konungsfjölskyldunnar. Í frétt BBC segir að prinsinn hafi sjálfur beðið um að jarðarförin yrði lágstemmd og að ekki yrði haldin messa. Konungsfjölskyldan hefur gefið út að athöfnin verði táknræn fyrir Filippus, hugrekki hans og stuðning hans við drottninguna. Athöfnin mun einnig sýna tengsl Filippusar við herafla Bretlands. Filippus dó þann 9. apríl, og var hann 99 ára gamall en hann hefði orðið hundrað ára í júní. Hann og Elísabet höfðu verið gift í 73 ár lengur en nokkur annar maki drottningar eða konungs Bretlands. Fréttin hefur verið uppfærð. Bretland Kóngafólk Andlát Andlát Filippusar prins Elísabet II Bretadrottning Tengdar fréttir Fjöldi fólks fylgdist með komu fallbyssukerranna Fjöldi fólks fylgdist með því þegar þegar hin konunglega viðhafnarsveit breska hersins kom ríðandi með þrjár fallbyssukerrur í eftirdragi að Windsor-kastala í dag til undirbúnings útfarar Filippusar prins á morgun. 16. apríl 2021 22:12 Drottningin deilir áður óséðri mynd Elísabet Bretadrottning óskaði eftir því að birta mynd af sér og eiginmanni sínum á aðgangi konungsfjölskyldunnar sem aldrei hefur verið birt áður. Myndin var tekin í Skotlandi árið 2003. 16. apríl 2021 22:09 Filippus prins er látinn Filippus prins, eiginmaður Elísabetar Bretadrottningar er látinn. Hann lést í morgun í Windsor-kastala að því er segir í tilkynningu frá bresku konungshöllinni. Hann varð 99 ára. 9. apríl 2021 11:09 Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Fleiri fréttir Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sjá meira
Jarðarförin sjálf hófst klukkan tvö í dag, að íslenskum tíma, í kapellu St. Georgs við Windsorkastala. Þar áður, um klukkan 13:40 hófst líkfylgdin. Kistan var borin frá kapellu í kastalanum sjálfum til kapellu St. Georgs og var kistan flutt á sérstökum Land Rover sem prinsinn kominn sjálfur að því að hanna. Kistunni fylgdu fjögur börn Filippusar og Elísabetar, þau Karl, Andrés, Játvarður og Anna en með þeim voru þeir Vilhjálmur og Harry, synir Karls. Þar á eftir koma aðrir eins og Pétur, sonur Önnu, og eiginmaður hennar, aðmírállinn Tim Laurence. Starfsmenn Filippusar gengu svo þar á eftir. Viðstaddir jarðarförina voru að mestu úr fjölskyldu þeirra hjóna en þar að auki voru þrír ættingjar Filippusar frá Þýskalandi. Þó komu rúmlega 700 meðlimir herafla Bretlands að athöfninni. Sjá einnig: Drottningin situr ein við útförina Athöfninni var sjónvarpað í beinni útsendingu en hægt var að fylgjast með beinni útsendingu BBC hér á Youtube og Youtubesíðu bresku konungsfjölskyldunnar. Í frétt BBC segir að prinsinn hafi sjálfur beðið um að jarðarförin yrði lágstemmd og að ekki yrði haldin messa. Konungsfjölskyldan hefur gefið út að athöfnin verði táknræn fyrir Filippus, hugrekki hans og stuðning hans við drottninguna. Athöfnin mun einnig sýna tengsl Filippusar við herafla Bretlands. Filippus dó þann 9. apríl, og var hann 99 ára gamall en hann hefði orðið hundrað ára í júní. Hann og Elísabet höfðu verið gift í 73 ár lengur en nokkur annar maki drottningar eða konungs Bretlands. Fréttin hefur verið uppfærð.
Bretland Kóngafólk Andlát Andlát Filippusar prins Elísabet II Bretadrottning Tengdar fréttir Fjöldi fólks fylgdist með komu fallbyssukerranna Fjöldi fólks fylgdist með því þegar þegar hin konunglega viðhafnarsveit breska hersins kom ríðandi með þrjár fallbyssukerrur í eftirdragi að Windsor-kastala í dag til undirbúnings útfarar Filippusar prins á morgun. 16. apríl 2021 22:12 Drottningin deilir áður óséðri mynd Elísabet Bretadrottning óskaði eftir því að birta mynd af sér og eiginmanni sínum á aðgangi konungsfjölskyldunnar sem aldrei hefur verið birt áður. Myndin var tekin í Skotlandi árið 2003. 16. apríl 2021 22:09 Filippus prins er látinn Filippus prins, eiginmaður Elísabetar Bretadrottningar er látinn. Hann lést í morgun í Windsor-kastala að því er segir í tilkynningu frá bresku konungshöllinni. Hann varð 99 ára. 9. apríl 2021 11:09 Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Fleiri fréttir Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sjá meira
Fjöldi fólks fylgdist með komu fallbyssukerranna Fjöldi fólks fylgdist með því þegar þegar hin konunglega viðhafnarsveit breska hersins kom ríðandi með þrjár fallbyssukerrur í eftirdragi að Windsor-kastala í dag til undirbúnings útfarar Filippusar prins á morgun. 16. apríl 2021 22:12
Drottningin deilir áður óséðri mynd Elísabet Bretadrottning óskaði eftir því að birta mynd af sér og eiginmanni sínum á aðgangi konungsfjölskyldunnar sem aldrei hefur verið birt áður. Myndin var tekin í Skotlandi árið 2003. 16. apríl 2021 22:09
Filippus prins er látinn Filippus prins, eiginmaður Elísabetar Bretadrottningar er látinn. Hann lést í morgun í Windsor-kastala að því er segir í tilkynningu frá bresku konungshöllinni. Hann varð 99 ára. 9. apríl 2021 11:09