Ekkert sem bannar fyrirtækjum að taka ekki við reiðufé Eiður Þór Árnason skrifar 14. apríl 2021 18:00 Einhverjir hafa átt erfiðara með að nýta peningana sína eftir að faraldurinn skall á. Getty Ekkert bannar seljanda vöru og þjónustu að neita því að taka við reiðufé og krefjast þess að greiðsla sé innt af hendi með rafrænum hætti að sögn Seðlabanka Íslands. Fjölmörg fyrirtæki hafa gripið til þess ráðs að hætta tímabundið að taka við reiðufé af sóttvarnaástæðum frá því að kórónuveirufaraldurinn hófst. Sitt sýnist hverjum um framtakið og hafa sumir álitið að slík aðgerð sé ólögleg. Þar er einkum vísað til laga um gjaldmiðil Íslands sem kveða meðal annars á um að peningaseðlar og mynt sem Seðlabanki Íslands láti gera og gefi út séu lögeyrir í allar greiðslur hér á landi. Í svari Seðlabankans við fyrirspurn Vísis kemur fram að staða gjaldmiðilsins sem lögeyris merki að hann skuli vera endanlegur verðmælir, það er mælikvarði á verð, í viðskiptum aðila. Var þetta ekki síst mikilvægt á árum áður þegar hinir ýmsu gjaldmiðlar voru notaðir hér á landi og jafnvel einstaka bankar gáfu út sína eigin peningaseðla. „Hins vegar er ekkert sem bannar seljanda vöru og þjónustu að krefjast þess að greiðsla sé innt af hendi með tilteknum hætti, hvort sem sú krafa er að einungis sé greitt með reiðufé eða rafrænum hætti,“ segir í svari bankans. Þó sé það talið sanngjarnt að seljandi upplýsi viðskiptavini um slíkar ráðstafanir með skýrum og augljósum hætti. Það sé til að mynda gert með því að semja um eða gefa út fyrirfram hvaða greiðslufyrirkomulag hann vill viðhafa. Íslenska krónan Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Seðlabankinn Greiðslumiðlun Mest lesið Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Viðskipti innlent Tuttugu manns sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Þorbirna og Ævar til Pálsson Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Ólafur Adolfsson eignast apótekið aftur Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur S8 selst tvöfalt hraðar en forverarnir Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Sjá meira
Fjölmörg fyrirtæki hafa gripið til þess ráðs að hætta tímabundið að taka við reiðufé af sóttvarnaástæðum frá því að kórónuveirufaraldurinn hófst. Sitt sýnist hverjum um framtakið og hafa sumir álitið að slík aðgerð sé ólögleg. Þar er einkum vísað til laga um gjaldmiðil Íslands sem kveða meðal annars á um að peningaseðlar og mynt sem Seðlabanki Íslands láti gera og gefi út séu lögeyrir í allar greiðslur hér á landi. Í svari Seðlabankans við fyrirspurn Vísis kemur fram að staða gjaldmiðilsins sem lögeyris merki að hann skuli vera endanlegur verðmælir, það er mælikvarði á verð, í viðskiptum aðila. Var þetta ekki síst mikilvægt á árum áður þegar hinir ýmsu gjaldmiðlar voru notaðir hér á landi og jafnvel einstaka bankar gáfu út sína eigin peningaseðla. „Hins vegar er ekkert sem bannar seljanda vöru og þjónustu að krefjast þess að greiðsla sé innt af hendi með tilteknum hætti, hvort sem sú krafa er að einungis sé greitt með reiðufé eða rafrænum hætti,“ segir í svari bankans. Þó sé það talið sanngjarnt að seljandi upplýsi viðskiptavini um slíkar ráðstafanir með skýrum og augljósum hætti. Það sé til að mynda gert með því að semja um eða gefa út fyrirfram hvaða greiðslufyrirkomulag hann vill viðhafa.
Íslenska krónan Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Seðlabankinn Greiðslumiðlun Mest lesið Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Viðskipti innlent Tuttugu manns sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Þorbirna og Ævar til Pálsson Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Ólafur Adolfsson eignast apótekið aftur Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur S8 selst tvöfalt hraðar en forverarnir Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Sjá meira