Geðheilbrigðisþjónusta er lífsspursmál Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 15. apríl 2021 07:30 Mér þykir vænt um stjórnmál. Ánægjan felst meðal annars í samstarfi við gott fólk í öllum flokkum. Sjá hugsjónir og hluti raungerast sem barist hefur verið fyrir. En ekki síður vegna samtalsins við alls konar einstaklinga þvert yfir samfélagið um margvíslegar langanir, óskir, þarfir. Hin mikilvæga tenging við raunveruleika fólks. Stundum líður mér þó eins og að stjórnmálin gætu verið skilvirkari og betur stillt inn á þarfir einstaklinganna sjálfra og samfélagsins. Þegar að lýðræðislega verkefnið okkar er mjög skýrt – að láta hlutina ganga upp, fyrir fólkið og fyrirtækin í landinu. Að sátt sé um leikreglurnar og tækifærin tryggð. Mig langar að taka eitt dæmi. Um árabil hefur ákallið um bætt aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu verið hávært. Enda löngu orðið tímabært að líta á geðheilbrigði sem jafn mikilvægan þátt í lýðheilsu þjóðar eins og líkamlegt heilbrigði. Árið 2018 lagði ég fram frumvarp sem átti í mínum huga að svara þessu kalli. Frumvarpið gekk út á að niðurgreiða ætti sálfræðiþjónustu á sálfræðistofum líkt og tíðkast í mörgum öðrum geirum heilbrigðiskerfisins. Með því væri hægt að tryggja valfrelsi, létta á biðlistum og gera fólki kleift að leita sér hjálpar, án þess að það kosti hundruð þúsunda. Klínískar meðferðir virka – og því ætti það að liggja í augum uppi hversu góð fjárfesting það er af hálfu stjórnvalda að fjárfesta í líðan og virkni þjóðar. Skilaboðin voru skýr Fulltrúar úr öllum flokkum á Alþingi voru sammála um að málið væri gott og tímabært. Og voru meðflutningsmenn á málinu. Í umræðum um málið kepptust þingmenn við að lýsa skoðun sinni og yfir mikilvægi málsins. Frumvarpið dagaði samt sem áður uppi í nefnd í tvígang. Í júní í fyrra tókst okkur að koma því í gegnum nefndarstarfið, með herkjum. Var frumvarpið síðan samþykkt einróma á Alþingi. Einróma. Í því fólst ákveðin fegurð og framsýni í senn. Allir þingmenn vildu að sálfræðiþjónusta og önnur klínísk meðferðarúrræði yrðu aðgengilegri og niðurgreidd. Í meirihluta og minnihluta. Frekar skýr skilaboð um vilja löggjafans ekki satt?Fáeinum mánuðum síðar var svo komið að því að afgreiða fjárlög ársins 2021. Við höfðum þrýst verulega á að nægilegt fjármagn yrði tryggt í málaflokkinn svo að hægt væri að hefjast handa strax að tryggja þjónustuna. En fljótlega fór að renna upp fyrir okkur að ríkisstjórnin hafði lítinn áhuga á því að setja fjármagn í málið. Ráðherrar bentu hver á annan og vörðust fimlega öllum fyrirspurnum um málið. Þegar þrýstingurinn var orðinn pólitískt óþægilegur eyrnamerkti heilbrigðisráðherra brotabrot af þeirri upphæð sem nauðsynleg var málinu til að þagga niður í umræðunni. Ef ekki núna – hvenær? Ég hef fengið fjölda fyrirspurna um afdrif málsins. Hvers vegna ríkisstjórnin samþykkti að lögfesta þjónustuna en neitar að greiða fyrir hana, hvers vegna þetta sé ekki enn farið af stað. Ég hef því miður ekki mörg svör. Enda sit ég í minnihluta og málið úr mínum höndum. En eitt er víst. Að meira en heilt ár af samkomutakmörkunum, ótta, álagi, óvissu, erfiðleikum á vinnumarkaði, brostnum vonum og glötuðum tækifærum hefur afleiðingar. Ekki aðeins fjárhagslega, heldur einnig andlega og félagslega. Það er í raun