Hætta notkun bóluefnis AstraZeneca fyrir yngra fólk Kjartan Kjartansson skrifar 30. mars 2021 22:43 Jens Spahn, heilbrigðisráðherra Þýskalands, hitti starfssystkini sín hjá sambandslöndunum á neyðarfundi í dag. Þau ákváðu að takmarka notkun bóluefnis AstraZeneca. Vísir/EPA Þýsk yfirvöld hafa ákveðið að gefa fólki yngra en sextugu ekki bóluefni AstraZeneca gegn kórónuveirunni vegna einstakra tilfella blóðtappa sem tilkynnt hefur verið um í fólki sem hefur fengið efnið. Lyfjastofnanir Evrópu og Bretlands hafa báðar mælt með áframhaldandi notkun bóluefnisins. Fjöldi Evrópuríkja, þar á meðal Ísland, hætti notkun bóluefnis AstraZeneca tímabundið vegna tilkynninga um sjaldgæfa tegund blóðtappa. Í Þýskalandi hefur verið tilkynnt um 31 slíkt tilfelli hjá þeim hátt í 2,7 milljónum manna sem hafa fengið bóluefnið, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Nær öll tilfellin hafa greinst í yngri og miðaldra konum. Jens Spahn, heilbrigðisráðherra Þýskalands, og heilbrigðisráðherrar þýsku sambandslandanna sextán, ákváðu að hætta notkun bóluefnisins fyrir fólk yngra en sextugt á neyðarfundi í dag. Ákvörðunin var að tillögu bóluefnanefndar Þýskalands. Í Kanada hefur notkun efnisins einnig verið takmörkuð við fólk sem er eldra en 55 ára og í Frakklandi sömuleiðis. Þrátt fyrir það segja lyfjastofnanir Evrópu og Bretlands að ávinningur bóluefnis AstraZeneca vegi mun þyngra en möguleg áhætta við það. Þýskaland Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Fleiri fréttir Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Sjá meira
Fjöldi Evrópuríkja, þar á meðal Ísland, hætti notkun bóluefnis AstraZeneca tímabundið vegna tilkynninga um sjaldgæfa tegund blóðtappa. Í Þýskalandi hefur verið tilkynnt um 31 slíkt tilfelli hjá þeim hátt í 2,7 milljónum manna sem hafa fengið bóluefnið, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Nær öll tilfellin hafa greinst í yngri og miðaldra konum. Jens Spahn, heilbrigðisráðherra Þýskalands, og heilbrigðisráðherrar þýsku sambandslandanna sextán, ákváðu að hætta notkun bóluefnisins fyrir fólk yngra en sextugt á neyðarfundi í dag. Ákvörðunin var að tillögu bóluefnanefndar Þýskalands. Í Kanada hefur notkun efnisins einnig verið takmörkuð við fólk sem er eldra en 55 ára og í Frakklandi sömuleiðis. Þrátt fyrir það segja lyfjastofnanir Evrópu og Bretlands að ávinningur bóluefnis AstraZeneca vegi mun þyngra en möguleg áhætta við það.
Þýskaland Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Fleiri fréttir Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Sjá meira