Grímulaus sérhagsmunagæsla Oddný G. Harðardóttir skrifar 30. mars 2021 18:32 Meginhlutverk Alþingis er að setja landinu lög og gæta almannahagsmuna gegn sérhagsmunaöflum. Máttur sérhagsmunaafla getur verið mikill og rödd þeirra hávær eins og sjá má á forsíðu Fréttablaðsins í dag 30 mars. Þar birtist framkvæmdarstjóri SA með þann boðskap helstan að Samkeppniseftirlitið sé ekki nægilega leiðitamt við stærstu fyrirtæki landsins. Af þeim sökum verði Alþingi að kalla eftir sérstakri stjórnsýsluúttekt á stofnuninni, en stofnunin telur ríflega 30 manns. Minna mætti það ekki vera. Tilefni þessa neyðarkalls SA til okkar alþingismanna er sú staðreynd að Samkeppniseftirlitið, ásamt skipuðum kunnáttumanni með samruna Festi og N1 (nú Festi), hefur knúið á um að sátt sú sem fyrirtækið gerði við Samkeppniseftirlitið við samruna félaganna skuli fylgt í hvívetna. Sáttin Rannsókn Samkeppniseftirlitsins leiddi til þeirrar niðurstöðu að samruninn hefði veruleg og skaðleg áhrif á samkeppni á matvöru- og eldsneytismörkuðum. Til þess að takmarka eða koma í veg fyrir tjón á samkeppni og til hagsbóta fyrir neytendur, var gerð sérstök „sátt“ á milli Samkeppniseftirlitsins og N1 og Festi. Samkvæmt sáttinni þarf fyrirtækið að uppfylla tiltekin skilyrði svo koma megi í veg fyrir tjón á samkeppni. Tjón sem almenningur sem verslar við fyrirtækið bæri með hærra vöruverði. Fyrirtækið hefur augljóslega ekki staðið við efni og skilyrði sáttarinnar þar sem Samkeppniseftirlitið hefur ákveðið að taka það til sérstakrar rannsóknar vegna brota á sáttinni. Þessi ákvörðun um rannsókn stofnunarinnar er tekin á grunni þess eftirlits sem skipaður kunnáttumaður hefur sinnt. Þeim mun meiri mótþrói sem fyrirtækið sýnir því að vinna samkvæmt sáttinni þeim mun meiri þurfa afskipti kunnáttumanns að vera. Það vekur einnig athygli að lífeyrissjóðir eiga nærri 2/3 hlutafjár í fyrirtækinu. Það er því eðlilegt að þeir séu spurðir um hvort þeir telji þessa hegðun forsvarsmanna fyrirtækisins í samræmi við markmið lífeyrissjóðanna. Ávinningur hluthafa félagsins Til þess að setja þetta mál í stærra samhengi að þá lætur nærri að hlutabréfaverð í Festi á skipulögðum markaði í Kauphöll hafi tvöfaldast frá því að samruninn var staðfestur árið 2018. Markmiðið um að auka virði hlutafjár hefur tekist svo um munar. Pólitísk áhrif Það er sjaldgæft að hagsmunagæsla í þágu sérhagsmuna skuli birtast jafn grímulaus og með neyðarkalli framkvæmdarstjóra SA í Fréttablaðinu. Sami framkvæmdarstjóri og hefur opinberlega sagt að fátt sé mikilvægara en að verkalýðshreyfingin sýni samhug með fyrirtækjum þegar á móti blæs, svo sem í þeim heimsfaraldri sem nú gengur yfir. Ástæða þessa neyðarkalls SA er að menn í forsvari tiltekinna stórfyrirtækja eru afar ósáttir við að lögregla markaðarins, Samkeppniseftirlitið, skuli ekki vera nægilega leiðitöm í störfum sínum gagnvart þeim. Það verður því fróðlegt að sjá og fylgjast með framhaldi málsins. Einkum því hvort Sjálfstæðisflokkurinn muni taka undir kvartanir SA og einnig hvað aðrir stjórnmálaflokkar gera. Þá munum við sjá hvaða stjórnmálaflokkar eru í raun að gæta almannahagsmuna eða hvort sérhagsmunagæsla endurspegli betur eðli þeirra. Það verður því afar fróðlegt að fylgjast með hvernig stjórnmálaflokkar bregðast við neyðarkalli sérhagsmunagæsluaflanna. Samfylkingin mun ekki taka þátt í ákalli SA um að veikja Samkeppniseftirlitið. Samkeppniseftirlitinu er ætlað að standa vörð um hag almennings í landinu. Höfundur er formaður þingflokks Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Oddný G. Harðardóttir Samkeppnismál Skoðun: Kosningar 2021 Samfylkingin Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Meginhlutverk Alþingis er að setja landinu lög og gæta almannahagsmuna gegn sérhagsmunaöflum. Máttur sérhagsmunaafla getur verið mikill og rödd þeirra hávær eins og sjá má á forsíðu Fréttablaðsins í dag 30 mars. Þar birtist framkvæmdarstjóri SA með þann boðskap helstan að Samkeppniseftirlitið sé ekki nægilega leiðitamt við stærstu fyrirtæki landsins. Af þeim sökum verði Alþingi að kalla eftir sérstakri stjórnsýsluúttekt á stofnuninni, en stofnunin telur ríflega 30 manns. Minna mætti það ekki vera. Tilefni þessa neyðarkalls SA til okkar alþingismanna er sú staðreynd að Samkeppniseftirlitið, ásamt skipuðum kunnáttumanni með samruna Festi og N1 (nú Festi), hefur knúið á um að sátt sú sem fyrirtækið gerði við Samkeppniseftirlitið við samruna félaganna skuli fylgt í hvívetna. Sáttin Rannsókn Samkeppniseftirlitsins leiddi til þeirrar niðurstöðu að samruninn hefði veruleg og skaðleg áhrif á samkeppni á matvöru- og eldsneytismörkuðum. Til þess að takmarka eða koma í veg fyrir tjón á samkeppni og til hagsbóta fyrir neytendur, var gerð sérstök „sátt“ á milli Samkeppniseftirlitsins og N1 og Festi. Samkvæmt sáttinni þarf fyrirtækið að uppfylla tiltekin skilyrði svo koma megi í veg fyrir tjón á samkeppni. Tjón sem almenningur sem verslar við fyrirtækið bæri með hærra vöruverði. Fyrirtækið hefur augljóslega ekki staðið við efni og skilyrði sáttarinnar þar sem Samkeppniseftirlitið hefur ákveðið að taka það til sérstakrar rannsóknar vegna brota á sáttinni. Þessi ákvörðun um rannsókn stofnunarinnar er tekin á grunni þess eftirlits sem skipaður kunnáttumaður hefur sinnt. Þeim mun meiri mótþrói sem fyrirtækið sýnir því að vinna samkvæmt sáttinni þeim mun meiri þurfa afskipti kunnáttumanns að vera. Það vekur einnig athygli að lífeyrissjóðir eiga nærri 2/3 hlutafjár í fyrirtækinu. Það er því eðlilegt að þeir séu spurðir um hvort þeir telji þessa hegðun forsvarsmanna fyrirtækisins í samræmi við markmið lífeyrissjóðanna. Ávinningur hluthafa félagsins Til þess að setja þetta mál í stærra samhengi að þá lætur nærri að hlutabréfaverð í Festi á skipulögðum markaði í Kauphöll hafi tvöfaldast frá því að samruninn var staðfestur árið 2018. Markmiðið um að auka virði hlutafjár hefur tekist svo um munar. Pólitísk áhrif Það er sjaldgæft að hagsmunagæsla í þágu sérhagsmuna skuli birtast jafn grímulaus og með neyðarkalli framkvæmdarstjóra SA í Fréttablaðinu. Sami framkvæmdarstjóri og hefur opinberlega sagt að fátt sé mikilvægara en að verkalýðshreyfingin sýni samhug með fyrirtækjum þegar á móti blæs, svo sem í þeim heimsfaraldri sem nú gengur yfir. Ástæða þessa neyðarkalls SA er að menn í forsvari tiltekinna stórfyrirtækja eru afar ósáttir við að lögregla markaðarins, Samkeppniseftirlitið, skuli ekki vera nægilega leiðitöm í störfum sínum gagnvart þeim. Það verður því fróðlegt að sjá og fylgjast með framhaldi málsins. Einkum því hvort Sjálfstæðisflokkurinn muni taka undir kvartanir SA og einnig hvað aðrir stjórnmálaflokkar gera. Þá munum við sjá hvaða stjórnmálaflokkar eru í raun að gæta almannahagsmuna eða hvort sérhagsmunagæsla endurspegli betur eðli þeirra. Það verður því afar fróðlegt að fylgjast með hvernig stjórnmálaflokkar bregðast við neyðarkalli sérhagsmunagæsluaflanna. Samfylkingin mun ekki taka þátt í ákalli SA um að veikja Samkeppniseftirlitið. Samkeppniseftirlitinu er ætlað að standa vörð um hag almennings í landinu. Höfundur er formaður þingflokks Samfylkingarinnar.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun