Volkswagen laug til um nafnabreytingu Atli Ísleifsson skrifar 31. mars 2021 09:37 Fréttaveiturnar AP og AFP, auk USA Today, CNBC og Washington Post voru í hópi þeirra miðla sem sögðu frá breytingunni. Getty Volkswagen í Bandaríkjunum laug að fjölmiðlum þegar sendar voru út fréttatilkynningar á mánudag og þriðjudag um að til stæði að breyta nafni starfseminnar úr „Volkswagen of America“ í „Voltswagen of America“. Var það sagt gert til að undirstrika aukna áherslu á rafbílaframleiðslu félagsins. Vísir sagði frá málinu í gær, en síðdegis staðfesti fulltrúi Volkswagen í Bandaríkjunum að málið væri gabb og kynningarbrella. Volkswagen mun halda nafninu og ekki breyta nafninu í Voltswagen, segir talsmaðurinn Mark Gillies. Fréttaveiturnar AP og AFP, auk USA Today, CNBC og Washington Post voru í hópi þeirra miðla sem sögðu frá nafnabreytingunni í gær. Bandarískir fjölmiðlar spurðu fulltrúa framleiðendans ítrekað um hvort nafnabreytingin væri sannarlega sönn og fengu þau svör að svo væri. „Við ætluðum ekki að plata neinn. Málið var kynningarbrella til að fá fólk til að tala um [rafbílinn] ID.4,“ sagði talsmaður Volkswagen við Wall Street Journal. Fréttatilkynningin hefur nú verið fjarlægð af heimasíðu Volkswagen í Bandaríkjunum. Nú hluti af falsfréttavandanum Nathan Bomey, viðskiptablaðamaður USA Today, er allt annað ánægður með framferði Volkswagen og segir félagið nú vera hluta af vandamálinu þegar komi að falsfréttum í heiminum. Dear Volkswagen: You lied to me. You lied to AP, CNBC, Reuters and various trade pubs. This was not a joke. It was deception. In case you hadn t noticed, we have a misinformation problem in this country. Now you re part of it. Why should anyone trust you again? https://t.co/1rcKT7p0u5— Nathan Bomey (@NathanBomey) March 30, 2021 Lauren Easton hjá AP segir fréttaveituna hafa fengið ítrekaðar staðfestingar frá Volkswagen um að til stæði að breyta nafninu og AP hafi komið þeim upplýsingum á framfæri. „Nú vitum við að þetta var ekki satt. Við höfum leitétt grein okkar og birt nýja eftir játningar fyrirtækisins. Þetta og allar birtingar falskra upplýsinga koma niður á góðri fréttamennsku og bitna á hagsmunum almennings.“ Í tengslum við lygar og kynningarmál Volkswagen hafa nú verið rifjaðar upp fyrri lygar félagsins um útblástur bíla fyrirtækisins þar sem sérstökum búnaði hafi verið komið fyrir í bílunum til að svindla á útblástursmælingum. Varð hneykslið kallað „Dieselgate“ og neyddist bílaframleiðandinn til að greiða milljarða króna í sekt. Bílar Bandaríkin Þýskaland Auglýsinga- og markaðsmál Útblásturshneyksli Volkswagen Fjölmiðlar Mest lesið Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Viðskipti erlent Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Neytendur Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Viðskipti innlent Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Sjá meira
Vísir sagði frá málinu í gær, en síðdegis staðfesti fulltrúi Volkswagen í Bandaríkjunum að málið væri gabb og kynningarbrella. Volkswagen mun halda nafninu og ekki breyta nafninu í Voltswagen, segir talsmaðurinn Mark Gillies. Fréttaveiturnar AP og AFP, auk USA Today, CNBC og Washington Post voru í hópi þeirra miðla sem sögðu frá nafnabreytingunni í gær. Bandarískir fjölmiðlar spurðu fulltrúa framleiðendans ítrekað um hvort nafnabreytingin væri sannarlega sönn og fengu þau svör að svo væri. „Við ætluðum ekki að plata neinn. Málið var kynningarbrella til að fá fólk til að tala um [rafbílinn] ID.4,“ sagði talsmaður Volkswagen við Wall Street Journal. Fréttatilkynningin hefur nú verið fjarlægð af heimasíðu Volkswagen í Bandaríkjunum. Nú hluti af falsfréttavandanum Nathan Bomey, viðskiptablaðamaður USA Today, er allt annað ánægður með framferði Volkswagen og segir félagið nú vera hluta af vandamálinu þegar komi að falsfréttum í heiminum. Dear Volkswagen: You lied to me. You lied to AP, CNBC, Reuters and various trade pubs. This was not a joke. It was deception. In case you hadn t noticed, we have a misinformation problem in this country. Now you re part of it. Why should anyone trust you again? https://t.co/1rcKT7p0u5— Nathan Bomey (@NathanBomey) March 30, 2021 Lauren Easton hjá AP segir fréttaveituna hafa fengið ítrekaðar staðfestingar frá Volkswagen um að til stæði að breyta nafninu og AP hafi komið þeim upplýsingum á framfæri. „Nú vitum við að þetta var ekki satt. Við höfum leitétt grein okkar og birt nýja eftir játningar fyrirtækisins. Þetta og allar birtingar falskra upplýsinga koma niður á góðri fréttamennsku og bitna á hagsmunum almennings.“ Í tengslum við lygar og kynningarmál Volkswagen hafa nú verið rifjaðar upp fyrri lygar félagsins um útblástur bíla fyrirtækisins þar sem sérstökum búnaði hafi verið komið fyrir í bílunum til að svindla á útblástursmælingum. Varð hneykslið kallað „Dieselgate“ og neyddist bílaframleiðandinn til að greiða milljarða króna í sekt.
Bílar Bandaríkin Þýskaland Auglýsinga- og markaðsmál Útblásturshneyksli Volkswagen Fjölmiðlar Mest lesið Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Viðskipti erlent Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Neytendur Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Viðskipti innlent Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Sjá meira