skylda stjórnvalda að tryggja að tryggt öryggisnet sé til staðar til að grípa þá einstaklinga sem þurfa hjálp. Um allan heim aukast áhyggjur af því að andleg líðan fólks fari verulega versnandi á COVID- tímum. Meðal annars þess vegna er mikilvægt að sýna fyrirhyggju og tryggja greiðan aðgang að sálfræðiþjónustu. Ungir og tekjulágir einstaklingar eru í sérstökum áhættuhópi. Væri ekki tilvalið að tryggja fjármögnun málsins og greiða þannig fyrir aðgengi fólks að mikilvægum úrræðum, einmitt á þessum tímum? Það getur reynst afar dýrkeypt fyrir samfélagið okkar að gera ekki neitt. Því miður duga þau góðu úrræði sem boðið er upp á heilsugæslunum og Landspítalanum skammt. Og svo er auðvitað líka ójafnt skipt eftir landshlutum. Biðlistar hrannast upp og eftirspurnin eftir þjónustunni er gríðarleg. Líkt og biðlistar séu að verða helsta einkennismerki þessarar ríkisstjórnar. Skortur á aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu er lífshættulegur. Það segir tölfræðin okkur og reynslan. En þannig þarf það ekki að vera. Þjóðin á betra skilið en ríkisstjórn sem þorði ekki pólitískt að hafna góðu frumvarpi í þingsal. En ætlar sér svo ekki að klára málið. Enda ekki „þeirra mál“. Frekar var pólitískur sýndarveruleiki settur upp, fáum til framdráttar. Allra síst þeim fjölda einstaklinga sem nú bíða eftir að úrræðið verði virkjað til þess að geta leitað sér hjálpar. Viðreisn mun halda áfram að þrýsta á fjármögnun málsins og halda því á lofti. Þangað til það tekst. Því get ég lofað. Höfundur er formaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun: Kosningar 2021 Geðheilbrigði Viðreisn Alþingi Mest lesið Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson Skoðun Nýbygging þýðir ekki gallalaus eign Annþór Kristján Karlsson Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Mér þykir vænt um stjórnmál. Ánægjan felst meðal annars í samstarfi við gott fólk í öllum flokkum. Sjá hugsjónir og hluti raungerast sem barist hefur verið fyrir. En ekki síður vegna samtalsins við alls konar einstaklinga þvert yfir samfélagið um margvíslegar langanir, óskir, þarfir. Hin mikilvæga tenging við raunveruleika fólks. Stundum líður mér þó eins og að stjórnmálin gætu verið skilvirkari og betur stillt inn á þarfir einstaklinganna sjálfra og samfélagsins. Þegar að lýðræðislega verkefnið okkar er mjög skýrt – að láta hlutina ganga upp, fyrir fólkið og fyrirtækin í landinu. Að sátt sé um leikreglurnar og tækifærin tryggð. Mig langar að taka eitt dæmi. Um árabil hefur ákallið um bætt aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu verið hávært. Enda löngu orðið tímabært að líta á geðheilbrigði sem jafn mikilvægan þátt í lýðheilsu þjóðar eins og líkamlegt heilbrigði. Árið 2018 lagði ég fram frumvarp sem átti í mínum huga að svara þessu kalli. Frumvarpið gekk út á að niðurgreiða ætti sálfræðiþjónustu á sálfræðistofum líkt og tíðkast í mörgum öðrum geirum heilbrigðiskerfisins. Með því væri hægt að tryggja valfrelsi, létta á biðlistum og gera fólki kleift að leita sér hjálpar, án þess að það kosti hundruð þúsunda. Klínískar meðferðir virka – og því ætti það að liggja í augum uppi hversu góð fjárfesting það er af hálfu stjórnvalda að fjárfesta í líðan og virkni þjóðar. Skilaboðin voru skýr Fulltrúar úr öllum flokkum á Alþingi voru sammála um