Er góð hugmynd að færa séreign yfir í húsnæði? Björn Berg Gunnarsson skrifar 15. apríl 2021 08:01 Fjármálaráðherra sagðist á dögunum jákvæður fyrir því að framlengja heimild til skattfrjálsrar ráðstöfunar viðbótarlífeyris á húsnæðislán. Sú ráðstöfun er ein þeirra sem boðið hefur verið upp á undanfarin ár þar sem gefið er færi á að nýta séreign á íbúðamarkaði í stað uppbyggingu sparnaðar til efri áranna. Jafnvel hefur verið rætt um að bæta í og heimila sambærilega notkun tilgreindrar séreignar (hluta skyldulífeyris). Í tengslum við slíkar hugleiðingar mætti staldra örstutt við og velta upp kostum og göllum þess að nýta séreignarsparnað með slíkum hætti, hvort sem greiða á inn á lán, greiða afborganir eða safna fyrir útborgun í fyrstu íbúð. Kostirnir Viðkomandi ráðstafanir eru sjálfvirkar, reglulegar og þægilegar og það er ótvíræður kostur fyrir almenning að vera boðið skattfrelsi, sem öðruvísi fæst ekki á þessum fjármunum. Létta má á skuldum í íbúðarhúsnæði og auka eignamyndun auk þess sem miklu getur munað um uppsafnaðan séreignarsparnað þegar eigið fé er lagt fram við kaup á fyrsta húsnæði. Mögulegir ókostir Séreignarsparnaður var upphaflega ætlaður til notkunar upp úr sextugu og mikilvægi þess að eiga hann á efri árunum hefur ekki breyst. Bent er á að með því að ráðstafa sparnaðinum inn á íbúðalán verði í staðinn til meiri eign í íbúðarhúsnæði en það er ekki víst að svo verði, sé til dæmis um okkar síðustu fasteign að ræða. Ef lánstíminn er ekki styttur getur verið að við eignumst sama húsnæði á sama tíma, hvort sem við nýtum til þess séreignarsparnaðinn eða ekki. Innborgun á lán hefur þá orðið til þess að auka kaupmátt okkar um hver mánaðarmót en dregur á móti úr dýrmætum sparnaði við starfslok. Því er mikilvægt að við bætum okkur upp séreignina með öðrum frjálsum sparnaði, eða styttum lánstíma lánanna, höfum við fjárhagslegt svigrúm til þess. Loks getur inngrip sem þetta á eftirspurnarhlið íbúðamarkaðarins hreinlega hækkað íbúðaverð enn frekar og nægur er hitinn þar fyrir um þessar mundir. Fjármálaráðherra segist meðvitaður um stöðuna á húsnæðismarkaði og Seðlabanki Íslands birti í gær rit sitt Fjármálastöðugleika þar sem sérstök athygli er vakin á mikilvægi þess að jafnvægi ríki á milli framboðs og eftirspurnar. Er þetta góð hugmynd? Kostirnir vega þungt en mögulegir ókostir sömuleiðis. Það er stór ákvörðun að hvetja fólk til þess að breyta séreignarsparnaði sínum með svo afgerandi hætti og gera hann að nokkurs konar húsnæðissparnaði í stað lífeyris. Það getur vel verið að það sé góð hugmynd þar sem fáir sparnaðarkostir eru jafn öruggir og niðurgreiðsla lána, svo ég tali nú ekki um ef háar skattgreiðslur eru gefnar eftir. Það mætti þó líta á heildarmyndina og upphaflegt hlutverk séreignar. Því mætti hvetja þau sem nýta sér þær ráðstafanir sem í boði eru til að huga samtímis að sparnaði fyrir efri árin. Höfundur er deildarstjóri Greiningar og fræðslu hjá Íslandsbanka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Berg Gunnarsson Fjármál heimilisins Mest lesið Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Sjá meira
Fjármálaráðherra sagðist á dögunum jákvæður fyrir því að framlengja heimild til skattfrjálsrar ráðstöfunar viðbótarlífeyris á húsnæðislán. Sú ráðstöfun er ein þeirra sem boðið hefur verið upp á undanfarin ár þar sem gefið er færi á að nýta séreign á íbúðamarkaði í stað uppbyggingu sparnaðar til efri áranna. Jafnvel hefur verið rætt um að bæta í og heimila sambærilega notkun tilgreindrar séreignar (hluta skyldulífeyris). Í tengslum við slíkar hugleiðingar mætti staldra örstutt við og velta upp kostum og göllum þess að nýta séreignarsparnað með slíkum hætti, hvort sem greiða á inn á lán, greiða afborganir eða safna fyrir útborgun í fyrstu íbúð. Kostirnir Viðkomandi ráðstafanir eru sjálfvirkar, reglulegar og þægilegar og það er ótvíræður kostur fyrir almenning að vera boðið skattfrelsi, sem öðruvísi fæst ekki á þessum fjármunum. Létta má á skuldum í íbúðarhúsnæði og auka eignamyndun auk þess sem miklu getur munað um uppsafnaðan séreignarsparnað þegar eigið fé er lagt fram við kaup á fyrsta húsnæði. Mögulegir ókostir Séreignarsparnaður var upphaflega ætlaður til notkunar upp úr sextugu og mikilvægi þess að eiga hann á efri árunum hefur ekki breyst. Bent er á að með því að ráðstafa sparnaðinum inn á íbúðalán verði í staðinn til meiri eign í íbúðarhúsnæði en það er ekki víst að svo verði, sé til dæmis um okkar síðustu fasteign að ræða. Ef lánstíminn er ekki styttur getur verið að við eignumst sama húsnæði á sama tíma, hvort sem við nýtum til þess séreignarsparnaðinn eða ekki. Innborgun á lán hefur þá orðið til þess að auka kaupmátt okkar um hver mánaðarmót en dregur á móti úr dýrmætum sparnaði við starfslok. Því er mikilvægt að við bætum okkur upp séreignina með öðrum frjálsum sparnaði, eða styttum lánstíma lánanna, höfum við fjárhagslegt svigrúm til þess. Loks getur inngrip sem þetta á eftirspurnarhlið íbúðamarkaðarins hreinlega hækkað íbúðaverð enn frekar og nægur er hitinn þar fyrir um þessar mundir. Fjármálaráðherra segist meðvitaður um stöðuna á húsnæðismarkaði og Seðlabanki Íslands birti í gær rit sitt Fjármálastöðugleika þar sem sérstök athygli er vakin á mikilvægi þess að jafnvægi ríki á milli framboðs og eftirspurnar. Er þetta góð hugmynd? Kostirnir vega þungt en mögulegir ókostir sömuleiðis. Það er stór ákvörðun að hvetja fólk til þess að breyta séreignarsparnaði sínum með svo afgerandi hætti og gera hann að nokkurs konar húsnæðissparnaði í stað lífeyris. Það getur vel verið að það sé góð hugmynd þar sem fáir sparnaðarkostir eru jafn öruggir og niðurgreiðsla lána, svo ég tali nú ekki um ef háar skattgreiðslur eru gefnar eftir. Það mætti þó líta á heildarmyndina og upphaflegt hlutverk séreignar. Því mætti hvetja þau sem nýta sér þær ráðstafanir sem í boði eru til að huga samtímis að sparnaði fyrir efri árin. Höfundur er deildarstjóri Greiningar og fræðslu hjá Íslandsbanka.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun