Hvenær má ég hætta að vera stelpa? Una Hildardóttir skrifar 14. apríl 2021 13:01 Það er erfitt að lýsa raunveruleika ungra kvenna í stjórnmálum. Í gær sat ég umræðufund með tveimur ungum konum sem taka virkan þátt í stjórnmálum í sínum heimalöndum, Þýskalandi og Austurríki. Þar deildum við meðal annars upplifunum okkar af pólitísku starfi og stöðu ungra kvenna í stjórnmálum. Það kom varla á óvart að allar höfum við þurft að sitja undir hatursorðræðu, hótunum og lítillækkun vegna starfa okkar. Í stað málefnalegar gagnrýni er kyn okkar og aldur notað til að draga úr vægi okkar eða störfum. Konur sem taka þátt í stjórnmálastarfi þurfa að sæta gagnrýni eða umræðu um útlit þeirra, framkomu og hegðun og hvert tækifæri nýtt til þess að gengisfella þær. Ein af spurningum sem okkur var ætlað að svara snerist um viðbrögð og leiðir til þess að draga úr áhrifum sem fylgja lítillækkandi athugasemdum og hatrömum skilaboðum. Mér þykir það einstakt, að þrjár baráttukonur fyrir kvenfrelsi og jafnrétti þurfi að deila ráðum um hvernig skuli bregðast við slíkum skilaboðum í stað þess að ræða þá umræðumenningu sem leyfir slíkri framkomu að þrífast. stað þess að ræða mikilvægu fræðslu og umræðu um hatursorðræðu gegn ungum konum ræðum við hvernig við drögum úr andlegu áhrifunum sem fylgja slíku áreiti. Hvernig við kærum ekki nauðgunarhótanir heldur eyðum þeim og vonum að líkt og áður sé um innihaldslausar hótanir sé að ræða. Fræðsla, opinská umræða um háttsemi og umræðusiði á netinu eru einu réttu viðbrögðin við vaxandi vanda hatrammra skilaboða. Það er tímabært að við hættum að tala um ungar konur í stjórnmálum sem stelpuskott eða óreyndar smátíkur þegar skoðanir þeirra samræmast ekki okkar eigin. Það er tímabært að sýna ungum konum í stjórnmálum sömu virðingu og við sýnum öðrum á vettvangi stjórnmálanna. Gagnrýni á ávallt rétt á sér sé hún málefnaleg og uppbyggileg. Hvenær má ég hætta að vera stelpa? Stelpa sem þú ert ósammála eða samræmist ekki ímynd þinni af stjórnmálafólki? Hvenær fæ ég að taka þátt sem ung kona með áratuga reynslu af stjórnmála- og hagsmunabaráttu sem fær jafn mikið pláss á sviði stjórnmálanna og jafningjar mínir? Hvenær hættir fólk að draga aldur minn og kyn inn í allt sem ég geri eða segi? Höfundur er forseti Landssambands ungmennafélaga og varaþingmaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Una Hildardóttir Skoðun: Kosningar 2021 Jafnréttismál Vinstri græn Mest lesið Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Sjá meira
Það er erfitt að lýsa raunveruleika ungra kvenna í stjórnmálum. Í gær sat ég umræðufund með tveimur ungum konum sem taka virkan þátt í stjórnmálum í sínum heimalöndum, Þýskalandi og Austurríki. Þar deildum við meðal annars upplifunum okkar af pólitísku starfi og stöðu ungra kvenna í stjórnmálum. Það kom varla á óvart að allar höfum við þurft að sitja undir hatursorðræðu, hótunum og lítillækkun vegna starfa okkar. Í stað málefnalegar gagnrýni er kyn okkar og aldur notað til að draga úr vægi okkar eða störfum. Konur sem taka þátt í stjórnmálastarfi þurfa að sæta gagnrýni eða umræðu um útlit þeirra, framkomu og hegðun og hvert tækifæri nýtt til þess að gengisfella þær. Ein af spurningum sem okkur var ætlað að svara snerist um viðbrögð og leiðir til þess að draga úr áhrifum sem fylgja lítillækkandi athugasemdum og hatrömum skilaboðum. Mér þykir það einstakt, að þrjár baráttukonur fyrir kvenfrelsi og jafnrétti þurfi að deila ráðum um hvernig skuli bregðast við slíkum skilaboðum í stað þess að ræða þá umræðumenningu sem leyfir slíkri framkomu að þrífast. stað þess að ræða mikilvægu fræðslu og umræðu um hatursorðræðu gegn ungum konum ræðum við hvernig við drögum úr andlegu áhrifunum sem fylgja slíku áreiti. Hvernig við kærum ekki nauðgunarhótanir heldur eyðum þeim og vonum að líkt og áður sé um innihaldslausar hótanir sé að ræða. Fræðsla, opinská umræða um háttsemi og umræðusiði á netinu eru einu réttu viðbrögðin við vaxandi vanda hatrammra skilaboða. Það er tímabært að við hættum að tala um ungar konur í stjórnmálum sem stelpuskott eða óreyndar smátíkur þegar skoðanir þeirra samræmast ekki okkar eigin. Það er tímabært að sýna ungum konum í stjórnmálum sömu virðingu og við sýnum öðrum á vettvangi stjórnmálanna. Gagnrýni á ávallt rétt á sér sé hún málefnaleg og uppbyggileg. Hvenær má ég hætta að vera stelpa? Stelpa sem þú ert ósammála eða samræmist ekki ímynd þinni af stjórnmálafólki? Hvenær fæ ég að taka þátt sem ung kona með áratuga reynslu af stjórnmála- og hagsmunabaráttu sem fær jafn mikið pláss á sviði stjórnmálanna og jafningjar mínir? Hvenær hættir fólk að draga aldur minn og kyn inn í allt sem ég geri eða segi? Höfundur er forseti Landssambands ungmennafélaga og varaþingmaður Vinstri grænna.
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir Skoðun
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir Skoðun