að málið væri gott og tímabært. Og voru meðflutningsmenn á málinu. Í umræðum um málið kepptust þingmenn við að lýsa skoðun sinni og yfir mikilvægi málsins. Frumvarpið dagaði samt sem áður uppi í nefnd í tvígang. Í júní í fyrra tókst okkur að koma því í gegnum nefndarstarfið, með herkjum. Var frumvarpið síðan samþykkt einróma á Alþingi. Einróma. Í því fólst ákveðin fegurð og framsýni í senn. Allir þingmenn vildu að sálfræðiþjónusta og önnur klínísk meðferðarúrræði yrðu aðgengilegri og niðurgreidd. Í meirihluta og minnihluta. Frekar skýr skilaboð um vilja löggjafans ekki satt?Fáeinum mánuðum síðar var svo komið að því að afgreiða fjárlög ársins 2021. Við höfðum þrýst verulega á að nægilegt fjármagn yrði tryggt í málaflokkinn svo að hægt væri að hefjast handa strax að tryggja þjónustuna. En fljótlega fór að renna upp fyrir okkur að ríkisstjórnin hafði lítinn áhuga á því að setja fjármagn í málið. Ráðherrar bentu hver á annan og vörðust fimlega öllum fyrirspurnum um málið. Þegar þrýstingurinn var orðinn pólitískt óþægilegur eyrnamerkti heilbrigðisráðherra brotabrot af þeirri upphæð sem nauðsynleg var málinu til að þagga niður í umræðunni. Ef ekki núna – hvenær? Ég hef fengið fjölda fyrirspurna um afdrif málsins. Hvers vegna ríkisstjórnin samþykkti að lögfesta þjónustuna en neitar að greiða fyrir hana, hvers vegna þetta sé ekki enn farið af stað. Ég hef því miður ekki mörg svör. Enda sit ég í minnihluta og málið úr mínum höndum. En eitt er víst. Að meira en heilt ár af samkomutakmörkunum, ótta, álagi, óvissu, erfiðleikum á vinnumarkaði, brostnum vonum og glötuðum tækifærum hefur afleiðingar. Ekki aðeins fjárhagslega, heldur einnig andlega og félagslega. Það er í raun skylda stjórnvalda að tryggja að tryggt öryggisnet sé til staðar til að grípa þá einstaklinga sem þurfa hjálp. Um allan heim aukast áhyggjur af því að andleg líðan fólks fari verulega versnandi á COVID- tímum. Meðal annars þess vegna er mikilvægt að sýna fyrirhyggju og tryggja greiðan aðgang að sálfræðiþjónustu. Ungir og tekjulágir einstaklingar eru í sérstökum áhættuhópi. Væri ekki tilvalið að tryggja fjármögnun málsins og greiða þannig fyrir aðgengi fólks að mikilvægum úrræðum, einmitt á þessum tímum? Það getur reynst afar dýrkeypt fyrir samfélagið okkar að gera ekki neitt. Því miður duga þau góðu úrræði sem boðið er upp á heilsugæslunum og Landspítalanum skammt. Og svo er auðvitað líka ójafnt skipt eftir landshlutum. Biðlistar hrannast upp og eftirspurnin eftir þjónustunni er gríðarleg. Líkt og biðlistar séu að verða helsta einkennismerki þessarar ríkisstjórnar. Skortur á aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu er lífshættulegur. Það segir tölfræðin okkur og reynslan. En þannig þarf það ekki að vera. Þjóðin á betra skilið en ríkisstjórn sem þorði ekki pólitískt að hafna góðu frumvarpi í þingsal. En ætlar sér svo ekki að klára málið. Enda ekki „þeirra mál“. Frekar var pólitískur sýndarveruleiki settur upp, fáum til framdráttar. Allra síst þeim fjölda einstaklinga sem nú bíða eftir að úrræðið verði virkjað til þess að geta leitað sér hjálpar. Viðreisn mun halda áfram að þrýsta á fjármögnun málsins og halda því á lofti. Þangað til það tekst. Því get ég lofað. Höfundur er formaður Viðreisnar.
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar