Er ég orðinn faðir dóttur minnar? Matthías Freyr Matthíasson skrifar 16. apríl 2021 15:00 Ég vil byrja á að þakka hæstvirtum dómsmálaráðherra, Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur fyrir að hafa tekið loksins af skarið og sýnt vilja til þess að jafna hlut foreldra sem eru ekki lengur saman. 13. mars 2013, sem sagt fyrir rúmum 8 árum síðan skrifaði ég grein sem vakti mikla athygli og sköpuðust umræður í samfélaginu í kjölfarið. Þar var ég að lýsa reynslu minni af því að vera faðir þar sem hjónaband endaði en samvinna okkar foreldranna og vinátta hélst. Allt í einu stóð ég frammi fyrir því, að geta ekki nálgast eðlilegar upplýsingar um dóttur mína, geta ekki skráð hana í tómstundir eða íþróttir, geta ekki fengið heilsufarslegar upplýsingar eða upplýsingar um bankareikninga og svo margt margt fleira sem ég gæti talið upp. Ég þurfti að biðja barnsmóður mína um að gera þetta fyrir mig. Í raun þetta gríðarlega ójafnvægi sem kerfið skapaði á milli mín og barnsmóður minnar þar sem lögheimili dóttur okkar var hjá barnsmóður minni. Margar tilraunir hafa verið gerðar á Alþingi til þess að breyta þessari kerfislægu mismunun sem á og átti sér stað. Stofnaðir hafa verið starfshópar og lögð fram gögn og skýrslur og fjölda margir fundir haldnir. Ég sökkti mér af fullum þunga í þessa umræðu og var virkur þátttakandi. Því gladdist ég óheyrilega þegar dómsmálaráðherra lýsti yfir vilja sínum til þess að breyta lögum með það að markmiði að jafna þessa stöðu. Frumvarp dómsmálaráðherra um breytingar á barnalögum var samþykkt á Alþingi þar sem 59 þingmenn greiddu játandi og voru 4 þingmenn fjarverandi. Það bendir til þess að mikill vilji er og hefur verið á Alþingi á breytingum á þessum málum. Breytingar á lögunum er varða rétt barnanna sjálfra eru svo sannarlega til bóta og eru í fullu samræmi þær skuldbindingar sem íslensk stjórnvöld hafa undirgengist með því að hafa lögfest Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Við lestur á þessum breytingum er margt sem er gott og jákvætt en hinsvegar er það mat þess sem þetta ritar að ekki nægjanlega langt er gengið er varðar ákveðin efni. Enn er það svo að lögheimilisforeldri hefur enn vald til að taka afgerandi ákvarðanir eins og það er orðað í lögunum, um daglegt líf barns. Samt kemur fram í sömu grein að forsjárforeldrar sem samið hafa um skipta búsetu eigi þeir að taka sameiginlegar afgerandi ákvarðanir. En allar forsendur í þessum málum snúa að því að foreldrar geti samið sín á milli. Vissulega eru viðhorfin alltaf að þróast í betri átt og foreldrar eru átta sig á að þrátt fyrir að særindi þeirra milli séu til staðar, er það velferð barnsins sem á að vera í fyrirrúmi. En vegna þessa að samningsvilji foreldra er ,,skilyrði“ til þess að lögin virki sem skyldi, þá er enn ójafnvægi á milli lögheimilisforeldris og búsetuheimilisforeldris. Staðan er sú í dag að meðlag og barnabætur renna til lögheimilisforeldris og eiga þeir fjármunir að sjá til að uppfylla þarfir barnins. En með því að setja á laggirnar ,,búsetuheimilisforeldri“ (endurtek, skref í rétta átt) sem er samningsatriði á milli foreldra, er komin fjárhagslegur hvati lögheimilisforeldris til þess að synja þessari beiðni ,,búsetuheimilisforeldri“. Það getur gert það að verkum að samningsvilji hverfi eða minnki. Ég veit þess dæmi að foreldrar sem deila forsjá og eru með jafna umgengni nú þegar, barnið er orðið stálpað og allt hefur gengið ljómandi vel í uppeldi barnsins fyrir utan að foreldrið sem ekki er lögheimilisforeldri, hefur ekki haft tök á að fá upplýsingar, barnið er ekki skráð sem hluti af fjölskyldu umgegnisforeldris og margt fleira eins og ég lýsi hér að ofan. Þessir foreldrar sjá ekki hag sinn í því að semja í dag um breytingu á stöðunni, það er að segja, verða lögheimili og búsetuheimili því það sem myndi gerast í kjölfarið að barnabætur munu minnka, húsaleigubætur munu skerðast o.fl. Flest er til bóta en enn má lagfæra og styrkja lögin. Höfundur er faðir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölskyldumál Matthías Freyr Matthíasson Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Ég vil byrja á að þakka hæstvirtum dómsmálaráðherra, Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur fyrir að hafa tekið loksins af skarið og sýnt vilja til þess að jafna hlut foreldra sem eru ekki lengur saman. 13. mars 2013, sem sagt fyrir rúmum 8 árum síðan skrifaði ég grein sem vakti mikla athygli og sköpuðust umræður í samfélaginu í kjölfarið. Þar var ég að lýsa reynslu minni af því að vera faðir þar sem hjónaband endaði en samvinna okkar foreldranna og vinátta hélst. Allt í einu stóð ég frammi fyrir því, að geta ekki nálgast eðlilegar upplýsingar um dóttur mína, geta ekki skráð hana í tómstundir eða íþróttir, geta ekki fengið heilsufarslegar upplýsingar eða upplýsingar um bankareikninga og svo margt margt fleira sem ég gæti talið upp. Ég þurfti að biðja barnsmóður mína um að gera þetta fyrir mig. Í raun þetta gríðarlega ójafnvægi sem kerfið skapaði á milli mín og barnsmóður minnar þar sem lögheimili dóttur okkar var hjá barnsmóður minni. Margar tilraunir hafa verið gerðar á Alþingi til þess að breyta þessari kerfislægu mismunun sem á og átti sér stað. Stofnaðir hafa verið starfshópar og lögð fram gögn og skýrslur og fjölda margir fundir haldnir. Ég sökkti mér af fullum þunga í þessa umræðu og var virkur þátttakandi. Því gladdist ég óheyrilega þegar dómsmálaráðherra lýsti yfir vilja sínum til þess að breyta lögum með það að markmiði að jafna þessa stöðu. Frumvarp dómsmálaráðherra um breytingar á barnalögum var samþykkt á Alþingi þar sem 59 þingmenn greiddu játandi og voru 4 þingmenn fjarverandi. Það bendir til þess að mikill vilji er og hefur verið á Alþingi á breytingum á þessum málum. Breytingar á lögunum er varða rétt barnanna sjálfra eru svo sannarlega til bóta og eru í fullu samræmi þær skuldbindingar sem íslensk stjórnvöld hafa undirgengist með því að hafa lögfest Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Við lestur á þessum breytingum er margt sem er gott og jákvætt en hinsvegar er það mat þess sem þetta ritar að ekki nægjanlega langt er gengið er varðar ákveðin efni. Enn er það svo að lögheimilisforeldri hefur enn vald til að taka afgerandi ákvarðanir eins og það er orðað í lögunum, um daglegt líf barns. Samt kemur fram í sömu grein að forsjárforeldrar sem samið hafa um skipta búsetu eigi þeir að taka sameiginlegar afgerandi ákvarðanir. En allar forsendur í þessum málum snúa að því að foreldrar geti samið sín á milli. Vissulega eru viðhorfin alltaf að þróast í betri átt og foreldrar eru átta sig á að þrátt fyrir að særindi þeirra milli séu til staðar, er það velferð barnsins sem á að vera í fyrirrúmi. En vegna þessa að samningsvilji foreldra er ,,skilyrði“ til þess að lögin virki sem skyldi, þá er enn ójafnvægi á milli lögheimilisforeldris og búsetuheimilisforeldris. Staðan er sú í dag að meðlag og barnabætur renna til lögheimilisforeldris og eiga þeir fjármunir að sjá til að uppfylla þarfir barnins. En með því að setja á laggirnar ,,búsetuheimilisforeldri“ (endurtek, skref í rétta átt) sem er samningsatriði á milli foreldra, er komin fjárhagslegur hvati lögheimilisforeldris til þess að synja þessari beiðni ,,búsetuheimilisforeldri“. Það getur gert það að verkum að samningsvilji hverfi eða minnki. Ég veit þess dæmi að foreldrar sem deila forsjá og eru með jafna umgengni nú þegar, barnið er orðið stálpað og allt hefur gengið ljómandi vel í uppeldi barnsins fyrir utan að foreldrið sem ekki er lögheimilisforeldri, hefur ekki haft tök á að fá upplýsingar, barnið er ekki skráð sem hluti af fjölskyldu umgegnisforeldris og margt fleira eins og ég lýsi hér að ofan. Þessir foreldrar sjá ekki hag sinn í því að semja í dag um breytingu á stöðunni, það er að segja, verða lögheimili og búsetuheimili því það sem myndi gerast í kjölfarið að barnabætur munu minnka, húsaleigubætur munu skerðast o.fl. Flest er til bóta en enn má lagfæra og styrkja lögin. Höfundur er faðir.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun