Filippus prins borinn til grafar Samúel Karl Ólason skrifar 17. apríl 2021 11:41 Minnisvarði um Filippus með mynd af honum og Elísabetu Bretadrottningu á árum áður. AP/Frank Augstein Filippus prins, maki Elísabetar Bretadrottningar, var borinn til grafar í dag. Fjöldi þeirra sem sóttu jarðarförina var takmarkaður við þrjátíu vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar en sýnt var frá athöfninni í beinni útsendingu. Jarðarförin sjálf hófst klukkan tvö í dag, að íslenskum tíma, í kapellu St. Georgs við Windsorkastala. Þar áður, um klukkan 13:40 hófst líkfylgdin. Kistan var borin frá kapellu í kastalanum sjálfum til kapellu St. Georgs og var kistan flutt á sérstökum Land Rover sem prinsinn kominn sjálfur að því að hanna. Kistunni fylgdu fjögur börn Filippusar og Elísabetar, þau Karl, Andrés, Játvarður og Anna en með þeim voru þeir Vilhjálmur og Harry, synir Karls. Þar á eftir koma aðrir eins og Pétur, sonur Önnu, og eiginmaður hennar, aðmírállinn Tim Laurence. Starfsmenn Filippusar gengu svo þar á eftir. Viðstaddir jarðarförina voru að mestu úr fjölskyldu þeirra hjóna en þar að auki voru þrír ættingjar Filippusar frá Þýskalandi. Þó komu rúmlega 700 meðlimir herafla Bretlands að athöfninni. Sjá einnig: Drottningin situr ein við útförina Athöfninni var sjónvarpað í beinni útsendingu en hægt var að fylgjast með beinni útsendingu BBC hér á Youtube og Youtubesíðu bresku konungsfjölskyldunnar. Í frétt BBC segir að prinsinn hafi sjálfur beðið um að jarðarförin yrði lágstemmd og að ekki yrði haldin messa. Konungsfjölskyldan hefur gefið út að athöfnin verði táknræn fyrir Filippus, hugrekki hans og stuðning hans við drottninguna. Athöfnin mun einnig sýna tengsl Filippusar við herafla Bretlands. Filippus dó þann 9. apríl, og var hann 99 ára gamall en hann hefði orðið hundrað ára í júní. Hann og Elísabet höfðu verið gift í 73 ár lengur en nokkur annar maki drottningar eða konungs Bretlands. Fréttin hefur verið uppfærð. Bretland Kóngafólk Andlát Andlát Filippusar prins Elísabet II Bretadrottning Tengdar fréttir Fjöldi fólks fylgdist með komu fallbyssukerranna Fjöldi fólks fylgdist með því þegar þegar hin konunglega viðhafnarsveit breska hersins kom ríðandi með þrjár fallbyssukerrur í eftirdragi að Windsor-kastala í dag til undirbúnings útfarar Filippusar prins á morgun. 16. apríl 2021 22:12 Drottningin deilir áður óséðri mynd Elísabet Bretadrottning óskaði eftir því að birta mynd af sér og eiginmanni sínum á aðgangi konungsfjölskyldunnar sem aldrei hefur verið birt áður. Myndin var tekin í Skotlandi árið 2003. 16. apríl 2021 22:09 Filippus prins er látinn Filippus prins, eiginmaður Elísabetar Bretadrottningar er látinn. Hann lést í morgun í Windsor-kastala að því er segir í tilkynningu frá bresku konungshöllinni. Hann varð 99 ára. 9. apríl 2021 11:09 Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Fleiri fréttir Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Sjá meira
Jarðarförin sjálf hófst klukkan tvö í dag, að íslenskum tíma, í kapellu St. Georgs við Windsorkastala. Þar áður, um klukkan 13:40 hófst líkfylgdin. Kistan var borin frá kapellu í kastalanum sjálfum til kapellu St. Georgs og var kistan flutt á sérstökum Land Rover sem prinsinn kominn sjálfur að því að hanna. Kistunni fylgdu fjögur börn Filippusar og Elísabetar, þau Karl, Andrés, Játvarður og Anna en með þeim voru þeir Vilhjálmur og Harry, synir Karls. Þar á eftir koma aðrir eins og Pétur, sonur Önnu, og eiginmaður hennar, aðmírállinn Tim Laurence. Starfsmenn Filippusar gengu svo þar á eftir. Viðstaddir jarðarförina voru að mestu úr fjölskyldu þeirra hjóna en þar að auki voru þrír ættingjar Filippusar frá Þýskalandi. Þó komu rúmlega 700 meðlimir herafla Bretlands að athöfninni. Sjá einnig: Drottningin situr ein við útförina Athöfninni var sjónvarpað í beinni útsendingu en hægt var að fylgjast með beinni útsendingu BBC hér á Youtube og Youtubesíðu bresku konungsfjölskyldunnar. Í frétt BBC segir að prinsinn hafi sjálfur beðið um að jarðarförin yrði lágstemmd og að ekki yrði haldin messa. Konungsfjölskyldan hefur gefið út að athöfnin verði táknræn fyrir Filippus, hugrekki hans og stuðning hans við drottninguna. Athöfnin mun einnig sýna tengsl Filippusar við herafla Bretlands. Filippus dó þann 9. apríl, og var hann 99 ára gamall en hann hefði orðið hundrað ára í júní. Hann og Elísabet höfðu verið gift í 73 ár lengur en nokkur annar maki drottningar eða konungs Bretlands. Fréttin hefur verið uppfærð.
Bretland Kóngafólk Andlát Andlát Filippusar prins Elísabet II Bretadrottning Tengdar fréttir Fjöldi fólks fylgdist með komu fallbyssukerranna Fjöldi fólks fylgdist með því þegar þegar hin konunglega viðhafnarsveit breska hersins kom ríðandi með þrjár fallbyssukerrur í eftirdragi að Windsor-kastala í dag til undirbúnings útfarar Filippusar prins á morgun. 16. apríl 2021 22:12 Drottningin deilir áður óséðri mynd Elísabet Bretadrottning óskaði eftir því að birta mynd af sér og eiginmanni sínum á aðgangi konungsfjölskyldunnar sem aldrei hefur verið birt áður. Myndin var tekin í Skotlandi árið 2003. 16. apríl 2021 22:09 Filippus prins er látinn Filippus prins, eiginmaður Elísabetar Bretadrottningar er látinn. Hann lést í morgun í Windsor-kastala að því er segir í tilkynningu frá bresku konungshöllinni. Hann varð 99 ára. 9. apríl 2021 11:09 Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Fleiri fréttir Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Sjá meira
Fjöldi fólks fylgdist með komu fallbyssukerranna Fjöldi fólks fylgdist með því þegar þegar hin konunglega viðhafnarsveit breska hersins kom ríðandi með þrjár fallbyssukerrur í eftirdragi að Windsor-kastala í dag til undirbúnings útfarar Filippusar prins á morgun. 16. apríl 2021 22:12
Drottningin deilir áður óséðri mynd Elísabet Bretadrottning óskaði eftir því að birta mynd af sér og eiginmanni sínum á aðgangi konungsfjölskyldunnar sem aldrei hefur verið birt áður. Myndin var tekin í Skotlandi árið 2003. 16. apríl 2021 22:09
Filippus prins er látinn Filippus prins, eiginmaður Elísabetar Bretadrottningar er látinn. Hann lést í morgun í Windsor-kastala að því er segir í tilkynningu frá bresku konungshöllinni. Hann varð 99 ára. 9. apríl 2021 11:09