Að skapa jarðveginn Berglind Ósk Guðmundsdóttir skrifar 7. apríl 2021 09:30 Eftirspurn á fasteignamarkaði eykst. Þar er mikil hreyfing á bæði nýbyggingum og eldri eignum. En er nógu mikið byggt? Hvernig liggur landið úti á landi? Getur byggingariðnaðurinn annað eftirspurn? Þekkt dæmi er lélegt framboð af lóðum og hæg uppbygging úti á landi. Sem veldur því að fólk finnur ekki eignina fyrir sig í heimabæ sínum. Hægt er að stuðla að auknu framboði húsnæðis á þeim svæðum sem fólk kýs að búa á. Það þarf að skapa jarðveginn og skoða hvar við erum að baka okkur vandræðin. Bæði þarf aðgerðir ríkis og sveitarfélaga til að efla markaðinn Aðgerðir hins opinbera á húsnæðismarkaði eiga að stuðla að jafnvægi og stöðugleika á markaðnum. Aðgerðir eins og að einfalda byggingareglugerðir og einfalda veitingu byggingarleyfa. Skipulagsmál sveitarfélaganna þarf að skoða, en ýmist er um að ræða ákvörðunarfælni eða flóknar aðferðir við að taka ákvarðanir í skipulagsmálum og ganga frá þeim í kerfinu. Úttekt OECD á samkeppnishæfni Íslands í ferðaþjónustu og byggingariðnaði leiddi í ljós að regluvæðing byggingariðnaðarins læsir fjármagn inni. Með því að fylgja því verkefni eftir leysum við úr læðingi tugi milljarða á ári sem geta farið í önnur verkefni til að bæta lífskjör okkar. Ónauðsynlegar reglur Sleppa þarf tökum á ýmsum fyrirframákveðnum hugmyndum um nýtingu hvers og eins á húsnæði sínu. Til dæmis má nefna frábært atvik sem rataði í fjölmiðla um daginn, þar var úttekt á nýbyggingu háð því hversu margir fermetrar af grænu grasi og alveg sérstakri tegund berjarunna væri á mjög afmarkaðri séreign fasteignarinnar. Þetta eru atriði sem eru alltof nákvæm og eiga ekki að vera háð úttektinni. Einnig bjóða svona reglur upp á verulegan aukinn kostnað við nýbyggingar, sem engin þörf er á. Þarfir markaðarins Þá væri líka ágætt að hugmyndir um „þarfir markaðarins“, eins og til dæmis svefnherbergjafjöldi í fjöleignarhúsi, kæmu frá þeim sem eiga bein viðskipti við markaðinn og fólkið. Má hér nefna dæmi um kröfur byggingarfulltrúa um 5-herbergja íbúðir í fjöleignarhúsi sem seljast illa á markaði vegna þess að þeir sem leita sér af 5 herbergja íbúðum vilja frekar eignir eins og par-, rað- eða einbýlishús. Þrátt fyrir það var verktökum gert að byggja þessar stóru íbúðir í fjöleignarhúsum, þvert á sinn vilja og þarfir markaðarins. Við erum gjörn að flækja fyrir okkur ýmsa hluti en hér er tækifæri til að gera betur. Höfundur er lögfræðingur og frambjóðandi í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins á Norðausturlandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Berglind Ósk Guðmundsdóttir Skoðun: Kosningar 2021 Húsnæðismál Fasteignamarkaður Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lokað á lausnir í leikskólamálum Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr skrifar Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar? Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Eftirspurn á fasteignamarkaði eykst. Þar er mikil hreyfing á bæði nýbyggingum og eldri eignum. En er nógu mikið byggt? Hvernig liggur landið úti á landi? Getur byggingariðnaðurinn annað eftirspurn? Þekkt dæmi er lélegt framboð af lóðum og hæg uppbygging úti á landi. Sem veldur því að fólk finnur ekki eignina fyrir sig í heimabæ sínum. Hægt er að stuðla að auknu framboði húsnæðis á þeim svæðum sem fólk kýs að búa á. Það þarf að skapa jarðveginn og skoða hvar við erum að baka okkur vandræðin. Bæði þarf aðgerðir ríkis og sveitarfélaga til að efla markaðinn Aðgerðir hins opinbera á húsnæðismarkaði eiga að stuðla að jafnvægi og stöðugleika á markaðnum. Aðgerðir eins og að einfalda byggingareglugerðir og einfalda veitingu byggingarleyfa. Skipulagsmál sveitarfélaganna þarf að skoða, en ýmist er um að ræða ákvörðunarfælni eða flóknar aðferðir við að taka ákvarðanir í skipulagsmálum og ganga frá þeim í kerfinu. Úttekt OECD á samkeppnishæfni Íslands í ferðaþjónustu og byggingariðnaði leiddi í ljós að regluvæðing byggingariðnaðarins læsir fjármagn inni. Með því að fylgja því verkefni eftir leysum við úr læðingi tugi milljarða á ári sem geta farið í önnur verkefni til að bæta lífskjör okkar. Ónauðsynlegar reglur Sleppa þarf tökum á ýmsum fyrirframákveðnum hugmyndum um nýtingu hvers og eins á húsnæði sínu. Til dæmis má nefna frábært atvik sem rataði í fjölmiðla um daginn, þar var úttekt á nýbyggingu háð því hversu margir fermetrar af grænu grasi og alveg sérstakri tegund berjarunna væri á mjög afmarkaðri séreign fasteignarinnar. Þetta eru atriði sem eru alltof nákvæm og eiga ekki að vera háð úttektinni. Einnig bjóða svona reglur upp á verulegan aukinn kostnað við nýbyggingar, sem engin þörf er á. Þarfir markaðarins Þá væri líka ágætt að hugmyndir um „þarfir markaðarins“, eins og til dæmis svefnherbergjafjöldi í fjöleignarhúsi, kæmu frá þeim sem eiga bein viðskipti við markaðinn og fólkið. Má hér nefna dæmi um kröfur byggingarfulltrúa um 5-herbergja íbúðir í fjöleignarhúsi sem seljast illa á markaði vegna þess að þeir sem leita sér af 5 herbergja íbúðum vilja frekar eignir eins og par-, rað- eða einbýlishús. Þrátt fyrir það var verktökum gert að byggja þessar stóru íbúðir í fjöleignarhúsum, þvert á sinn vilja og þarfir markaðarins. Við erum gjörn að flækja fyrir okkur ýmsa hluti en hér er tækifæri til að gera betur. Höfundur er lögfræðingur og frambjóðandi í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins á Norðausturlandi.
Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar
Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar