Er góð hugmynd að færa séreign yfir í húsnæði? Björn Berg Gunnarsson skrifar 15. apríl 2021 08:01 Fjármálaráðherra sagðist á dögunum jákvæður fyrir því að framlengja heimild til skattfrjálsrar ráðstöfunar viðbótarlífeyris á húsnæðislán. Sú ráðstöfun er ein þeirra sem boðið hefur verið upp á undanfarin ár þar sem gefið er færi á að nýta séreign á íbúðamarkaði í stað uppbyggingu sparnaðar til efri áranna. Jafnvel hefur verið rætt um að bæta í og heimila sambærilega notkun tilgreindrar séreignar (hluta skyldulífeyris). Í tengslum við slíkar hugleiðingar mætti staldra örstutt við og velta upp kostum og göllum þess að nýta séreignarsparnað með slíkum hætti, hvort sem greiða á inn á lán, greiða afborganir eða safna fyrir útborgun í fyrstu íbúð. Kostirnir Viðkomandi ráðstafanir eru sjálfvirkar, reglulegar og þægilegar og það er ótvíræður kostur fyrir almenning að vera boðið skattfrelsi, sem öðruvísi fæst ekki á þessum fjármunum. Létta má á skuldum í íbúðarhúsnæði og auka eignamyndun auk þess sem miklu getur munað um uppsafnaðan séreignarsparnað þegar eigið fé er lagt fram við kaup á fyrsta húsnæði. Mögulegir ókostir Séreignarsparnaður var upphaflega ætlaður til notkunar upp úr sextugu og mikilvægi þess að eiga hann á efri árunum hefur ekki breyst. Bent er á að með því að ráðstafa sparnaðinum inn á íbúðalán verði í staðinn til meiri eign í íbúðarhúsnæði en það er ekki víst að svo verði, sé til dæmis um okkar síðustu fasteign að ræða. Ef lánstíminn er ekki styttur getur verið að við eignumst sama húsnæði á sama tíma, hvort sem við nýtum til þess séreignarsparnaðinn eða ekki. Innborgun á lán hefur þá orðið til þess að auka kaupmátt okkar um hver mánaðarmót en dregur á móti úr dýrmætum sparnaði við starfslok. Því er mikilvægt að við bætum okkur upp séreignina með öðrum frjálsum sparnaði, eða styttum lánstíma lánanna, höfum við fjárhagslegt svigrúm til þess. Loks getur inngrip sem þetta á eftirspurnarhlið íbúðamarkaðarins hreinlega hækkað íbúðaverð enn frekar og nægur er hitinn þar fyrir um þessar mundir. Fjármálaráðherra segist meðvitaður um stöðuna á húsnæðismarkaði og Seðlabanki Íslands birti í gær rit sitt Fjármálastöðugleika þar sem sérstök athygli er vakin á mikilvægi þess að jafnvægi ríki á milli framboðs og eftirspurnar. Er þetta góð hugmynd? Kostirnir vega þungt en mögulegir ókostir sömuleiðis. Það er stór ákvörðun að hvetja fólk til þess að breyta séreignarsparnaði sínum með svo afgerandi hætti og gera hann að nokkurs konar húsnæðissparnaði í stað lífeyris. Það getur vel verið að það sé góð hugmynd þar sem fáir sparnaðarkostir eru jafn öruggir og niðurgreiðsla lána, svo ég tali nú ekki um ef háar skattgreiðslur eru gefnar eftir. Það mætti þó líta á heildarmyndina og upphaflegt hlutverk séreignar. Því mætti hvetja þau sem nýta sér þær ráðstafanir sem í boði eru til að huga samtímis að sparnaði fyrir efri árin. Höfundur er deildarstjóri Greiningar og fræðslu hjá Íslandsbanka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Berg Gunnarsson Fjármál heimilisins Mest lesið Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Fráflæðisvandi Landspítala kostar samfélagið yfir 3 milljarða á hverju ári Heiða Lind Baldvinsdóttir, Steinn Thoroddsen Halldórsson og Eva Hrund Hlynsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Sjá meira
Fjármálaráðherra sagðist á dögunum jákvæður fyrir því að framlengja heimild til skattfrjálsrar ráðstöfunar viðbótarlífeyris á húsnæðislán. Sú ráðstöfun er ein þeirra sem boðið hefur verið upp á undanfarin ár þar sem gefið er færi á að nýta séreign á íbúðamarkaði í stað uppbyggingu sparnaðar til efri áranna. Jafnvel hefur verið rætt um að bæta í og heimila sambærilega notkun tilgreindrar séreignar (hluta skyldulífeyris). Í tengslum við slíkar hugleiðingar mætti staldra örstutt við og velta upp kostum og göllum þess að nýta séreignarsparnað með slíkum hætti, hvort sem greiða á inn á lán, greiða afborganir eða safna fyrir útborgun í fyrstu íbúð. Kostirnir Viðkomandi ráðstafanir eru sjálfvirkar, reglulegar og þægilegar og það er ótvíræður kostur fyrir almenning að vera boðið skattfrelsi, sem öðruvísi fæst ekki á þessum fjármunum. Létta má á skuldum í íbúðarhúsnæði og auka eignamyndun auk þess sem miklu getur munað um uppsafnaðan séreignarsparnað þegar eigið fé er lagt fram við kaup á fyrsta húsnæði. Mögulegir ókostir Séreignarsparnaður var upphaflega ætlaður til notkunar upp úr sextugu og mikilvægi þess að eiga hann á efri árunum hefur ekki breyst. Bent er á að með því að ráðstafa sparnaðinum inn á íbúðalán verði í staðinn til meiri eign í íbúðarhúsnæði en það er ekki víst að svo verði, sé til dæmis um okkar síðustu fasteign að ræða. Ef lánstíminn er ekki styttur getur verið að við eignumst sama húsnæði á sama tíma, hvort sem við nýtum til þess séreignarsparnaðinn eða ekki. Innborgun á lán hefur þá orðið til þess að auka kaupmátt okkar um hver mánaðarmót en dregur á móti úr dýrmætum sparnaði við starfslok. Því er mikilvægt að við bætum okkur upp séreignina með öðrum frjálsum sparnaði, eða styttum lánstíma lánanna, höfum við fjárhagslegt svigrúm til þess. Loks getur inngrip sem þetta á eftirspurnarhlið íbúðamarkaðarins hreinlega hækkað íbúðaverð enn frekar og nægur er hitinn þar fyrir um þessar mundir. Fjármálaráðherra segist meðvitaður um stöðuna á húsnæðismarkaði og Seðlabanki Íslands birti í gær rit sitt Fjármálastöðugleika þar sem sérstök athygli er vakin á mikilvægi þess að jafnvægi ríki á milli framboðs og eftirspurnar. Er þetta góð hugmynd? Kostirnir vega þungt en mögulegir ókostir sömuleiðis. Það er stór ákvörðun að hvetja fólk til þess að breyta séreignarsparnaði sínum með svo afgerandi hætti og gera hann að nokkurs konar húsnæðissparnaði í stað lífeyris. Það getur vel verið að það sé góð hugmynd þar sem fáir sparnaðarkostir eru jafn öruggir og niðurgreiðsla lána, svo ég tali nú ekki um ef háar skattgreiðslur eru gefnar eftir. Það mætti þó líta á heildarmyndina og upphaflegt hlutverk séreignar. Því mætti hvetja þau sem nýta sér þær ráðstafanir sem í boði eru til að huga samtímis að sparnaði fyrir efri árin. Höfundur er deildarstjóri Greiningar og fræðslu hjá Íslandsbanka.
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Fráflæðisvandi Landspítala kostar samfélagið yfir 3 milljarða á hverju ári Heiða Lind Baldvinsdóttir, Steinn Thoroddsen Halldórsson og Eva Hrund Hlynsdóttir Skoðun
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Fráflæðisvandi Landspítala kostar samfélagið yfir 3 milljarða á hverju ári Heiða Lind Baldvinsdóttir, Steinn Thoroddsen Halldórsson og Eva Hrund Hlynsdóttir Skoðun